Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 12
8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KÖRFUBOLTI Síðustu tvær vikur
hafa verið vægast sagt viðburða-
ríkar hjá Hauki Helga Pálssyni
landsliðsmanni í körfubolta bæði
í einkalífinu og í körfuboltanum.
Haukur Helgi trúlofaðist á dög-
unum Söru Dögg Jónsdóttur og þau
skötuhjú eignuðust sitt fyrsta barn
í byrjun þessa mánaðar.
Þá gekk Haukur til liðs við rúss-
neska liðið Unics Kazan en þaðan
kemur hann frá franska liðinu
Nanterre sem hann lék með eitt
keppnistímabil. Haukur og félagar
hans hjá Nanterre fóru í undanúr-
slit um franska meistaratitilinn í
vor. Þrátt fyrir að vel gengi í Frakk-
landi voru Haukur og fjölskylda
hans staðráðin í að f lytja til annars
lands í sumar til að hann fengi nýja
áskorun í körfuboltanum.
„Mér hefur liðið vel í Frakklandi
en eftir að hafa verið hérna í þrjú
ár langaði mig að prófa eitthvað
nýtt og við Sara vorum til í að færa
okkur um set. Ég var að pæla í að
fara í janúar fyrr á þessu ári en þar
sem það gekk svo vel hjá Nant-
erre og ég vissi að lið myndu sýna
mér þolinmæði fram á sumarið
þá ákvað ég að klára tímabilið í
Frakklandi og ég sé ekki eftir því,“
segir Haukur í samtali við Frétta-
blaðið.
Var kominn með pennann
á loft í Jerúsalem
„Ég var svo búinn að ákveða að
semja við Hapoel Jerúsalem þegar
Unics Kazan kom inn í spilið. Ég
fékk frest hjá ísraelska liðinu til
þess að skoða það sem Rússarnir
hefðu að bjóða. Svo voru forráða-
mann Hapoel orðnir óþolinmóðir
og þegar ég fór yfir hlutina þá
fannst mér meira spennandi að
spila í Rússlandi. Þetta er virkilega
sterk deild og ef ég get staðið mig
vel þarna gæti þetta verið stökk-
pallur í allra sterkustu deildirnar.
Þeir hafa verið að berjast í toppn-
um síðustu ár og ég er spenntur
fyrir því að taka þátt í toppbaráttu
á svona stóru sviði,“ segir landsliðs-
maðurinn enn fremur.
„ Fr a mk væmd a st jór inn hjá
liðinu sagðist hafa séð mig fyrst
þegar ég spilaði með U-16 ára
landsliði Íslands á einhverju móti
og svo aftur þegar ég spilaði með
U-18 ára liðinu. Þá stýrði þjálfar-
inn gríska landsliðinu og sá mig
spila með íslenska A-landsliðinu.
Þeir sögðust hafa fylgst með mér
í töluverðan tíma og sögðu að
ég hefði átt að vera að spila með
stærra liði fyrr en það væri mér til
vandræða að íslenskir leikmenn
væru ekki nógu hátt skrifaðir í
körfuboltaheiminum,“ segir þessi
öf lugi leikmaður um aðdraganda
þess að hann væri orðinn leik-
maður Unics Kazan.
Tel mig geta bætt mig enn frekar
„Nú hef ég spilað á Spáni með smá
stoppi í Svíþjóð og fór svo aftur
upp tröppuganginn með því að
spila í Frakklandi. Þetta er tölu-
vert sterkari deild og lið sem hefur
gert sig gildandi í Evrópukeppnum
í gegnum tíðina. Þeir fóru í undan-
úrslit í Evrópubikarnum í vor og
markmiðið er að komast langt bæði
í Rússlandi og í Evrópubikarnum á
næstu leiktíð.
Ég er sjálfur á besta aldri og tel
mig enn geta bætt mig töluvert.
Þetta er góður staður til þess að
bæta leik minn enn frekar. Þeir létu
mig vita að ég fengi aðlögunartíma
til þess að koma mér inn í hlutina
þarna og þó ég fengi nokkuð stórt
hlutverk væri ekki mikil pressa á
mér. Þjálfarinn benti mér á nokkra
hluti í leik mínum sem ég gæti
hæglega bætt og ég er spenntur
fyrir samstarfinu við hann,“ segir
Haukur um þróunina á ferli sínum.
„Kazan er svo hugguleg borg,
við fórum þarna í æfingabúðir
með landsliðinu fyrir nokkrum
árum og borgin er falleg. Þetta
er háskólaborg og okkur líst vel á
að búa þarna. Það er líka góð til-
finning að vera búinn að ganga frá
þessu svona snemma og nú get ég
einbeitt mér að föðurhlutverkinu
sem er geggjað. Lífið gæti ekki verið
mikið betra bæði á persónulegum
nótum sem og í körfuboltanum,“
segir þessi geðþekki piltur.
hjorvaro@frettabladid.is
Langaði í nýja og stærri áskorun
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfu-
bolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi.
Fitul’til og
pr—teinr’k . . .
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Haukur Helgi Pálsson lék vel með Nanterre síðasta vetur og góð frammistaða hans skilaði honum samningi hjá Unics Kazan. NORDICPHOTOS/GETTY
Ég er sjálfur á besta
aldri og tel mig enn
geta bætt mig töluvert. Þetta
er góður staður til þess að
bæta leik minn enn frekar.
0
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
1
-0
B
1
8
2
3
6
1
-0
9
D
C
2
3
6
1
-0
8
A
0
2
3
6
1
-0
7
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K