Fréttablaðið - 13.07.2019, Side 18
Ég er ekki viss um að allir átti sig á
því hvað þetta er stórt. Það segir
mikið um hvers konar áfangastaður
við erum. Svona verkefni eru að
setja ferðaþjónustu upp á næsta
stig,“ segir Þórdís, en hönnuðurinn
Ian Schrager er maðurinn á bak við
Edit ion-hótelin. Schrager hef ur verið
kallaður „faðir boutique-hótelanna“
og „Steve Jobs hótelbransans“. Upp-
haflega öðlaðist hann frægð fyrir að
hafa stofnað næturklúbbinn marg-
rómaða Studio 54 í New York á átt-
unda áratug síðustu aldar.
Eiga ferðamálin hug þinn allan?
„Fyrst fór mestur tími í ferðamálin
og við höfum komið miklu til leiðar.
Ragnheiður Elín [Árnadóttir, fyrr-
verandi ráðherra ferðamála] setti
sumt af stað, sem við höfum með
tímanum og aukinni þekkingu sett í
fastari skorður. Ábyrgðin er skýrari.
Málaflokkarnir sem ég ber ábyrgð á
eru ótrúlega spennandi; nýsköpun-
armálin sem eru grundvöllur frekari
verðmætasköpunar og fara um allt.
Orkumálin sem eru í mikilli gerjun.“
Ekki hægt að beygja sig alltaf
Talandi um orkumál, það hefur
reynst þér og þínum flokki erfitt að
innleiða þriðja orkupakkann.
„Það er augljóst að það er deilt um
orkupakkann. Ég hef lagt mig fram
um að koma upplýsingum á fram-
færi. Ég hef átt hreinskiptin samtöl
við alls konar Sjálfstæðisfólk og
aðra um orkupakkann. Við höfum
lagt í mikla vinnu, breytt málinu og
brugðist við áhyggjum. Það að vera
stjórnmálamaður snýst ekki um
að hlusta á skoðanakannanir eða
beygja sig fyrir þeim eða þegar ein-
hver skrifar um mál með ákveðnum
hætti heldur að hlusta á sína sann-
færingu og klára mál, þó þau séu
erfið. Ég fór ekki í pólitík af því að
ég héldi að það væri auðvelt. Þriðji
orkupakkinn er hluti af öðru, stærra
samhengi. Hluti af því að standa vörð
um EES.“
En landsfundarályktun flokksins
sagði að flokkurinn hafnaði frekara
framsali á orkuauðlindum.
„Við erum með engu móti að
framselja auðlindir í innleiðingu
á orkupakkanum,“ segir Þórdís.
„Ég myndi aldrei styðja mál sem
fæli það í sér. Málið snýst um rétt-
indi neytenda og upplýsingaskyldu
orkufyrirtækja sem eru að mestu
opinber. Umræðan hefur að miklu
leyti snúist um sæstreng. Alveg óháð
þriðja orkupakkanum væri hægt að
leggja sæstreng. Það er jafn erfitt
að gera það núna og áður. En vegna
umræðunnar höfum við girt fyrir
það að hægt sé að leggja sæstreng
með ákvörðun eins ráðherra ein-
hvern tíma í framtíðinni. Nú er það
allt Alþingi sem þarf að samþykkja
slíka framkvæmd og opnað hefur
verið á þjóðaratkvæðagreiðslu um
framkvæmdina ef einhvern tímann
kæmi til þess að slík framkvæmd
kæmist á dagskrá. Því hún er ekki á
dagskrá þessarar ríkisstjórnar.“
Þórdís Kolbrún segir það nauð-
synlegt að regluverk EES þróist. „Við
hefðum ekki viljað að regluverkið á
fjarskiptamarkaði hefði staðið í stað
– hann er núna miklu ódýrari, neyt-
endur meðvitaðri um rétt sinn. Þetta
er það sem þarf að gerast í orku-
málum. Sjálfstæðisflokkurinn er á
móti ESB-aðild og þess þá heldur er
EES-samningurinn mikilvægur. Við
þurfum að vera með sterka hags-
munagæslu fyrir Íslands hönd í því
samstarfi. Það er það sem við erum
að auka í okkar tíð í utanríkisráðu-
neytinu. Það er ekki þannig að við
tökum allt beint af kúnni eins og
það kemur frá Evrópusambandinu
og innleiðum hér,“ útskýrir Þórdís.
Sviptivindar
Tölum aðeins um flokkinn. Það hefur
margt gengið á. Sigríður Andersen
víkur úr ráðherrastóli og þú tekur við.
Hvernig hefur það verið?
„Það kom upp staða sem þurfti að
bregðast við og ég var tilbúin. Ég tek
það verkefni alvarlega og hef gert
mitt besta til að vanda til verka.“
En þetta hlýtur að taka á, með alla
þessa málaflokka og svo mikil átök
innanf lokks? Hvernig sérðu fyrir
endann á þessum átökum? Er ekki
erfitt þegar svo virðist sem verið sé
að rífast um grundvallarplagg eins
og EES-samninginn?
„Ég er þeirrar skoðunar að EES-
samningurinn sé einn okkar mikil-
vægasti fjölþjóðasamningur. Það
var Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi
okkur inn í það samstarf undir for-
sæti Davíðs Oddsonar. Það var
heillaskref. Þingflokkur Sjálfstæðis-
f lokksins er þeirrar skoðunar að
EES-samningurinn sé mikilvægur.
Flokkurinn byggir mjög á alþjóða-
samstarfi. Það er svo alveg eðlilegt
að ræða stöðu samningsins og stöðu
okkar innan hans. Það er ekki bann-
að að ræða um EES, hvar á að stíga
niður fæti og hvernig hann þróast,“
segir Þórdís.
Tímarnir breytast
Hún segir engan flokk búa við jafn
öf luga og þétta grasrót og Sjálf-
stæðisflokkinn, en: „Það eru fleiri og
fleiri kjósendur sem skuldbinda sig
ekki ákveðnum flokki. Við þurfum
að hafa kjark til þess að tala við alla
kjósendur og ná eyrum almenn-
ings. Ég fór í pólitík til að hafa áhrif
á flokkinn til framtíðar, ekki til for-
tíðar. Það eru tugir þúsunda Íslend-
inga sem eru á kjörskrá í dag sem
voru það ekki árið 2005. Við verðum
að vera óhrædd við að fá nýtt fólk til
fylgis við okkur. Þá þarf maður að
tala skýrt,“ útskýrir Þórdís.
„Flokkurinn okkar er 90 ára gam-
all og verður til úr Íhaldsflokknum
og Frjálslynda f lokknum. Alla tíð
hafa þessir tveir armar unnið saman.
Það hefur verið farsælt í þessi 90 ár
enda hvort tveggja gott. Ég er að
hluta til íhaldssöm, þó að ég sé oft
staðsett í „frjálslynda armi“ flokks-
ins. Íhaldssemi er góð. Sjálfstæðis-
flokkurinn er breiðfylking og hefur
verið kjölfestan í íslenskum stjórn-
málum frá stofnun. Það er áskorun
fyrir flokkinn að nú séu átta flokkar
á þingi. Þegar Sjálfstæðisf lokkur
fór fyrst á þing voru þeir þrír. Pólit-
íkin hefur breyst undanfarin ár. Ég
ætla ekkert að gerast spámaður um
það hvernig þetta þróast en það er
búið að umbylta upplýsingagjöf
og hvernig fólk hefur samskipti og
kemur skoðunum sínum á framfæri.
Allir hafa rödd, fréttatímar hafa öðru
hlutverki að gegna en áður, blöðin,
samfélagsmiðlar, vefmiðlar. Það
kann að vera að einhverjum þyki
eftirsóknarvert að stofna nýjan flokk
sem oft er einhvers konar einnar
raddar flokkur og spreyta sig. Mér
finnst skipta máli að Sjálfstæðis-
f lokkurinn starfi áfram á sínum
forsendum en ekki forsendum smá-
flokka. Það þýðir að það verða skoð-
anaskipti innan f lokksins. Hörð
skoðanaskipti hafa alltaf verið hluti
af Sjálfstæðisflokknum, það hefur
verið styrkur hans,“ segir hún og
lýsir því hvernig hún gekk til liðs við
flokkinn.
Þykir vænt um flokkinn
„Ég fann mig í Sjálfstæðisflokknum
út frá stefnunni og grundvallar-
sjónarmiðunum. Mér þykir vænt um
flokkinn og um grasrótina, fólk sem
leggur á sig til að vinna flokknum
framgang og mæta á fundi og taka
að sér trúnaðarstörf. Mér þykir vænt
um stefnuna. Þetta snýst um jafn-
vægi milli íhaldssamra sjónarmiða
og þeirra frjálslyndu og að mínu viti
eiga sum svið að vera íhaldssöm og
önnur ekki. Réttindi fólks, hvað fólk
má heita, hvernig það skilgreinir sig
eða hvaða fólk það elskar, í mínum
huga á það að vera mjög frjálslynt.
Hlutverk stjórnmálamanna er ekki
að segja fólki hvert það er. Svo má
tala til dæmis um réttarríkið, sem
er í eðli sínu íhaldssamt kerfi og á að
vera það. Þannig að skoðanaskipti í
flokknum út frá einstaka málum eða
um forystuna eru ósköp eðlileg.
Finnurðu semsagt ekki fyrir neinu
kynslóðabili innan flokksins?
„Það eru svo mörg mál almennt
þar sem er hægt að lesa afstöðumun
eftir aldri, búsetu, stundum eftir
kyni og svo framvegis. Það þýðir
ekki að svarið sé að stofna enn einn
flokkinn sem tekur utan um þann
afstöðu mun,“ segir hún og segir sam-
félagið breytast hratt.
„Manneskjan er þannig gerð að
hún er almennt ekki tilbúin í miklar
breytingar á skömmum tíma. Ég á í
góðu samtali við eldri Sjálfstæðis-
menn eins og yngri. Það að ein-
stakir menn séu að skrifa greinar í
blöð með ákveðnum hætti, hefur
ekki meiri áhrif á mig en samtal við
ungan Sjálfstæðismann. Þetta snýst
um að hafa tilfinningu fyrir því
hvernig hjartað slær í flokknum og í
samfélaginu. Ég fer reglulega á fundi
hjá SES, Sambandi eldri sjálfstæðis-
manna, þar mæta hátt í 100 manns í
hverri viku. Þetta eru oft mjög dýna-
mískir fundir; fólk sem er algjörlega
með puttann á púlsinum, miklar
skoðanir og uppbyggilegt sjónar-
horn á hlutina. Oft manns helsta
stuðningsfólk.“
Formenn senda pillur
Hvað með Reykjavíkurbréfin? Ertu
orðin þreytt á þessum pillum?
„Það er auðvitað ný staða fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að vera með tvo
öfluga fyrrverandi formenn sem tala
í einstaka málum og reglulega gegn
eða að minnsta kosti með ólíkum
hætti um þau mál en forysta og þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins. Það er
bara staðan. En ég veit fyrir hvað ég
stend og ég vinn samkvæmt því. Það
hefur verið gott veganesti hingað til.
Á meðan ég hef umboð til þess að
vinna áfram þá geri ég það á grunni
þess sem ég trúi á. Með skýra sýn á
þá málaflokka sem ég ber ábyrgð
á, almennt í pólitík og sem varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins. Flokkur
sem ætlar að eiga 90 ára framtíð eins
og 90 ára sögu, forysta þess flokks
þarf líka að hafa hugrekki til þess
að standa á sínu og bera það á borð
hvert hún vill fara,“ segir Þórdís Kol-
brún.
„Auðvitað vil ég að fólki, sem er
í raun sammála grundvallarstefnu
flokksins, finnist það geta átt heima
í flokknum. Ég vona að í framtíðinni
muni fleiri sem hafa yfirgefið Sjálf-
stæðisflokkinn, í hvaða átt sem þeir
fóru, finni sig aftur í flokknum.“
Hún segist hvergi af baki dottin,
þrátt fyrir að gefi stundum á bátinn.
„Ég hef gert mitt besta til að vinna
vel þau verkefni sem ég hef fengið,
vandað mig og verið auðmjúk gagn-
vart þessum verkefnum en samt fylgt
minni sannfæringu og dómgreind.
Ég hef reynt að raða í kringum mig
góðu fólki sem vegur mig upp og oft
er mér ósammála. Ég veit fyrir hvað
ég stend og ég er óhrædd við það.”
ÞAÐ ER AUÐVITAÐ NÝ
STAÐA AÐ VERA
MEÐ TVO ÖFLUGA FYRR-
VERANDI FORMENN SEM
TALA Í EINSTAKA MÁLUM
GEGN FORYSTUNNI
Þórdís Kolbrún segir mikilvægt fyrir forystu flokksins að fá nýtt fólk til fylgis við sig. Hún fór í pólitík til að hafa áhrif á flokkinn til framtíðar, ekki fortíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
C
-6
2
5
8
2
3
6
C
-6
1
1
C
2
3
6
C
-5
F
E
0
2
3
6
C
-5
E
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K