Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 16

Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 16
Ef þú spyrð mig þá sá ég það ekki fyrir að fara í pólitík. Ef þú hefðir hins vegar spurt æskuvin-konur mínar, var það samdóma álit þeirra að ég myndi hvergi annars staðar enda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. Mikið hefur gengið á innan flokksins, þriðji orkupakkinn hefur reynst erfiður og tveir fyrrverandi formenn fara mikinn í gagnrýni sinni á forystuna; sérstaklega rit- stjóri Morgunblaðsins. Þá tók Þórdís Kolbrún við dómsmálunum eftir að Sigríður Andersen vék úr embætti eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að pottur hefði verið brotinn við skipan fimmtán dómara við hinn nýstofnaða dómstól, Landsrétt. Þórdís tók við ráðuneytinu. „Þetta er tímabundin ráðstöfun. Við stefnum á að vera komin með nýjan ráðherra með haustinu,“ segir Þórdís, sem vill ekkert gefa upp um eftirmann sinn. Hún var 19 ára gömul þegar hún hóf þátttöku í stjórnmálum og hefur gegnt embætti formanns Þórs, Félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, verið í stjórn Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, framkvæmdastjóri þingf lokksins, aðstoðarmaður Ólafar Nordal heitinnar í innan- ríkisráðuneytinu, síðar þingmaður og loks ráðherra. Hún var samt ekki alin upp í Sjálfstæðisflokknum en segist hafa verið alin upp til að vera sjálfstæð. „Nei, málefnin voru alveg tekin heima og rædd, en það var ekki á flokkspólitískum nótum.” Hún þróaði náið samband með Ólöfu og segir hana hafa kennt sér margt. „Þetta geta orðið merkileg sambönd, ráðherra og aðstoðar- manna. Ráðherrar alla jafna leggja töluvert traust á þá sem vinna fyrir þá, að minnsta kosti gerði Ólöf það og ég geri það sjálf. Við Ólöf náðum vel saman og ég kannski gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seinna, að það var ekki bara ég sem hafði hlut- verk gagnvart henni, heldur var hún að sinna ákveðnu hlutverki gagnvart mér. Fyrir það er ég þakklát og finn hvað ég bý alltaf að því að hafa unnið fyrir hana.” WOW hrun? Ferðamannabransinn hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Þórdís hefur leitt málaf lokkinn síðan í byrjun árs 2017. Síðan hafa miklar breytingar orðið á lands- laginu, aðallega með falli WOW air. Íslenskt efnahagslíf hefur að mörgu leyti verið talað niður eftir fall flug- félagsins og áhrif þess á ferðamanna- bransann. Hvað heldur þú með fram- tíð ferðamennsku á Íslandi? „Ég hef mikla trú á henni. Það hefur margt gott gerst í greininni. Við höfum undanfarin ár verið að byggja ofan á greinina og undirstöð- ur. Ég hef frá því að ég kom í ráðu- neytið verið mjög skýr með þá sýn mína að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir öllu máli. Þessi vöxt- ur sem hefur verið var ósjálfbær. Það er ekki hægt að byggja upp atvinnu- grein eins og þessa með 25 prósent vöxt ár eftir ár. Það að WOW hafi horfið af markaði er högg fyrir grein- ina og afleidda starfsemi sömuleiðis, atvinnuleysi og högg fyrir ríkissjóð. Það eru og verða afleiðingar af þess- ari breytingu, en í viðbrögðum við þeirri stöðu þá skiptir máli að missa ekki sjónar á þeirri langtímasýn sem ég tel ferðaþjónustuna þurfa. Sú sýn grundvallast á virði framar fjölda ferðamanna, ávinningi heima- manna um allt land, skýrum leik- reglum og fyrirsjáanleika, gæðum og fagmennsku og loks þessu jafnvægi á milli verndar og hagnýtingar. Þetta er grunnurinn í leiðarljósum ferða- þjónustunnar sem unninn var með fulltrúum greinarinnar og sveitar- stjórnarstigsins.“ Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fall WOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er ráðherra ferðamála, iðnaðar, nýsköpunar og dómsmála. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Anda í kviðinn Sumir sérfræðingar hafa sagt að fall WOW muni ekki hafa teljandi áhrif. WOW kom með fólkið á tíma þegar landið þurfti á öllum ferðamönn- unum að halda og gerði vel í því. Nú er búið að byggja upp innviðina, reynslan og þekkingin er til staðar og við erum að fá betur borgandi ferðamenn, þótt þeir séu færri. Hvað finnst þér um það? „Þetta er alltaf spurning um hvort glasið er hálftómt eða hálffullt. Það eru tækifæri í þessari stöðu eins og alltaf þegar staðan verður erfið. Við þurfum að nýta þau. Við sjáum að ferðamenn eru að dvelja lengur, meðaleyðsla þeirra er að aukast og við erum þannig ferðamanna- land að við stefnum ekki á fjöldann með sama hætti og aðrir kunna að gera. Við eigum að byggja ferða- þjónustuna þannig upp að verð og gæði haldist í hendur. Við erum 350 þúsund og erum með sjö ferðamenn á hvern íbúa. Það er ein jafna sem þarf að horfa til. Staðan er sú að með aðgerðum stjórnvalda, en fyrst og fremst með einkaframtakinu, erum við að koma okkur í góða stöðu. Það eru að byggjast upp framúrskarandi fyrirtæki, afþreying og þjónusta. Það eru flott hótel að byggjast upp. Það er mín staðfasta trú að ef við höldum rétt á spöðunum, sköpum réttar aðstæður, þá kemur rest. Við eigum að anda aðeins ofan í kviðinn og hugsa, hvað viljum við?“ spyr Þórdís. „Ég setti til að mynda af stað verk- efni sem heitir Jafnvægisásinn sem gengur út á að finna hver þolmörk okkar eru út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum. Ég vildi búa til eitthvað sam- bærilegt fiskveiðistjórnunarkerfinu nema fyrir ferðaþjónustu – þó svo að ferðaþjónusta sé eðlisólík. Þetta eru manneskjur sem eru að heimsækja landið og það snertir á öllum helstu innviðum og fólkinu sem hér býr. En ég held að við eigum heilmikið inni, ekki síst úti á landi. Fall WOW var högg, en engin endalok heldur,“ útskýrir Þórdís. Sjálfsprottin byggðaaðgerð „Við eigum að vera óhrædd við að vera selektív á ferðamenn og mark- aði,“ segir hún. „Það þarf að stýra aðgengi að ferðamannastöðum, þannig dreifist ferðaþjónusta um landið og árstíðir. Það er stórmerki- legt að fara um landið og sjá það berum augum hverju ferðaþjónust- an hefur skilað. Blómlegri byggðir úti um allt land, meiri þjónusta, menning, veitingastaðir, afþreying. Þetta er sjálfsprottin byggðaaðgerð. Það skiptir máli að vel takist til. Okkur hefur tekist að dreifa ferða- mönnum yfir árið, en eigum mikið inni varðandi dreifingu um landið. Ég trúi því að þau svæði verði eftir- sóknarverðari með tímanum, en við þurfum að markaðssetja þau. Símar og samfélagsmiðlar breyttu „word of mouth“ þannig að í stað þess að einn vinur ferðamannsins heyri af frá- bæru ferðalagi til Íslands upplifa það svo miklu fleiri í beinni útsendingu,“ segir Þórdís og bætir við að það sé mikilvægt að elta ekki eftirspurn á öllum stöðum án þess að taka með- vitaða ákvörðun um hvaða staði við viljum byggja upp með innviðum. „Sumir staðir eru bara þannig og eiga að vera þannig áfram að þú byggir ekki upp. Hlutverk mitt er að skapa réttar aðstæður – passa að ríkið sé ekki fyrir. Kæfandi umsvif hins opinbera skila engu. Ferða- þjónustan er eitt besta dæmið um hverju einkaframtakið getur skilað. Ég hef mikla trú á ferðaþjónustunni. Þótt við þurfum að fara í ákveðnar aðgerðir til þess að takast á við næsta vetur, því það urðu vissulega svipt- ingar, þá bara förum við í það.“ Ekki endilega afsláttur Hún á ekki endilega við um afslátt af lendingargjöldum eða annað sem hefur verið rætt í samhengi við fall WOW. „Aðallega markaðssetningu á landinu. En það má ekki gleymast að við höfum verið í samfelldu mark- aðsátaki síðan 2010. Stundum er eins og fólki tali um Inspired by Iceland í þátíð en það er enn þá í gangi. Það er búið að vera svo gott sem á fullum afköstum frá því fór að gjósa.“ Var þetta Inspired by Iceland myndband endilega besta markaðs- setningin? Var það ekki einmitt gosið í Eyjafjallajökli sem setti okkur á kortið? Myndbandið hvatti til utan- vegaaksturs og þess að fólk baðaði sig í sjóðheitum hverum. Þórdís hlær. „Við höfum auðvitað lært mikið og erum farin að mark- aðssetja landið miklu meira í sam- hengi við náttúruvernd og ábyrga ferðahegðun. Við erum á réttri leið. Heimagistingarvaktin er dæmi um það,“ segir Þórdís og á þar við átaks- verkefni á vegum ráðuneytis hennar um ólöglega skammtímaleigu á borð við Airbnb. „Að ná tökum á nýjum veruleika. Það hefur skilað sér í því að ríkis- sjóður fær út úr þessu meira en það sem við lögðum í verkefnið. Og það réttir af samkeppnisstöðu fyrir- tækja í greininni sem eru að borga skatta og skyldur. Svo hefur það þau afleiddu áhrif að fleiri íbúðir eru að fara á sölu og í langtímaleigu.“ Edition er stórmál Þórdís hefur frá mörgu að segja þegar ferðaþjónustan er annars vegar. „Sjáðu bara hópinn sem er að byggja Edition-hótelið við Hörpu. SJÁÐU BARA HÓPINN SEM ER AÐ BYGGJA EDITION. ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ALLIR ÁTTI SIG Á ÞVÍ HVAÐ ÞETTA ER STÓRT. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -4 E 9 8 2 3 6 C -4 D 5 C 2 3 6 C -4 C 2 0 2 3 6 C -4 A E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.