Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 7
BaJtrUsdid
7
Norræna félagið og bæjarstjórn Akraness:
Ritgerðasamkeppni
meðal ungs fólks
Norræna félagiö og bæjarstjórn
Akraness efna um þessar mundir
til ritgerðasamkeppni meöal ungs
fólks 16-18 ára um vinabæjar-
hreyfinguna.
Samkeppni þessi var auglýst í
anddyri Fjölbrautaskólans enda
má ætla, að flestir þeir sem til
greina koma séu þar við nám. Þó er
rétt að ítreka það, að öllum ungl-
ingum 16-18 ára, sem lögheimili
eiga á Akranesi er heimil þátttaka.
Ritgerðir þessar eiga að fjalla
um vinabæjahreyfinguna, fam-
kvæmd hennar og möguleika, en
ekki síst, hvernig skrifarinn sjálfur
hugsar sér að nýta möguleika
hennar. Vinabæjahreyfingin er sí-
fellt að þróast og það fer auðvitað
eftir áhuga og fjárhagsgetu hvað
hægt er að gera innan ramma
hennar.
Vinabæjahreyfingin hefur
breiðst mjög út eftir síðari heims-
styrjöldina, og nú munu flestar
byggðir á Norðurlöndunum standa
í einhverjum vinabæjatengslum.
Það hefur reynst erfiðast að útvega
öllum sænskum bæjum vinabæi,
því að þeir eru langflestir og það er
varla nóg af byggðum í hinum
Norðurlöndunum til að fullnægja
þörfum þeirra.
Áhuginn fyrir þessari hreyfingu
hefur vaxið jafnt og þétt og íslenskir
bæir taka æ meiri þátt í þessu
starfi. Akranes hóf þátttöku í vina-
bæjahring árið 1951, og hefur
áhugi fyrir þessu starfi sífellt verið
að aukast. Á síðasta ári eignaðist
Akranes auk þess vinabæ í Græn-
landi.
Verðlaun fyrir bestu ritgerðina,
telji dómnefnd hana hæfa, verður
ókeypis ferð til einhvers af vina-
bæjum okkar og vikudvöl þar á
heimili. Verður að sjálfsögðu reynt
að finna heimili þar sem jafnaldri
verðlaunahafa verður til húsa, svo
að hann geti veitt honum félags-
skap meðan á dvölinni stendur.
Er þess að vænta að þátttaka
verði góð í þessari samkeppni, því
að hvort tveggja er að verkefnið er
áhugavert, og til nokkurs er að
vinna.
Ritgerðum vélrituðum ber að
skila til formanns Norræna félags-
ins, Þorvaldar Þorvaldssonar
kennara fyrir 15. febrúar nk.
Þorvaldur Þorvaldsson.
Akraneskaupstaður
Óskilamunir
Töluvert magn óskilamuna er í íþróttahúsinu.
Vinsamlegast gætið að eigum ykkar.
Foreldrar, íþróttaiðkendur kannið hvort þið
eigið eitthvað af eignum í íþróttahúsinu.
Líkamsræktar-
salurinn
Athugið að líkamsræktarsalurinn er opinn
alladaga.
Kynnið ykkur opnunartíma.
íþróttahúsið
Akraneskaupstaður
Akurnesingar
athugið
Fyrri gjalddagi fasteignagjalda
var 15. janúarsl.
Fasteignagjaldskrá liggur frammi
á bæjarskrifstofunni, Kirkjubraut
28.
Vinsamlgast gerið skil.
Innheimta Akraneskaupstaðar
Opnum í febrúar - mars
— segir Jón Kjartansson, forstjóri Á.T.V.R.
Eins og marg oft hefur komið
fram í Bæjarblaðinu, mun Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins opna úti-
bú á Akranesi innan skamms.
,,Ríkið“ hefur nú tekið á leigu hús-
næði í eigu Jóns Björgvinssonar,
en í því húsi var áður bílaverk-
stæðið Vísirtil húsa.
Bæjarblaðið hafði samband við
Jón Kjartansson, forstjóra ÁTVR,
og spurðist nánar fyrir um þessi
mál.
,,Já, við erum búnir að taka
þarna á leigu hús að Þjóðbraut 11.
Það er nú þegar byrjað að vinna við
innréttingar á verslun þarna. Það
verður stúkuð af búð í þessu stóra
húsi, þá reikna ég með að við látum
mála húsið, en hvort eitthvað meira
verður gert, veit ég ekki enn, nema
þá að moka snjó frá húsinu."
Hvenær er þá ráðgert að opna?
,,Við ráðgerum að opna þarna í
lok febrúar eða byrjun mars. Við
erum búnir að auglýsa eftir útibús-
stjóra en umsóknarfrestur er enn
ekki útrunninn og eins og ég sagði
við stefnum á að opna í febrúar -
mars".
Það styttist því óðum í það að
Skagamenn geti farið að kaupa
dropann dýra á heimaslóðum.
Vélaleiga
Birgis Hannessonar
Leigjum út:
Traktorsgröfur - Loftpressur
Traktora - Steypusög -
Vörubíla - Trailerbíla.
Efnissala o.fl.
Til sölu
Jörundarholt
Botnplata fyrir 200
ferm. einbýlishús
ásamt uppsteyptum
kjallara og bílskúr.
Stórendalóð. Fallegt
útsýni.
Upplýsingar í síma
2179 eftir kl. 20.
-