Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 2
Veður
Austlæg átt 3-8 í dag. Skýjað að
mestu á landinu og dálitlar skúrir
á víð og dreif, einkum síðdegis,
en léttir heldur til norðaustan- og
austanlands í kvöld. SJÁ SÍÐU 16
Buslað í blíðunni
Það er ekkert lát á veðurblíðunni á Vestur- og Suðurlandi þessa dagana. Í gær fór hitinn yfir tuttugu gráðurnar í höfuðborginni og nánast logn.
Hlýjast var þó á Suðausturhorninu. Mikið var um að vera í ísbúðum og nánast alls staðar utandyra. Elliðaárdalurinn var engin undantekning.
Þessi ungmenni voru svo brött að þau stungu sér í fossinn sér til gamans. Munu þau hafa buslað í ánni nánast allan daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA MEÐ HÁLFU FÆÐI
VERÐ FRÁ 249.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000
Á KANARÍ
Úrvalsfólk
12. - 26. NÓVEMBER
LÖGREGLUMÁL Grunur leikur á að
miklu af vörum hafi verið stolið
úr byggingavöruversluninni Bau-
haus í Grafarholti. Einnig að brotin
hafi staðið yfir í langan tíma. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
eru að minnsta kosti tveir menn
tengdir málinu. Annar þeirra
byggingaverktaki af landsbyggð-
inni.
Í vor fóru fram lögregluaðgerðir
á tveimur stöðum. Í versluninni
sjálfri og í heimabæ verktakans. En
ekki liggur fyrir hvort eða hversu
mikið af verðmætum var endur-
heimt.
Rannsókn lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu lauk í júní og
er málið nú komið inn á borð til
ákærusviðs. María Káradóttir hjá
ákærusviði vildi ekki tjá sig efnis-
lega um málið en tjáði Fréttablað-
inu að ákvörðun um ákæru hefði
ekki verið tekin né hversu margir
væru grunaðir í málinu.
„Vegna rannsóknarhagsmuna
getum við ekki tjáð okkur um
málið á þessu stigi,“ segir María.
„Þetta mál er nú í skoðun hjá
okkur. Stundum þarf að vísa
málum aftur til lögreglu til frekari
rannsóknar.“
Verðmæti þeirra eigna sem
grunur leikur á að hafi verið stolið
liggur ekki fyrir en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er það
umtalsvert. – khg
Miklu stolið
úr Bauhaus
Lögregluaðgerðir fóru fram í Bau-
haus í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Reiðhjól sem er stolið
utandyra þarf að hafa verið læst til
að bætur fáist frá tryggingafélögum.
Einnig þarf að fylgja með kvittun og
lögregluskýrsla.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
fyrir helgi gengur nú yfir bylgja hjól-
reiðaþjófnaðar á höfuðborgarsvæð-
inu. Grunar lögregluna að um skipu-
lagða glæpastarfsemi sé að ræða.
Í flestum tilfellum finnast hjólin
ekki aftur og gefur lögreglan þá eig-
endum afrit af skýrslu þess efnis. Sé
eigandi tryggður getur hann fengið
þetta bætt.
Ólafur Þór Ólafsson, forstöðu-
maður eignatjónadeildar hjá Sjóvá,
segir að félagið hafi bætt um 50 reið-
hjól á þessu ári.
„Þegar okkur berast tilkynningar
frá viðskiptavinum er óskað eftir
lögregluskýrslu og kvittun fyrir
kaupum á reiðhjóli. Forsenda fyrir
bótaskyldu er að hjólið hafi verið
læst, hafi það staðið utandyra,“ segir
Ólafur Þór. – khg
Hjól þurfa að
vera læst
REYKJAVÍK „Það seldist allt upp
hjá okkur á laugardeginum. Við
neyddumst til að loka fyrr en við
áætluðum,“ segir Róbert Aron
M ag nú s s on , sk ipu leg g ja nd i
Reykjavík Street Food sem sér
um matarmarkaðinn í Laugardal.
Matarmarkaðurinn var opnaður
fyrst á laugardaginn og kláraðist
þá allur maturinn á öllum stöð-
unum sem og bjórinn í bjórvagn-
inum.
„Ég held að yfir daginn á laugar-
dag hafi komið á milli fjögur og
fimm þúsund manns, frá því við
opnuðum á hádegi til klukkan sjö
þegar allur maturinn var búinn,“
segir Róbert Aron og hlær. „Það
var ekki hægt að selja meira. Við
seldum líka allan bjórinn sem við
ætluðum að eiga á sunnudeginum.
Sem betur fer fengum við meira.“
Markaðurinn er undir suður-
enda áhor fendastúk unnar á
Laugardalsvelli og verður aftur
á sama stað næstu helgi. Helgina
þar á eftir verður hann á Mið-
bakkanum við gömlu höfnina
í Reykjavík. „Það verður aðeins
öðruvísi skipulag við Miðbakk-
ann. Þar verður götubitahátíð
og keppni um besta bitann. Það
verður svaka partí.“
Um er að ræða samstar fs-
verkefni Reykjavíkurborgar og
Reykjavik Street Food. Verkefnið
var kosið af íbúum í kosningunum
á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið
mitt, í fyrra. Alls voru sautján
söluaðilar á markaðnum um helg-
ina. Var hægt að gæða sér á alls
kyns mat, humri, hamborgurum,
taco, frönskum, íslensku sinnepi
ásamt vegan valkosti. Einnig er
hægt að kaupa íslenskar vörur
beint frá býli á matarmarkaðnum.
Boðið var upp á skemmtiatriði,
hoppukastala og andlitsmálningu
fyrir börn.
Aðspurður hvað laði fólk að
segir Róbert Aron það meira en
bara svengd. „Þetta er búið að
tröllríða heiminum, einfaldar
útfærslur á mat í skemmtilegu
umhverfi. Fyrir utan þetta fína
veður, það umturnast allt á Íslandi
í þegar það er sól og við erum búin
að vera gríðarlega heppin þessa
helgina.“
arib@frettabladid.is
Kláruðu allan matinn
á matarmarkaðinum
Mörg þúsund manns heimsóttu matarmarkaðinn í Laugardalnum um helg-
ina. Um er að ræða verkefni sem valið var af íbúum hverfisins í kosningum.
Loka þurfti markaðinum snemma á laugardag þar sem maturinn kláraðist.
Matarmarkaðurinn í Laugardal verður aftur á sama stað um næstu helgi,
en færist niður á Miðbakkann helgina eftir það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég held að yfir
daginn hafi komið á
milli fjögur og fimm þúsund
manns, frá því við opnuðum á
hádegi til klukkan sjö þegar
allur maturinn
var búinn.
Róbert Aron
Magnússon,
Reykjavík Street
Food
8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
1
-0
1
3
8
2
3
6
0
-F
F
F
C
2
3
6
0
-F
E
C
0
2
3
6
0
-F
D
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K