Fréttablaðið - 03.07.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 03.07.2019, Síða 30
Þrjátíu ár eru liðin frá rýmkun vínsöluleyfis. Þrjátíu ár eru nú liðin frá því að leyft var að selja áfengi á nóttunni. Var það gert í júlí-byrjun árið 1979 að undir-lagi Steingríms Hermanns-sonar dómsmálaráðherra. Undirbúningur að endurskoðun lag- anna var eitt af fyrstu embættisverkum Steingríms sem ráðherra. Fram að þeim tíma hafði aðeins verið heimilt að selja áfengi á veitingastöðum til klukkan 23.30 en með breytingunni var tíminn lengdur til klukkan 3.00 á föstudögum og laugardögum. Þá var vínveitingabann á miðvikudögum afnumið en vínveit- ingatími í hádeginu og síðdegis styttur til að koma til móts við óánægjuraddir. Tilgangurinn var einfaldur með breytingunni: að auka frelsi og var sér- staklega horft til ferðamannaiðnaðarins í því samhengi. En víða erlendis þekktist að heimilt væri að selja áfengi fram á nætur. Var stefnan strax sett á að rýmka tímann á öðrum dögum vikunnar. Skömmu áður en lögin voru samþykkt hafði borgarstjórn samþykkt sams konar tillögu frá Sjálfstæðisflokknum. Birgir Ísleifur Gunnarsson, borgarfull- trúi og fyrrverandi borgarstjóri, benti á að þegar væru veitingastaðir opnir fram á nætur og þar væri mikið fyllerí þrátt fyrir vínveitingabann. Þáverandi löggjöf þjónaði því ekki tilgangi sínum. Ekki voru allir sáttir við breytinguna. Þá sér í lagi þeir sem beittu sér almennt gegn áfengisneyslu og voru uggandi að sjá töluverða fjölgun vínsölubúða á átt- unda áratugnum. Í viðtali við Alþýðu- blaðið sagði Ólafur H. Árnason, for- maður áfengisvarnanefndar: „Þetta er hlutur sem framkvæmdur var í öðrum löndum fyrir tíu árum og gafst illa. Þessi lönd eru nú þegar að þrengja þessar reglur sínar á meðan við stígum spor í hina áttina.“ Sumir vildu hins vegar ganga lengra í rýmkun áfengisreglna. Til dæmis hinir ungu þingmenn Vilmundur Gylfason, Ellert B. Schram, Eiður Guðnason og Friðrik Sophusson. Lögðu þeir fram frumvarp um að vínveitingatíminn yrði gerður algerlega frjáls og áfengiskaupa- aldurinn færður niður í átján ár. Helstu skemmtistaðir í Reykjavík árið 1979 voru Ártún, Glæsibær, Hollywood, Hótel Borg, Hótel Saga, Ingólfscafé, Klúbburinn, Leikhúskjallarinn, Óðal, Sigtún, Snekkjan og Þórscafé. kristinnhaukur@frettabladid.is Barinn opinn til þrjú Fjör á Óðali. MYND: DAGBLAÐIÐ 5. OKTÓBER 1979. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför frænda okkar, Helga Gunnars Þorkelssonar skrifstofumanns, Barmahlíð 51, Reykjavík. Starfsfólki á Borgarspítalanum deild B2, Vífilsstöðum og Sóltúni sendum við sérstakar þakkir. Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Jón Ingi Guðmundsson, Þorsteinn Kári, Guðmundur Kristján og Friðgeir Ingi Jónssynir, Þorsteinn, Guðrún Ása og Friðgerður Ósk Jóhannsbörn, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vagn Leví Sigurðsson og fjölskyldur. Yndislegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalsteinn Finnur Örnólfsson vélfræðingur, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Gullsmára 7, lést fimmtudaginn 27. júní sl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 23. júlí kl. 13.00. Elín Eiríksdóttir Eiríkur S. Aðalsteinsson Ingibjörg Jónmundsdóttir Aðalsteinn V. Aðalsteinsson Birna Kristbjörnsdóttir Ragnar Aðalsteinsson Ingibjörg Jónsdóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Steinar Magnússon Þorbjörg Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og vinsemd við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðríðar Karlsdóttur (Rúrí) Mosabarði 8, Hafnarfirði. Innilegar þakkir til allra sem önnuðust hana af alúð og umhyggju í veikindum hennar. Árni Rosenkjær og fjölskylda. Eiginmaður minn, faðir og bróðir, Brian Henry Roff lést á heimili sínu í Sacramento, Kaliforníu, sunnudaginn 16. júní sl. Patricia Julie, Kelsie, Arnold, Stefanía, Allan og Kristín Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Guðbjörg Jóhannesdóttir Aðalgötu 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 29. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju 16. júlí kl. 13. Jóhannes M. Ingiþórsson Guðbjörg M. Jónsdóttir Margrét Ingiþórsdóttir Jóhann Ingi Grétarsson Ragnheiður Ása Ingiþórsdóttir Gunnar Einarsson Heiðar Ingiþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Gísla Guðmundssonar húsasmíðameistara. Sólveig Margrét Ásmundsdóttir Ásmundur Óli Gíslason Aron Freyr Gíslason Katla Sif Friðriksdóttir Hafdís Gerður Gísladóttir Bjartmar Ingi Sigurðsson Lilja Björg Gísladóttir Jón Baldvin Jónsson Erla Guðrún Gísladóttir Finnur Dellsén Guðmundur Garðar Gíslason og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Hafsteinn Steinsson rennismiður, frá Hrauni á Skaga, síðast til heimilis að Suðurlandsbraut 58, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 25. júní sl. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. júlí kl. 13. Kristín Þórdís Davíðsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og besti vinur, Atli Freyr Guðmundsson fyrrum skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, lést 15. júní síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Þorgerður Jónsdóttir Svava María Atladóttir Guðmundur Páll Atlason Sigríður Arna Sigurðardóttir tengdabörn og barnabörn. Merkisatburðir 1187 Saladín, soldáninn af Egyptalandi, gersigrar kross- faraherinn í Jerúsalem. 1863 Orrustunni um Gettysburg, í amerísku borgara- styrjöldinni, lýkur með stórsigri norðanmanna. 1885 Fyrsta Benz-bifreiðin er afhjúpuð í Mannheim í Þýskalandi. Þaklaus og með þremur hjólum. 1921 Fálkaorðan stofnuð með konungsbréfi Kristjáns X. Hann er sjálfur á meðal fyrstu orðuhafa. 1928 Bifreið ekið yfir Öxnadalsheiði í fyrsta sinn. 1948 Íslendingar fá 39 milljónir dollara í Marshall-að- stoð frá Bandaríkjunum. 1971 Jim Morrison, söngvari The Doors, deyr í París. 2000 „Rauði“ Ken Livingstone tekur við völdum sem fyrsti almenningskjörni borgarstjóri Lundúna. 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 A -3 F D C 2 3 5 A -3 E A 0 2 3 5 A -3 D 6 4 2 3 5 A -3 C 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.