Fréttablaðið - 08.07.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 08.07.2019, Síða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Bjarni Þór Georgsson dressaði sig heldur betur upp fyrir opnunina hjá Jóni Óskari og toppaði sjálfan lista- manninn sem er yfir- leitt alltaf sá langflottasti. Margt var um mann-inn og mikið fjör í Eyjum um helgina þegar hjónin Jón Óskar og Hulda Hákon opnuðu annars vegar einka- sýningu Jóns í Eldheimum og sam- sýninguna Fjallið eina og önnur verk í Safnahúsinu. Jón Óskar segist í samtali við Fréttablaðið bera hlýjar og sterkar taugar til Eyja, enda er hann ættaður þaðan og þau Hulda dvelja þar mikið í leik og starfi. Bæði eru þau stór nöfn í íslenskum myndlistarheimi en Jón Óskar segir að þeim finnist Vest- mannaeyjar þó síður en svo of litlar fyrir sýningarnar þeirra. „Maður er náttúrlega alltaf í höfuðborginni og mér fannst bara mjög kræsilegt að sýna hérna enda er ferðamannastraumurinn heilmik- ill. Það fer alveg gríðarlegur fjöldi í gegnum Eldheima þar sem einka- sýningin mín er,“ segir Jón og bætir við að sýningin standi út september. „Þannig að mér finnst þetta bara frábært dæmi. Ég er líka búinn að vera hérna það lengi og mikið að mér finnst eiginlega hálfgerð þegnskylda að maður sýni fólki hérna það sem maður er að gera.“ Plöstuð verk í Herjólfi Jón Óskar segir verkin á sýningunni unnin bæði í Eyjum og á vinnustof- unni í Reykjavík. „Á báðum þessum sýningum er þetta oft dót sem ég fer með fram og til baka. Eitthvað sem ég byrja á hérna og klára heima eða öfugt.“ Jón Óskar á það til að leika sér á stórum strigum en hann segir verkin á sýningunum hafa hentað ágætlega í þessu ferli. „Það er voða einfalt mál að flytja þetta á milli. Maður setur bara Vitawrap-plast utan um þau og sendir með Herjólfi.“ Hulda segir að á samsýning- unni ægi saman verkum á ýmsum vinnslustigum. Hún sýni afsteypur, mót og hluti sem hafa ekki orðið að neinu, í bland við fullsköpuð lista- verk. Þar á meðal eru þrjú ný smá- verk sem eru fjölfeldi og þar má finna Fjallið eina. „Jón Óskar sýnir eitt stórt verk sem er í vinnslu og tvö fullunnin. Þau voru unnin í samvinnu við schaefer- tíkina Heiðu Berlín III. Tíkin bjó til mótin. Gróf holur í fíngerða ösku Eyjafjallajökuls og Jón Óskar steypti í þær og fínpússaði.“ Gamlar hetjur Einkasýning Jóns Óskars er sölu- sýning en öðru máli gegnir um hans þátt í samsýningunni. „Á sýningu okkar Huldu sýni ég verk sem eru ekki til sölu enda er ég eiginlega að sýna þar hvernig ég vinn. Þetta eru sem sagt myndir sem eru hálfklár- aðar og sumar verða kannski aldrei myndir. Ég veit það ekki. Þetta er svona vinnuferli og ég er að fikta við hina og þessa panela, stilla þeim upp saman og bara svona máta mig áfram.“ Jón Óskar bætir við að sig hafi allt- af langað til að sýna „svona hluti sem mér finnst vera mjög fallegir. Ég veit hins vegar að þetta er ekki eitthvað sem fólk myndi stökkva á, sko. Þetta er eins og uppkast að einhverju.“ Hann segir Huldu vera í svipuðum pælingum að einhverju leyti en hún sé ólíkt honum með fullkláruð verk til sölu. „Þannig að hennar ferli er meira heildstætt, frá upphafi til enda, á meðan mitt er meira bara svona frosið móment í vinnsluferli. Þetta eru eiginlega abstraksjónir á meðan á samsýningunni eru í og með svona gamlar hetjur, John Wayne og Ringo Starr og eitthvað. Þessar klisjur sem ég dreg alltaf á eftir mér.“ Jón Óskar segist ætíð standa vörð um sinn mann, Ringo, þegar heitir aðdáendur fara með fjórmenning- ana frá Liverpool í mannjöfnuð. „Að sjálfsögðu. Maður fer ekkert ofan af því. Hann er flottastur.“ toti@frettabladid.is Frosin augnablik og gamlir kunningjar Myndlistarhjónin Hulda Hákon og Jón Óskar taka virkan þátt í gosloka- og 100 ára afmælisgleðinni í Eyjum með tveimur sýningum þar sem ægir saman verkum á ýmsum vinnslustigum, ókláruð og fullunnin. Þá á schaefer-tíkin þeirra, Heiða Berlín III, hluta í verkum Jóns. ÉG ER LÍKA BÚINN AÐ VERA HÉRNA ÞAÐ LENGI OG MIKIÐ AÐ MÉR FINNST EIGINLEGA HÁLFGERÐ ÞEGN- SKYLDA AÐ MAÐUR SÝNI FÓLKI HÉRNA ÞAÐ SEM MAÐUR ER AÐ GERA. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, gerði sér ferð til Eyja til þess að skoða list Huldu Hákon og Jóns Óskars. Á milli hans og Huldu er Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima. 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 20-50% af öllum púðum útsala 70% sparaðu allt að af völdum vörum BALL loftljós. Hvítt með 7 kúplum. Ø18 cm. 79.995 kr. Nú 23.999 kr. STEEL hægindastóll. Rauður. 44.900 kr. Nú 29.900 kr. FANO sófaborð. Ø60 cm. Hvítolíuborið. 19.900 kr. Nú 12.900 kr. 0 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 1 -1 0 0 8 2 3 6 1 -0 E C C 2 3 6 1 -0 D 9 0 2 3 6 1 -0 C 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.