Fréttablaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.07.2019, Blaðsíða 12
Hnífjafnar með 13 prósent Þórhildur Sunna og Þorgerður Katrín eru hnífjafnar að vinsældum. 13 prósent þeirra sem tóku afstöðu vilja helst borða með Þórhildi Sunnu og 13 prósent vilja helst borða með Þorgerði Katrínu. Þær eru báð- ar vinsælli meðal kvenna en karla og enginn teljandi munur á vinsældum þeirra eftir aldurshópum. Þorgerður Katrín skarar hins vegar fram úr hjá háskólamenntuðu fólki og fólki með hærri tekjur en fólk með lægri tekjur og minni menntun kýs frekar að fara út að borða með Þórhildi Sunnu. Þá eru áhangendur Þorgerðar líklegri til að styðja stjórnina en stjórnarandstöðuna ólíkt áhangendum Þórhildar Sunnu sem koma nær allir úr stuðnings- hópi stjórnarandstöðu. Sem leiðtogar sinna flokka standa þær ágætlega. Um það bil helmingur flokksmanna velur þær umfram aðra við kvöldverðarborðið. Þorgerður er vinsælli meðal stuðningsmanna ríkisstjórnar- innar en andstæðinga hennar. Allar vinsældir Þórhildar Sunnu koma hins vegar frá andstæðingum stjórnarinnar. Bjarni Benediktsson 11,1% Bjarni er mun vinsælli meðal karla en kvenna. Aðeins 35 prósent Sjálfstæðismanna vilja helst fara út að borða með formanni flokksins en 25 prósent þeirra vilja helst borða með Katrínu. Sigmundur Davíð 10,4% Áhangendur Sigmundar koma nær allir af landsbyggðinni en fáir í borginni kjósa hann sem borð- herra umfram aðra. Hann nýtur hins vegar mikilla vinsælda í eigin flokki en 65 prósent Miðflokks- manna vilja borða með honum frekar en öðrum stjórnmálaleið- togum. Logi Einarsson 9,8% Háskólamenntað fólk vill mun frekar borða með Loga en fólk með minni menntun. Rúm 40 prósent stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar vilja borða með honum frekar en öðrum. Athygli vekur hve mikilla vinsælda bæði Katrín og Þórhildur Sunna njóta í hans flokki því 40 prósent stuðn- ingsmanna flokksins skiptast jafnt í kvöldverðarboð með annarri hvorri þeirra. Sigurður Ingi 6,3% Þeir sem vilja helst borða með Sigurði Inga dreifast mjög víða um þjóðfélagið og koma úr öllum þjóðfélagshópum. Þeir koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og til dæmis vilja 10 prósent Sjálf- stæðismanna helst borða með honum. Í hans eigin flokki er Katrín Jakobsdóttir hins vegar vin- sælli en sjálfur formaðurinn. Rúm 28 prósent völdu hann sem borð- herra en forsætisráðherra hefur tveggja prósenta forskot á hann, með 30 prósent. Inga Sæland 5,5% Það þarf ekki að koma á óvart vin- sældir Ingu Sæland komi úr tekju- lægstu hópunum og meðal elstu þátttakenda könnunarinnar enda berst hún með kjafti og klóm fyrir bættum lífskjörum þessara hópa. Rúm 55 prósent stuðnings- manna Flokks fólksins vilja helst fara út að borða með Ingu, en Sigmundur Davíð er líka nokkuð vinsæll meðal kjósenda flokksins. Rúm 15 prósent velja hann sem borðherra. Tæpur þriðjungur þátt-t akenda í könnun Zenter fyrir Frétta-blaðið vill  fara með K a t r í n u J a k o b s -dóttur út að borða, frekar en með öðrum stjórn- málaleiðtoga. Sem stjórnmálaleiðtogi nýtur hún einnig meiri vinsælda í eigin f lokki en nokkur annar leiðtogi st jór nmá la f lok k s en 80 prósent stuðnings- manna VG vilja helst borða með henni. Framsóknarmenn fengju kjöt í karrí Af öllum stjórnmálaleið- togum myndu flestir vilja fara út að borða með Katrínu Jak- obsdóttur. Hún heldur þema- boð og leggur mikið upp úr trúverðugleika hvers boðs. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is 30,7% Katrín Jakobs dóttir „Fólk finnur g reinilega á sér að það skemmtilegas ta sem ég geri er að fá fólk í mat. Ég held oft þe maboð og síð ast var ég til dæmis með b reskan mat. É g tek þau þem u mjög alvarleg a og legg miki ð upp úr því a ð vera með trúverðu gt boð. Ég miða að sjá lfsögðu matse ðilinn við gestina hverju sinni. Ef ég væ ri til dæmis með framsók narmenn í ma t er engin spurning að þ eir fengju kjöt í karrí.“ n Katrín Jakobsdóttir n Þórhildur Sunna Ævarsdóttir n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir n Bjarni Benediktsson n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson n Logi Einarsson n Sigurður Ingi Jóhannsson n Inga Sæland ✿ Niðurstöður könnunarinnar 30,7% 13,2% 13,1% 11,1% 10,4% 9,8% 6,3% 5,5% Þorgerðu r 13,1% Þórhildur 13,2% 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -2 C 0 8 2 3 6 C -2 A C C 2 3 6 C -2 9 9 0 2 3 6 C -2 8 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.