Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 4
4 Bœjorblodid Það þykir sjálfsögð venja eða hefð hjá fjölmiðlum þegar nýtt ár hefur göngu sína að birta atburði liðins árs lesendum sínum til ánægju og upprifjunnar. í janúarblöðum síð- ustu tveggja ára hefur Bæjarblaðið verið með fréttaannál hvers árs. Munum við nú birta það helsta er fyrir augu bar á síðum Bæjarblaðs- ins og varðaði málefni Akraness fyrir árið 1982. Annállinn nær ekki yfir mánuðina júlí og ágúst en þá var Bæjarblaðið í sumarleyfi. JANÚAR Akraneskaupstaður átti 40 ára afmæli þann 26. janúar. í tilefni þess var haldin hátíðarsamkoma í Bíóhöllinni. Þar flutti Magnús Oddsson bæjarstjóri ávarp og Valdimar Indriðason forseti bæjar- stjórnar rakti sögu bæjarstórnar frá upphafi. Síðan lásu þau Bragi Þórðarson, Þorvaldur Þorvalds- son, Þorgils Stefánsson og Bjarn- fríður Leósdóttir frásagnir úr sögu Akraness og drógu fram svip- myndir frá hinum ýmsu tímum um menn og málefni. Kirkjukórinn söng og Lúðrasveit Akraness lék. Síðan var sýnd kvikmynd er tekinn var á Akranesi árið 1944 af dan- anum Soren Sorensen er sýndi líf fólksins í bænum eins og það var í þá daga. Skátar stóðu á sviðinu með íslenska fánann og Akranes- fánann og var hátíðarsamkoman hin veglegasta. Stjórnmálaflokkarnir á Akranesi gerðu með sér samkomulag um sameiginlegt prófkjör fyrir bæjar- stjórnarkosningar. Var þetta í fyrsta skipti á íslandi sem slíkt á sér stað. Prófkjörið fór fram dagana 30. og 31. jan. Leit helst út fyrir það um tíma að prófkjörið mundi mis- takast vegna áhugaleysis. En svo fór nú ekki sem betur fór því upp úr hádegi á seinni kjördeginum rætt- ist mjög vel úr, reyndar svo vel að ekki var hægt að loka kjörstað fyrr en hálftíma seinna en áætlað var, því iðnskólinn gamli bókstaflega fylltist af fólki á síðasta klukkutím- anum sem kjörstaður varopinn. At- kvæði flokkanna voru sem hér segir: Alþýðuflokkurinn 227 atkv. 18%, Framsóknarflokkur 353 atkv. 27,9%, Sjálfstæðisflokkur 548 atkv. 43,4% og Alþýðubandalag 135 atkv. 10,7%. Æviskrár Akurnesinga eru nú til- búnar til prentunar, þ.e.a.s. tvö fyrstu bindin. í þessum bindum eru allir þeir sem heita nöfnum er byrja á A til I og hafa átt heima á Akra- nesi frá 1930-1980. Umsjónar- maður með útgáfunni er Ari Gísla- son. Þrettándinn var haldinn hátíð- legur að venju hér á Skaga. Að þessu sinni stóð Æskulýðsnefnd fyrir álfabrennu á malarvellinum og var gengið í myndarlegri blysför að henni frá Arnardal. Mikill fjöldi tók þátt í göngunni og gamninu á vell- inum Þótti takast mjög vel og al- menn ánægja meðal þátttakenda. FEBRÚAR Stjórn verkamannabústaða bár- ust tilboð frá byggingaaðilum á Akranesi í verkamannabústaði sem fyrirhuguð er bygging á. Til- boð bárust frá eftirtöldum aðilum: Trésmiðja Guðmundar Magnús- sonar bauð til sölu 6 íbúðir í fjöl- býlishúsi. Byggingarfélagið Nes bauð til sölu 2 raðhús. Trésmiðjan Akur bauð til sölu 6 íbúðir í fjöl- býlishúsi. Tréhúsið bauð raðhús og Knútur Bjarnason bauð til sölu 1-2 raðhús. Stjórn verkamanna- bústaða samþykkti að senda þessi tilboð til húsnæðismálastjórnar. Á fundi heilbrigðisnefndar í febr- úar voru hundahaldsmálin til um- ræðu og kom þar fram að fjölmörg vandamál hafi komið upp í sam- bandi við hundahald í bænum. Á fundinum var varpað fram þeirri Úr líkamsræktarsalnum í íþróttahúsinu hugmynd hvort ekki væri rétt að bæjarbúar sjálfir ákvæðu það hvort hundahald skyldi leyft eða ekki. Akranes hefur eignast nýjan vinabæ. Bæjarstjórn Akraness samþykkti nýlega á fundi sínum að framkvæmdir og holræsafram- kvæmdir. Heildarafli Akranesbáta á vetr- arvertíðinni var orðinn 4.322 tonn þann 19.apríl. Þetta er talsvert meiri afli en á sama tíma í fyrra, en þá var heildaraflinn 3.860 tonn eða 462 tonnum minni en í ár á sama tíma. Afli netabáta var mjög góður fram að þorskveiðibanninu um páskana, en síðan þá hefur hann verið fremurtregur. Afli þesserenn athyglisverðari fyrir það að vertíðin í ár byrjaði óvenju seint eða ekki fyrr en að loknu verkfalli sjómanna upp úr miðjum janúar. MAÍ Hjá okkur Skagamönnum bar að sjálfsögðu hæst í maímánuði bæjarstjórnarkosningar er fram fóru 22. dag mánaðarins. Úrslit kosninganna hér urðu þær að öllum þeim tækjum sem best ger- ast í dag. Skipstjóri á hinu nýja skipi erOddurGíslason. Vetrarvertíð lauk 7. maí. Afla- hæsti Akranesbáturinn á vertíðinni var Haraldur Ak-10 með 667 tonn. Skipstjóri á Haraldi er Kristófer Bjarnason. Haraldur stundaði veiðar með línu fyrstu tvo mánuð- ina og hafði beitningavél um borð og var eini Akranesbáturinn með slíka vél. Það sem eftir var vertíðar var báturinn á netum. Afli einstakra báta á vertíðinni var sem hérsegir: Anna 467 tonn, Grótta 595 tonn, Haraldur 667 tonn, Rán 298 tonn, Rauðsey 426 yonn, Reynir 290 tonn, Sigurborg 547 tonn, Sigurfari 479 tonn, Skírnir 553 tonn, Sólfari 563 tonn. Samhliða bæjarstjórnarkosn- ingum var kosið um það hvort leyfa ætti opnun áfengisútsölu á Akra- nesi. Var það samþykkt af bæjar- Fréttaannáll -4 QQQ Bæjarblaðsins I Var um það rætt að þá mætti kjósa um hundahald samhliða bæjar- stjórnarkosningunum í vor. Eflaust á bæjarstjórnineftir að fjalla um þetta mál og ákveða hvort við fáum að kjósa um hundana samhliða því að velja okkur bæjarfulltrúa. Skemmtileg nýjung kom í bæinn fyrir trimmara og íþróttafólk er lík- amsræktarsalur var opnaður í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Lík- amsræktarsalurinn var fjármagn- aður af íþróttahúsinu sjálfu, Akra- nesbæ og einkaaðilum er sýndu máli þessu sérstakan áhuga. Ásókn í líkamsræktarsalinn hefur verið mjög mikil frá því að starfsemi MARS Ákveðið hefur verið að skrifstof- ur Akraneskaupstaðar muni flytjast í nýbyggingu Samvinnubankans og hafa til umráða alla aðra hæð byggingarinnar. Samningar náð- ust um þetta á milli bæjarstjórnar og Samvinnubankans og er leigu- tíminn frá 1. nóv. Er nú loks séð fyrir endann á húsnæðisvanda skrifstofunnar því gamla húsnæðið er eins og allir vita fyrir löngu úr sér gengið fyrir skrifstofuhald bæjar- ins. Hafa bæjarskrifstofurnar verið í gamla húsinu í 39 ár eða allt frá árinu 1943. Nú eru í gangi undirskriftarlistar þar sem skorað er á bæjarstjórn að láta fara fram atkvæðagreiðslu um opnun áfengisútsölu í bænum. Að- standendur listanna stefna að því að fá 25% allra kosningabærra manna til að skrá nöfn sín á listana en það er lámarksfjöldi sem þarf til þess að almenn kosning geti farið fram um málið. Stefnt er að því hjá þeim er að þessu standa að fá þennan fjölda sem fyrst svo unnt verði að láta fara fram atkvæða- greiðslu samhliða bæjarstjórnar- kosningunum 22. maí n.k. Æfingar eru hafnar á fyrsta verk- efni Skagaleikflokksins í ár sem verður „Leynimelur 13“ eftir Þrí- drang en það nafn samanstendur af þeim Haraldi Á Sigurðssyni, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Leikstjóri er Guðrún Al- freðsdóttir. Tvö stærstu hlutverkin í leikritinu munu verða í höndum þeirra Guðjóns Kristjánssonar og Jóns Páls Björnssonar. taka upp vinabæjatengsl við Qaqortoq á Grænlandi, áður Julianehab. Qaqortoq er stærsti bærinn á suður Grænlandi. Þar eru meðal annars ýmsir skólar og þjónustustofnanir fyrir suður Grænland. f bænum búa 3000 íbúar. Nú líður senn að því að vatns- hreinsitæki þau eru keypt voru til að hreinsa neysluvatnið okkar úr Berjadalsánni verði tekin í notkun. Undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu þeirra í nýju húsi er reist hefur verið skammt frá golf- vellinum. Vonast er til að vatns- hreinsitækin verði tekin í notkun um mánaðarmótin mars-apríl. APRÍL Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar var lögð fram. Niðurstöður á teknahlið voru 49.100.000,- Stærstu tekjuliðir voru útsvars- og aðstöðugjöld 34.300.000.- Áætlað er að rekstur bæjarins og stofnana hans nemi um 31.822.000.- Fram- kvæmdir bæjarins á árinu 1982 eru áætlaðar 187.845.000.- Á fundi bæjarstjórnar þann 20. þessa mánaðar var samþykkt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um hvort opna skuli áfengisútsölu á Akranesi. Kosningin munfarafram samhliða bæjarstjórnarkosningum þann 22. maí n.k. Á undirskriftar- listanum sem bæjarstjórn barst voru nöfn 1109 kjósenda á Akra- nesi en það er rúmlega þriðjungur kosningabærra manna hér í bæ. Helgina 17. og 18. apríl var haldið í íþróttahúsinu hér á Akra- nesi íslandmsót fatlaðra íþrótta- manna. Mikill fjöldi íþróttamanna var á mótinu og þótti það takast mjög vel. Það er ánægjulegt að við Skagamenn skulum geta boðið upp á aðstöðu til slíks móthalds, en á síðasta ári voru gerðar breytingar á íþróttahúsinu til að auðvelda fötl- uðum aðgang að því. íþrótta- bandalag Akraness á þakkir skyldar fyrir að gera mótshaldið mögulegt hér á Akranesi. Framkvæmdaáætlun Akranes- kaupstaðar fyrir árið 1982 var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar nýlega með 9 samhljóða atkvæðum. Helstu liðir í áætluninni eru gatna- Framsóknarflokkur vann mest á, hlaut 857 atkvæði og þrjá fulltrúa kjörna en þeir voru Jón Sveinsson, Ingibjörg Pálmadóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Sjálfstæðisflokkur kom næst því að bæta við sig, hlaut nú 1110 atkv. og fjóra fulltrúa kjörna en þeir voru Valdimar Ind- riðason, Guðjón Guðmundsson, Hörður Pálsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag töpuðu báðir og hlaut Alþýðuflokkur nú 397 atkv. og búum að leyfa slíka opnun. Voru um það bil 200 fleiri sem greiddu útsölunni atkvæði en voru á móti. JÚNÍ Föstudaginn 4. júní átti Sjúkra- hús Akraness 30ára starfsafmæli, en þann dag voru 30 ár liðin síðan fyrstu sjúklingarnir voru lagðir inn á sjúkrahúsið. Þessara tímamóta minntist sjúkrahúsið á margvís- legan hátt m.a. með sýningu í Sjúkrahús Akraness varð 40 ára s.l. júní Alþýðubandalag 402 atkv og sinn fulltrúann hvor, Guðmundur Vé- steinsson fyrir Alþýðuflokkinn og Engilbert Guðmundsson fyrir Al- þýðubandalagið. Sjálfstæðisflokk- ur, Alþýðuflokkurog Alþýðubanda- lag mynduðu síðan meirihlutasam- starf eins og það var reyndar fyrir kosningar. Á hátíðisdegi verkalýðsins 1 maí s.l kom ný og sérstaklega ánægju- leg viðbót við atvinnutæki okkar Skagamanna til landsins. Skipa- skagi AK-102 lagðist þá við bryggju í heimahöfn sinni í fyrsta sinn. Eigandi þess nýja skips er hraðfrystihúsið Heimaskagi hf.en það fyrirtæki hefur undanfarið ár barist fyrir því að fá keyptan togara til að tryggja hráefnisöflun. Skipa- skagi er 299 brúttólestir að stærð og er byggður árið 1974 í Englandi. En áður en skipið kom hingað voru gerðar breytingar á vistaverum áhafnar auk þess sem það var búið myndum og rituðu máli er nefndist „Sjúkrahús Akraness í 30 ár“ í samantekt Þorkels Kristinssonar. Einnig bauð sjúkrahúsið starfsfólki sínu til kaffiveitinga í Hótel Akra- nes, auk heiðursgesta er voru heiðraðir fyrir vel unnin störf fyrir sjúkrahúsið. Að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní, renndi í höfn hér á Akra- nesi einn glæsilegasti farkostur er komið hefur til hafnar hér á Akra- nesi. Hér var komin hin nýja Akra- borg er keypt var hingað frá Kan- aríeyjum til að leisa þá gömlu af hólmi. Áhugi Skagamanna að skoða hið nýja skip sem allra fyrst var slíkur að talið var að um 3000 manns hafi lagt leið sína niður á bryggju fyrsta daginn og varð að kalla til lögreglu til að standa við landgöngubrúna til að hleypa fólki inn og út í hæfilegum skömmtum. Nýr tæknibúnaður kom í okkar ástsælu Bíóhöll er gerir það að

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.