Fréttablaðið - 08.07.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er ekki
rétt hjá
Pútín að hin
frjálslyndu
gildi sem
byggð eru á
rétti og frelsi
einstaklinga
séu úrelt.
Þau eru enn
aflvaki
aukinna
lífskjara og
framþró-
unar.
Auknir
fjármunir og
allur heims-
ins fagurgali
duga því
skammt ef
meiningin er
að herða enn
á ómannúð-
legri stefnu.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
SANDBLÁSTUR
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Ráðgjöf
Tilboð
Hönnun
Uppsetning
Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða
og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnu-
greina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa
þar voru fyrirferðarmiklir.
Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst
Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið
hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjáls-
lyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga
hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis
Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur.
Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði
hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum.
Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarvið-
horf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu ára-
tugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin
fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim
allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í
bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart
Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að
ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og
nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem
innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín.
Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa
heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna.
Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá
til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði.
Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytj-
endum persónulega.
Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem
byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru
enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum
til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignar-
réttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600
milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin.
Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra held-
ur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og
umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur
niður og byggir upp.
En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin
hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er
heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og
efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til ótt-
ans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds.
Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán,
ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin.
Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka.
Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla
orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarn-
yrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlands-
forseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki
séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt
og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð.
Viðtal við Pútín
Hvar voru nöfnin?
Það hefur verið forvitnilegt
að fylgjast með viðbrögðum
hinna og þessara þingmanna
í kringum umræðurnar um
brottvísanir. Nú hefur lög-
gjafinn það í hendi sér að veita
hverjum sem honum dettur í
hug íslenskan ríkisborgararétt.
Vakti það því nokkra furðu
þegar Andrés Ingi Jónsson,
þingmaður Vinstri grænna,
steig fram og vildi láta endur-
skoða verklag við brottvísanir.
Sá hinn sami á sæti í allsherjar-
og menntamálanefnd, sem
afgreiðir hið reglulega ríkis-
borgarafrumvarp. Ef hann, eða
aðrir þingmenn, er svona miður
sín yfir málum fjölskyldnanna,
hvers vegna voru nöfn þeirra
ekki á listanum?
Kvöld- og helgarvaktir
Ríkisbatteríið sem á að hafa
yfirumsjón með dómstólum
landsins hefur áhyggjur af því
að Landsréttur klári ekki öll
málin sem eru á borði réttarins.
Alls bíða nærri 500 mál og er
talið að það muni taka meira
en eitt ár að klára þau öll, meira
að segja með þeim fjórum af
fimmtán dómurum sem eru
núna á bekknum þökk sé Mann-
réttindadómstólnum. Spurning
hvort það þurfi ekki að taka
upp kvöld- og helgarvaktir til
að klára bunkann? Og láta þá fá
strangan yfirmann á af kasta-
tengdum launum.
arib@frettabladid.is
Nýjar yfirlýsingar um að setja eigi meira fé í málaflokk flóttafólks og rýmka reglur um efnismeðferð eru í sjálfu sér ánægjulegar en
fela ekki í sér varanlega lausn á málefnum flótta-
barna. Til þess þarf meiriháttar stefnubreytingu, en
ekki bara flýta málsmeðferð og afgreiða börn svo
hratt, til baka út úr tilveru okkar, að þau komi ekki
róti á tilfinningar landans.
Samkvæmt reglugerð um útlendinga er t.d. enn,
þrátt fyrir nýjustu breytingar, heimilt að senda börn
til óöruggra landa. En alvarlegast er líklega að börn
fá ekki sjálfstæða málsmeðferð. Tekin er afstaða
til umsókna foreldra um vernd og síðan dregin sú
ályktun að það sé barninu fyrir bestu að fylgja for-
eldrum. Krafan er að staða barna sé metin sérstak-
lega og þau fái þannig notið eigin mannréttinda.
Við þinglokasamning haustið 2017 gerðu for-
menn flokka samkomulag um að strax á nýju kjör-
tímabili yrði ráðist í endurskoðun útlendingalaga
og framkvæmd þeirra. Meðal annars með tilliti
til stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Ríkis-
stjórnin hefur setið í eitt og hálft ár og ber því fulla
ábyrgð á að árangur af þverpólitískri þingmanna-
nefnd er enginn. Ekki er nóg með að þetta sleifar-
lag hafi verið látið viðgangast, heldur afgreiddi
ríkisstjórnin nýtt frumvarp um útlendingalög
þann 2. apríl, sem lagt var fram á Alþingi nokkrum
dögum síðar. Í því er jafnvel gengið enn lengra í átt
að ómannúðlegri stefnu og liðkað fyrir brottvísun
barna. Auknir fjármunir og allur heimsins fagurgali
duga því skammt ef meiningin er að herða enn á
ómannúðlegri stefnu.
Ég geri mér grein fyrir því að hjónaband VG og
Sjálfstæðisflokksins byggir frekar á hagkvæmnis-
sjónarmiðum en ástríðu og eldheitri ást. En það
þvingaði þau enginn í þetta samband og þau bera
því fulla ábyrgð á þeim slæmu málamiðlunum sem
í því eru gerð. VG á því tvo leiki í stöðunni: Að knýja
fram manneskjulegar úrbætur á málefnum flótta-
fólks eða gera stefnu VG í málaflokkum fullkomlega
marklausa.
Vinstri græn eiga leik
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
8 . J Ú L Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
8
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
4
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
1
-2
3
C
8
2
3
6
1
-2
2
8
C
2
3
6
1
-2
1
5
0
2
3
6
1
-2
0
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K