Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 14
Ég vann fyrir RIFF, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík í mörg ár. Ég var því búin að koma mér upp ágætis tengslaneti og safna mér þekkingu í þessum bransa. Þegar ég hæti hjá RIFF 2016 eða 17 var ég pínu týnd í smá- stund. Mig langaði að nýta mér áfram þessa þekkingu sem ég hafði aflað mér,“ segir Ingibjörg. Það var svo þegar Ingibjörg hitti Hall Örn Árnason, kunningja sinn, í bíó að hugmyndin um heimildar- myndahátíð kom upp. „Við sáum mjög góða heimildarmynd og fórum að tala um að okkur fyndist að það ættu að vera fleiri áhorf- endur í salnum. Okkur fannst eins og fólki kynni ekki nógu vel að meta heimildarmyndir. Á öðrum frumsýningum er fullt af fólki en okkur fannst heimildarmyndir ekki fá þá athygli sem þær eiga skilið,“ segir Ingibjörg og segir hlæjandi að þau hafi orðið mjög æst yfir þessu þegar þau fóru að ræða þetta og velta því fyrir sér af hverju þetta væri svona. „Það endaði með því að við ákváðum bara að gera eitthvað í þessu. Ég fæ svona milljón hug- myndir á dag um að gera eitthvað en geri það ekkert endilega. En Hallur sendi mér svo skilaboð daginn eftir og spurði: „Jæja, hvað eigum við þá að gera?“ Það varð til þess að ýta á mig að láta vaða. Ég er ekki mikið fyrir að láta vaða. En í þetta skipti gerði ég það.“ Ingibjörg segist strax hafa sagt að ef þú ætluðu að halda heim- ildarmyndahátíð yrði hún að vera á Akranesi. „Ég nenni ekki lengur að keyra fram og til baka til Reykjavíkur á hverjum degi,“ bætir hún við hlæjandi. Ingibjörg og Hallur, kunningi hennar, ákváðu að stofna kvikmyndahátíð þegar þau hittust í bíó og ekki kom annað til greina en að halda hana á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@ frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Akranes hefur allt til alls „Ég fór einu sinni á vikulangt nám- skeið í stjórnun hátíða, í Edinborg. Þar var farið út í öll smáatriði sem gera hátíð góða. Eitt af þeim var að til að hátíð standi upp úr þarf hún að hafa einhverja sérstöðu og Akranes hefur allt til alls,“ útskýrir Ingibjörg. Ingibjörg er úr Hvalfjarðarsveit- inni og Akranes stendur henni því nærri. Þar er gott bíóhús og góður samfélagsandi. „Það eru allir til í að hjálpa manni. Þess vegna ákváðum við að það væri sniðugt að halda hátíðina þar.“ Hallur kannaðist við mann sem vann við kvikmyndagerð uppi á Akranesi. Þau höfðu samband við hann og það varð úr að þau voru þrjú sem hrintu hátíðinni í framkvæmd, Ingibjörg, Hallur og Heiðar Mar Björnsson. „En þessi hópur er alltaf að stækka og ég held að við séum núna orðin 15 í starfs- mannahópnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að mörgu að huga þegar hátíð sem þessari er komið í gang. Það þarf að passa að hátíðin rekist ekki á aðrar hátíðir. Ekki bara á Íslandi heldur erlendar hátíðir líka. Fjöldi erlendra gesta kemur á IceDocs og því skiptir tímasetningin miklu máli. Ingi- björg segir júlí hafa orðið fyrir valinu þar sem þá er lítið um aðrar hátíðir og svo er hægt að skapa skemmtilega stemningu á björtum sumarnóttum. Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Það verða sýndar yfir 50 heimildar- myndir í heild. Þar af þrjátíu í fullri lengd. Boðið verður upp á spurt og svarað sýningar með stórum hluta myndanna. Þá geta áhorfendur spurt leikstjóra myndanna, eða aðra aðstandendur þeirra, spjör- unum úr. Vilja sýna fjölbreytnina „Við verðum með mjög fjöl- breyttar heimildarmyndir. Fólk sér kannski fyrir sér sjónvarps- heimildarmyndir með sögumanni eða þul. En okkur langar að sýna hversu fjölbreyttur þessi miðill getur verið. Það má alveg búast við myndum þar sem fólk talar beint við myndavélina og myndum sem notast við þul en líka myndum þar sem myndefninu sjálfu er leyft að segja söguna. Umfjöllunarefnin eru víð og breið. Helsta áherslan er að það sé eitthvað skapandi í öllum mynd- unum sem við sýnum, að miðillinn sé notaður til að segja söguna,“ segir Ingibjörg. „Heimildarmyndir geta sagt miklu meira en leiknar myndir og sýnt miklu meira. Það er nefni- lega oft þannig að þegar maður sér leiknar myndir hugsar maður „oh, þetta er svo ótrúlegt“. En í heimildarmynd er það alvöru fólk að gera það sem þú horfir á í myndinni, þannig að þó það virki ótrúlegt þá færðu svona raunveru- leikatilfinningu. Þannig leyfist heimildarmyndagerðarmönnum að gera miklu meira og sýna okkur skrýtnari hluti.“ Skemmtileg barnadagskrá Ingibjörg tekur fram að börnin verði ekki skilin út undan á hátíð- inni. Það verður sérstök barnadag- skrá sem ber yfirskriftina Akranes með okkar augum. „Það verða barnasýningar á morgnana og fræðsla í kringum þær. Við verðum líka með ratleik. Markmiðið með ratleiknum er að krakkarnir festi sitt sjónarhorn af Akranesi á filmu. Þau geta notað eigin síma eða búnað sem við útvegum þeim. Myndirnar verða svo myllumerkt- ar og sýndar í beinni útsendingu á torginu,“ segir Ingibjörg. Á kvöldin verður svo skemmti- dagskrá. „Til að hafa ofan af fyrir öllum erlendu gestunum okkar,“ segir Ingibjörg hlæjandi. „Það verður til dæmis miðnæturbíó og ball og ýmislegt f leira skemmti- legt.“ Ingibjörg segir að bæjarbúar hafi tekið þeim opnum örmum. Bæði hefur hátíðin fengið stuðning frá bæjarfélaginu sjálfu en svo er fólk úti í búð sem hefur gefið sig á tal við hana og sagst spennt fyrir hátíðinni. „Við höfum gert góða samstarfssamninga við fólk og fyrirtæki sem eru að hjálpa okkur.“ En hátíðin er ekki bara fyrir Akurnesinga. Ingibjörg tekur fram að það sé alls ekki langt að keyra til Akraness frá Reykjavík og hátíðin því kjörið tækifæri fyrir höfuð- borgarbúa til að kynnast bænum og sjá alla þá flottu uppbyggingu sem er í gangi þar. „Það er um að gera að gera sér ferð upp á Akranes. Skella sér í Guðlaugu, nýja heita laug við fjöruna á Langasandi, skreppa út að borða og fara svo í bíó.“ Dagskrá hátíðarinnar og nánari upplýsingar eru væntanlegar á vefsíðunni icedocs. is. Framhald af forsíðu ➛ Á öðrum frum- sýningum er fullt af fólki en okkur fannst heimildarmyndir ekki fá þá athygli sem þær eiga skilið. Ingibjörg Halldórsdóttir Eitt kort 34 vötn 7.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 ÞETTA ER BYRJAÐ! www.veidikortid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 0 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 1 -1 E D 8 2 3 6 1 -1 D 9 C 2 3 6 1 -1 C 6 0 2 3 6 1 -1 B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.