Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 8
Nýja Akraborgin reynist
vel í suð-vestanáttinni
Allt óvíst enn með sölu á þeirri gömlu
„Nýja Akraborgin hefur reynst
vel og hún hefur siglt hér milli
Akraness og Reykjavíkur við mun
verri veðursskilyrði en fyrri skip
höfðu gert á þessari leið“, sagði
Helgi Ibsen framkvæmdastjóri
Skallagríms hf. er Bæjarblaðið
spurðist fyrir um reynsluna af
þessu nýja skipi fyrsta veturinn
sem það siglir hér.
Helgi sagði jafnframt að skipið
færi vel í vestan- og suðvestan átt
sem er versta vindáttin á þessari
siglingaleið. Hins vegar hefðu
komið upp erfiðleikar í höfnum í
vetur vegna hvassviðris og þá sér-
staklega skömmu fyrir jól en þá var
hliðarskrúfa skipsins biluð. Hann
sagði að þrengslin væru mikil í
höfnunum, sérstaklega hér á Akra-
nesi og því erfitt að athafna sig í
hvassviðri. í þeim tilfellum væri það
sipstjórnarmanna að meta hvort
lagt yrði í hann eða ekki og menn
hugsuðu þá gjarnan til lengri tíma
en einnar ferðar og tæku egna tví-
sýna áhættu í þeim efnum.
Við spurðum Helga um hvort útlit
væri fyrir sölu á gömlu Akraborg-
inni sem nú liggur bundin við
Akraborgarbryggjuna. — Hann
sagði að ekkert væri Ijóst í þeim
málum enn. T alsvert hefði verið um
fyrirspurnir en hann vonaðist til að
þau mál skýrðust kannski í lok
næsta mánaðar.
Pœjorblotfid
25. janúar 1983 Verð kr. 14,-
Haraldur Böðvarsson
langhæstur Skagatogara
Afli togara í heild tæp 15.000 tonn
á liðnu ári
Heildarafli sem landað var hér á
Akranesi á liðnu ári var samtals
23.422 tonn. Þessi heildarafli skipt-
ist þannig að togarar lönduðu
14.780 tonnum og bátar lönduðu
hér 7.106 tonnum. Þá varogland-
að hér 1.536 tonnum af síld.
Afli einstakra togara á liðnu ári
var sem hér segir: tonn
Bjarni Ólafsson 974
Haraldur Böðvarsson 4.966
Krossvík 3.642
Sigurborg 76.400 -
Sigurfari 40.310 -
Sólfari 66.250 -
Gæftaleysi hamlaði veiðum í
byrjun ársins. Flestir bátanna róa
með tvöfaldan gang, þ.e. 80 bjóð í
stað 40 bjóða áður og landa því
ekki nema annan hvern dag. Einn
bátur, Haraldur, ermeð beitningar-
vél um borð og landar því enn
sjaldnar en aðrir bátar. Þá er
Rauðsey nýbyrjuð á útilegu með
línu.
Þetta er að vísu ekki togaraf lotinn. En þama hvíla trillurnar lúin bein
í uppfyllingunni við Faxabraut. — Ljósm.: Ámi S.
Óskar Magnússon 3.389
Skipaskagi 1.801
Bjarni Ólafsson landaði tvisvar
erlendis í lok ársins, síðasta löndun
hans hér á landi var í október.
Skipaskagi kom nýr til landsins 1.
maí ásl. ári en hinirtogararnirvoru
að veiðum allt árið. Við látum bíða
með að birta aflatölur togaranna
það sem af er þessu ári en komum
með þær í næsta blaði.
Akranesbátar hafa nú flestir haf-
ið veiðar. Sjö bátar byrjuðu að róa
með línu en einn þeirra, Reynir
hefur nú þegar skipt yfir á þorska-
net. Anna er einnig á þorskanetum.
Afli bátanna frá áramótum og fram
til 22. janúar sl. er sem hér segir:
Anna 7.000 Kg.
Grótta 45.140 -
Haraldur 67.165 -
Reynir 18.640 -
r
Úrslit í
Fyrir jólin var efnt til umferðar-
getraunar meðal skólabama
undir yfirskriftinni: í góðu skapi í
jólaumferðinni.
Samtals bárust 533 lausnir
(réttar431, rangar102)
Frá Brekkubæjarskóla
388 - 325 - 63
Frá Grundaskóla 145 - 106 -
39
Verðlaun til vinningshafa gáfu
Akranesbær og Sjóvá.
Guðmundur Björnsson fulltrúi
bæjarfógeta dró út réttar lausnir,
sem urðu þessar.
6ára.
Guðrún Högnadóttir, Suðurgötu
26. Guðmundur Valgeirsson,
Vallholti 13.
7 ára. Arnheiður, Garðabraut 24.
Óskar Már Óskarsson, Suður-
götu 78. Valdís Kvaran, Grundar-
túni 12. Ólafur Karvelsson,
Grenigrund 33.
8ára.
Kári Steinn Reynisson, Brekku-
braut 11. Valdimar Guðmunds-
getraun skólabarna 1982
son, Grenigrund 4. Kristjana
Jónsdóttir, Jörundarholti 46.
Magnea Sólmundardóttir, Há-
holti 35.
9ára.
Bjarni Valsson, Preshúsabraut
33. Símon Hreinsson, Höfða-
braut 14. Kristrún Dögg, Eini-
grund 18. Unnur María Sólmund-
ardóttir, Háholti 35.
10ára.
Hallgrímur B. Valdimarsson, Há-
teig 10. Hrannar Örn Hauksson,
Esjuvöllum 27. Sigríður Indriða-
dóttir, Furugrund 46. Sólbjörg
Hlöðversdóttir, Akurgerði 13.
11 ára.
Agnar Kjartansson, Vogabraut
58. Sylvía Rós Helgadóttir, Kirkj-
ubraut 30.
12ára.
Anna Guðnadóttir, Stillholti 15.
Guðmundur F. Guðjónsson,
Suðurgötu 37.
Lögreglan vill þakka öllum
þeim er þátt tóku í getrauninni (
GÓÐU SKAPI (JÓLAUMFERÐ-
INN11982 með ósk um slysalaust
árið 1983.
Hallgrímur B. Valdlmarsson
A aðfangadag fór Pétur Jó-
hannesson lögregluþjónn ásamt
Árna S. Árnasyni Ijósmyndara
Unnur María Sólmundardóttir
með vinninga til vinningshafa og
voru meðfylgjandi myndir teknar
þá.
Bjami Valsson