Fréttablaðið - 13.07.2019, Síða 26
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Brynhildur Oddsdóttir, söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar, stofnaði
Beebee and the bluebirds árið
2010. Hún segir að nýja lagið sé
frábrugðið öðrum lögum sem
hljómsveitin hefur gefið út. Í
laginu spilar Eyþór Gunnarsson
úr Mezzoforte á hljómborð og
Hammond-orgel. Einar Scheving
var svo fenginn til að spila á slag-
verk. Lagið er að sögn Brynhildar
bæði poppað og rokkað á köf lum.
Brynhildur er með fallega og til-
finningaþrungna rödd sem fær að
njóta sín í margbreytilegum lögum
hljómsveitarinnar. Það er skemmti-
leg spennutilfinning í tónlistinni
sem brýst fram í gítarsólóum
og gítarriffum að hætti gamla
skólans. Hljómsveitarmeðlimir
fyrir utan Brynhildi eru Sara Mjöll
Magnúsdóttir hljómborðsleikari,
Brynjar Páll Björnsson bassaleikari
og Ásmundur Jóhannsson er á
trommum.
Túra í Svíþjóð
Brynhildur hefur verið í tónlistar-
námi frá barnsaldri. „Ég lærði á
fiðlu þegar ég var barn, síðan fór ég í
söngnám og út frá því byrjaði ég að
spila á gítar því mig vantaði undir-
spil. Ég hef líka stundað tónsmíða-
nám og söngnám í Listaháskóla
Íslands og gítarnám í FÍH.“ Sjálf
kennir hún gítarleik og tónfræði
meðfram því að koma fram og
semja fyrir hljómsveitina.
Plata frá hljómsveitinni er
væntanleg á þessu ári og verður það
þriðja platan sem hljómsveitin gefur
út. Hljómsveitin mun spila á ýmsum
stöðum á landinu í sumar. Til dæmis
munu Beebee and the bluebirds
koma fram á Eldi í Húnaþingi og
fara Vestfjarðatúr með hljóm-
sveitinni Bellstop í byrjun ágúst. Í
haust heldur hljómsveitin svo út til
Svíþjóðar í tónleikaferðalag.
Beebee and the bluebirds spilar
þá með tónlistarmanninum Erik
Hanson sem hefur áður komið til
Íslands og spilað á tvennum tón-
leikum með hljómsveitinni. Þar
fyrir utan verður Svíinn Andreas
Helkvist með í för en hann er
Hammond-orgelleikari. „Hann er
algjör Hammond-snillingur. Við
kynntumst þeim báðum í gegnum
íslenskan ljósmyndara sem býr
í Svíþjóð og ætlum að spila með
þeim á tónleikum úti.“
Bland í poka
Brynhildur, sem er aðallagahöf-
undur hljómsveitarinnar, segir
að það sé ekki hægt að einskorða
sveitina við eina tónlistarstefnu.
Í lögunum hefur alltaf verið
ákveðinn blúsblær, sum lög fara út
í blúsrokk en líka sálartónlist. „Ég
festi mig ekki við eina stefnu, tón-
listin sem ég hef verið að semja er
bland í poka.“
Þegar hljómsveitin var stofnuð
hélt Brynhildur sig fyrst og fremst
við sönginn áður en hún fór að taka
oftar í gítarinn. Á fyrstu plötunni
tóku aðrir gítarleikarar sólóin í
lögunum en Brynhildur segist í
dag búin að færa sig alfarið á það
svið. „Það er mikið af gítarsólóum
í lögunum okkar, sem er kannski
óvanalegt í tónlist í dag. Í flestum
lögunum erum við með einhver
gítarriff eða sóló sem ég spila.“
Hljómsveitin mun næst halda
tónleika á Bryggjunni Brugghúsi
á Granda á laugardaginn næsta,
ásamt blúsaranum Begga Smára.
Það verður eflaust brjáluð stemn-
ing eins og hljómsveitin hefur náð
að halda uppi hingað til.
Popp og rokk í Beebee
and the bluebirds
Brynhildur Oddsdóttir er aðallagahöfundur hljómsveitarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hljómsveitin var stofnuð árið 2010 og gefur út þriðju plötuna í ár. MYND/SPESSI
Sum lögin fara alla leið í blúsrokkið. MYND/PALLI KRISTMUNDSSON
Beebee and the
bluebirds gáfu
út nýtt lag um
daginn sem ber
titilinn Dance
with me.
HJÓLABLAÐ
Þriðjudaginn 23. júlí gefur Fréttablaðið út Hjólablað
Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi.
Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Nánari upplýsingar um blaðið veitir
Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
C
-6
C
3
8
2
3
6
C
-6
A
F
C
2
3
6
C
-6
9
C
0
2
3
6
C
-6
8
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K