Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 30
Rannveig Snorra-
dóttir farar-
stjóri skellti sér í
ævintýraför með
mömmu sinni og
vinkonu hennar.
Rannveig, móðir hennar, Birna Hauksdóttir, og vinkona hennar, Auður Yngvadóttir,
eru nýkomnar heim frá Tansaníu.
Þar eyddu þær nokkrum dögum
í að klífa hæsta fjall Afríku,
Kilimanjaro, en hæsti tindur
þess er tæpum 6.000 metrum yfir
sjávarmáli.
„Við mamma höfum alltaf verið
mjög afrískar í okkur. Við bjuggum
í Namibíu með fjölskyldunni og
keyrðum í gegnum alla Afríku árið
1996. Ég vinn sem fararstjóri í dag
og fer í ferðir með Íslendinga um
Namibíu,“ segir Rannveig.
Það var fyrir ári síðan sem
mæðgurnar fengu þá hugmynd að
klífa Kilimanjaro. „Besta vinkona
mömmu fór með okkur svo við
urðum á endanum þrjár. Ég verð
Hver einasti dagur er ný upplifun
Rannveig í um
það bil 4.300
metra hæð, ný-
komin yfir Barr-
anco-vegginn og
nálgast toppinn.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
að viðurkenna að við undirbjugg-
um okkur ekkert rosalega vel.
Við hentum okkur bara út í þetta
ævintýri,“ útskýrir Rannveig.
Ferðin var alls ekki auðveld og
segir Rannveig að hver dagur hafi
verið sigur út af fyrir sig. Sumir
dagar voru erfiðari en aðrir þar
sem við vorum að venja líkamann
við breytt loftslag. Því hærra
sem við komum því erfiðara
verður hvert skref. „Auður vin-
kona mömmu handleggsbrotnaði
vikuna fyrir ferðina en hún lét það
sko ekki stoppa sig! Hún fór þetta
bara með höndina í gifsi. Þá var
gott að hafa mig og mömmu með
til að renna upp úlpum, reima skó
og hjálpa við að pakka.”
Sjálf fékk Rannveig slæma
matar eitrun svo að fyrstu þrír
dagarnir af sjö voru sérlega erfiðir.
Þrátt fyrir þetta er Rannveig ánægð
með ferðina. „Aðstæður þarna
eru rosalega flottar. Við vorum
heppnar að fara rétt á undan
helsta ferðamannastraumnum svo
það var ekki troðið af fólki. Hver
einasti dagur var algjört ævintýri
því við völdum fallegustu leiðina
upp á toppinn. Það eru margar
leiðir til að fara þarna upp. Við
völdum klárlega ekki þá auð-
veldustu. Við byrjuðum á að labba
einn dag gegnum regnskóg. Svo
breyttist umhverfið eftir því sem
við komum hærra og það varð
kaldara með hverjum deginum. Af
því að Kilimanjaro er eldfjall þá
fór heill dagur í að ganga gegnum
hraun, á svæði sem kallast Lava
Tower. Þar eru alveg geggjaðir
hraunveggir, þetta minnti svolítið
á umhverfið á Íslandi. Þegar við
snerum niður aftur gengum við í
gegnum gjörólíkt svæði með trjám
og blómum sem líkjast engu sem
ég hef séð áður.“
Þurftum að klifra
á fjórum fótum
Rannveig segir að einn dagur í
ferðinni hafi staðið alveg sérstak-
lega upp úr. „Það er stór veggur
þarna, um 260 metra hár. Leið-
sögumennirnir bentu okkur á
hann og sögðu: Þetta er Barranco-
veggurinn frægi. Við störðum hver
á aðra og svo leiðsögumennina og
sögðum: Þið eruð ekki að fara að
láta okkur klifra þetta. Við fengum
alveg í magann þegar við sáum
veginn frá búðunum. En svo var
þetta bara hápunktur ferðarinnar.
Maður þarf svo mikið að klifra og
klöngrast og þetta var svo ævin-
týralegt. Við þurftum stundum
að klifra á fjórum fótum. Auður
komst upp vegginn handleggs-
brotin og mamma, með mestu
lofthræðslu sem ég hef kynnst,
tæklaði hann með stæl.“
Starfsfólk sá um að bera allan
farangurinn svo þær gátu einbeitt
sér alveg að göngunni. „Það er
magnað að sjá hvernig þau bera
hlutina. Ekki bara töskur heldur
öll tjöldin, svefnpoka, matartjald
og klósett. Þau voru að hlaupa
fram og til baka fram hjá manni
allan daginn og þegar við komum
í búðirnar í lok dags þá var bara
búið að setja allt upp fyrir okkur.
Svefntjöldin, matartjald og
klósett tjald.“
Þær komust því miður ekki alla
leið á toppinn en voru nálægt því.
„Gifsið hennar Auðar fraus og leið-
sögumennirnir ráðlögðu henni að
halda ekki áfram. Mamma fékk
í magann og þrátt fyrir að vilja
halda áfram gat hún það ekki. Ég
var svo óheppin að fá háfjallasýki
þegar ekki voru nema 200 metrar
eftir upp á toppinn. Ég byrjaði að
sjá ofsjónir og finna fyrir ógleði og
leiðsögumaðurinn skipaði mér að
hlaupa niður,“ segir Rannveig.
Þrátt fyrir þetta segir Rannveig
að hana langi að reyna aftur. „Það
eru ekki nema 60% þeirra sem
leggja af stað upp á Kilimanjaro
sem komast alla leið. Háfjalla-
sýkin getur slegið hvern sem er. En
ég verð að láta á það reyna að ná
toppnum og vona að háfjallasýkin
grípi mig ekki aftur.“
Af því að Kilimanj-
aro er eldfjall þá
fór heill dagur í að gtanga
í gegnum hraun. Það
minnti svolítið á Ísland.
Rannveig, Birna og Auður ánægðar að vera komnar niður fjallið.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Margir litir
Bolur
4.900 kr.
- stærð: 38 - 48
Hnébuxur
9.900 kr.
- stærð: 34 - 54
4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERÐIR
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
C
-7
B
0
8
2
3
6
C
-7
9
C
C
2
3
6
C
-7
8
9
0
2
3
6
C
-7
7
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K