Fréttablaðið - 13.07.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 13.07.2019, Síða 8
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúd- entsins. OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 Fyrir rúmum tíu árum, í sumarfríi í Sarajevó, rakst ég á undarlegan minjagrip. Ég stóð fyrir utan búð í verslunargötu Sarajevó sem seldi silfur og koparvörur og handlék – að ég hélt – fallega útskorinn málmblómavasa. „Þetta er skothylki úr stríðinu,“ sagði kaupmaðurinn. Ég flýtti mér að leggja stríðsleifarnar frá mér. Versl- unareigandinn, sem einnig var handverksmaðurinn sem framleiddi og skreytti sjálfur vörurnar sem voru til sölu í versluninni, glotti. „Ferðamennirnir fíla þetta.“ Mér varð hugsað til þessa útsjónarsama verslunar- manns í vikunni. Neikvæð ímynd Sjónvarpsþættirnir Tsjernóbíl njóta vinsælda um þessar mundir. Ein hliðarverkun vinsældanna eru ferðamenn sem flykkjast á svæðið til að taka af sér „sjálfur“. Á myndum um allt internetið má sjá fólk brosa, gretta sig og geifla og jafnvel bera afturendann mitt í eyðileggingunni sem kjarnorkuslysið olli. Höfundur Tsjernóbíl þáttanna bað fólk nýverið um að sýna tillitssemi; hörmungar hefðu átt sér stað, harmleik- ur. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, virtist hins vegar ekki taka „sjálfurnar“ óstinnt upp. Þvert á móti. Síðastliðinn miðvikudag lýstu stjórnvöld í Úkraínu því yfir að þau hygðust gera svæðið í kringum Tsjernó- bíl kjarnorkuverið að ferðamannastað. „Tsjernóbíl hefur lengi haft neikvæð áhrif á ímynd Úkraínu,“ sagði forsetinn. „Það er tímabært að því sé breytt.“ Ég klóraði mér í höfðinu yfir uppátækinu. Hvað átti manni að finnast? Var þetta ekki hálfgerð sturlun? En svo rifjaðist upp fyrir mér annar áfangastaður í Sarajevó. Þrjár kynslóðir Bosníustríðið sem geisaði á árunum 1992 til 1995 er versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrj- aldar. Talið er að 100.000 karla, kvenna og barna hafi látist í þjóðernishreinsunum. Tæplega 14.000 manns létust í umsátrinu um Sarajevó er borgin var í herkví. Við upphaf umsátursins um Sarajevó bjuggu þrjár kynslóðir Kolar fjölskyldunnar undir sama þaki í úthverfi borgarinnar. En þegar árás var gerð á hverfið hrökklaðist fjölskyldan burt af heimili sínu. Síðar gerði Bosníuherinn húsið (eða það sem eftir var af því) upptækt og gróf göng frá húsinu alla leið inn í borgina. Göngin voru lífæð Sarajevó á meðan á umsátrinu stóð en um þau voru flutt matvæli, lyf, vopn og fólk. Einhverjir úr Kolar fjölskyldunni hjálpuðu til við að grafa göngin á meðan aðrir börðust í stríðinu. Amma og afi Kolar fengu að búa í bílskúr hússins meðan það var í umsjá hersins og buðu þau gjarnan þeim sem áttu leið um göngin upp á vatnssopa og brauðbita. Að stríðinu loknu sneri Kolar fjölskyldan aftur til síns heima. Almenningur í Sarajevó gerði sitt besta til að púsla hversdagsleikanum saman eftir átökin og endurheimta líf sitt. Göngin gleymdust. En þegar Kolar fjölskyldunni gekk illa að koma undir sig fótunum og finna atvinnu öðluðust göngin nýjan tilgang. Fjölskyldan tóku sig til og útbjó „Gangasafnið“. Þau söfnuðu saman öllu því sem þau gátu fundið tengt sögu ganganna og sáu til þess að það litla sem eftir var af göngunum sjálfum yrði varðveitt. Gangasafnið er nú orðið eitt vinsælasta safn Sarajevó. Safnið er einkarekið og rukkar Kolar fjölskyldan gesti um aðgangseyri fyrir að berja munna ganganna og safnið augum. Göngin sem urðu Sarajevó til bjargræðis urðu lífæð Kolar fjöl- skyldunnar eftir stríðið. Stórfurðuleg dýrategund Mannkynið er skrítið. Eina stundina er það óstöðvandi eyðileggingarafl, jafnskeytingarlaust í garð náungans og nánasta umhverfis síns; þá næstu úrræðagott, uppá- tækjasamt og fróðleiksfúst. Stundum er ekki annað hægt en að yppa einfaldlega öxlum yfir þessari stór- furðulegu dýrategund. Berir rassar í Tsjernóbíl Helsta nýmælið í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna er að þeir sem ljúka prófgráðu innan tilskil-ins tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30 prósentum af höfuðstól námsláns. Umræðan meðal hagsmunahópa stúdenta, er stundum á þá leið að eini opinberi stuðningurinn við háskólanema sé námslánakerfið. Því fer fjarri. Háskólarnir – Háskóli Íslands sérstaklega – eru opinberar stofnanir, reknar að stærstum hluta fyrir opinbert fé. Háskólastúdentar greiða skrá- setningargjald sem ekki stendur undir nema broti af kostnaði. Lánasjóðurinn í núverandi mynd veitir afslátt með vaxtaívilnun, og þarf að þola afskriftir vegna þeirra sem ekki endist aldur til endur- greiðslu. Vel má velta fyrir sér hvort smáríki eins og Ísland sé of metnaðarfullt á háskólasviðinu, eins öfugsnú- ið og það hljómar. Boðið er upp á allar mögulegar og ómögulegar námsgreinar. Kannski ætti að einbeita sér að kjarnagreinum og hvetja fólk til að fara utan til að sækja sér annað nám. Utanfarar snúa heim og með gullvæga reynslu, landi og þjóð til heilla. Í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur kemur fram að á síðustu árum hafi meðallán hjá LÍN hækkað. Náms- menn eru lengur í námi og sækja lengra og dýrara nám. Þeir eru eldri að jafnaði. Þó hefur hlutfall þeirra sem sækja nám í útlöndum lækkað. Háskólastúdentar taka sér lengri tíma en áður til að ljúka námi hér heima og sækja síður út. Hvorugt er æskilegt. Enginn græðir á því að fólk ílengist í námi. Droll í háskóla í stað þess að sækja sér iðn- menntun eða launavinnu er engum til góðs. Kerfið á að forða fólki frá örlögum eilífðarstúdentsins. Frumvarp Lilju tekur á þessu. Með því að breyta hluta námslána til þeirra sem klára á tilsettum tíma í styrk, er fólk hvatt til að klára á réttum tíma. Frumvarpið gerir líka metnaðarfullum stúdentum auðveldara að sækja nám erlendis, enda eftir miklu að slægjast að fá 30 prósent lána felld niður. Munar um minna. Nám við bestu háskóla erlendis er oft dýrt – kostnaðurinn óyfirstíganleg hindrun fyrir suma. Einhverjir munu gagnrýna útfærsluna á styrknum með þeim rökum að ekki sé ástæða til að niðurgreiða menntun frekar. En það er örugglega dýrara þegar upp er staðið að fólk fari sér óþarflega hægt í námi. Frumvarpið tekur á því og hvetur fólk til að flýta för. Þegar rætt erum lánamál á Íslandi er gjaldmiðill- inn alltaf fíllinn í herberginu. Mesta kjarabótin til langs tíma fyrir stúdenta og aðra lántaka á Íslandi væri að Ísland yrði hluti af stærra myntsvæði með stöðugri gjaldmiðli. Engin lausn er hins vegar í sjón- máli í þeim efnum. Ráðherra virðist nýta tólin sem hún hefur skyn- samlega. Ef nýtt námslánakerfi verður til þess að flýta för stúdenta og hvetja þá til að leita reynslu út fyrir landsteinana er til mikils unnið. Kænn hvati  1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -5 3 8 8 2 3 6 C -5 2 4 C 2 3 6 C -5 1 1 0 2 3 6 C -4 F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.