Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 1
Húsnæðisskortur grunnskólanna Foreldrafélag Brekkubæjar- skóla sendir áskorun Húsgögnin í Brekkubæjarskóla eru komin til ára sinna en fjármagn skortir til endurnýjunar. — Mynd: Árni Eins og skýrt var frá í síðasta . Vonandi er að fjárveitingvaldið Bæjarblaði, þáerkennslaverulega skelli ekki skollaeyrum við þessari skert í Brekkubæjarskóla vegna áskorun því börn á Akranesi hljóta húsnæðisskorts. Skólamenn hér á að eiga kröfu á sambærilegri Akranesi og foreldrar barna í menntun og önnur börn landsins. Brekkubæjarskóla vinna nú að því Húsnæðisskorturinn hefur einnig af fullum krafti að reyna að opna leitt það af sér að erfiðlega hefur augu ráðamanna fyrir þessu gengið að ráða kennara með full vandamáli. réttindi til skólans, þar sem þeir Um þessar mundir er Foreldra- telja vinnuaðstöðuna ekki boðlega. félag Brekkubæjarskóla að senda Má það reyndar furðu sæta hvað fjárveitinganefnd Alþingis áskorun okkar ágætu kennarar hafa verið um að veita nú þegar fjármagni til þolinmóðir á liðnum árum en hús- skólans svo að þetta gífurlega næðisskorturinn hefur sett þeim húsnæðisvandamál megi leysa. miklar skorður í kennslu. Hættulegur leikur Fyrsti snjór vetrarins féll hér á Skaga um síðustu helgi. — Vetrarveður bjóða oft hættunni heim, eins og þessi mynd Áma ber meðsér Auglýsingasímar Bæjarblaösins eru: 1919—2774 Skagaleikflokkurinn: Sýnir „Eðlisfræðingana“ Kjartan Ragnarsson leikstýrir Svipmynd úr leikritinu Skagaleikflokkurinn frumsýndi 4. nóvember leikritið „Eðlisfræð- ingarnir“ eftir Friedrich Durrenn- matt (í þýðingu Halldórs Stefáns- sonar). Leikstjórinn, Kjartan Ragnarsson er landsmönnum kunnur sem frábær leikstjóri og leikritahöfundur. Þetta er í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá áhugafélagi og var það mikill fengur fyrir Skagleikflokkinn að fá hann til liðs við sig. Eitt af því sem Kjartan kom til leiðar varstækkun á sviði Bíóhallarinnar, sem gerir leikhúsið mun betra til leiksýninga. Félagar í Skagaleikflokknum sáu um þá framkvæmd. Æfingar á verkinu stóðu yfir í 7 vikur og lögðu félagar Skagaleik- flokksins ásamt leikstjóra nótt við dag til að koma því á fjalirnar. Sýningin er mjög viðamikil, sér- staklega hvað leikmynd snertir. Einnig eru Ijós og hljóð mikið notuð til þess að gera sýninguna sem áhrifamesta. Eðlisfræðingarnir er meðal kunnari verka Durrennmatts. Það var fyrst sýnt hér á landi 1963 í Iðnó. Það á þó ekki síður erindi til okkar í dag. Leikritið er spennandi og skemmtilegt sakamálaleikrit með alvarlegum undirtón. Friedrich Dúrrennmatt er einmitt frægur fyrir sakamálasögur sínar. Þær hafa t.d. verið lesefni í mennta- og fjöl- brautaskólum landsins (d. „Der Richter und sein Henker"). Meðal annarra leikrita Durrennmatts má nefna „Sú gamla kemur í heim- sókn.“ Leikritið er nútímaleikrit og gerist á geðveikrahæli í Sviss. Þar dveljast 3 eðlisfræðingar. Á hælinu gerast ýmsir dularfullir atburðir sem ekki verða þó raktir hér. Skagaleikflokkurinn hefur ætíð verið metnaðargjarn í starfi sínu og stefnt að því að hafa verkefnavalið sem fjölbreyttast. Starf við verkefni sem „Eðlisfræðingarnir" er mjög þroskandi og lærdómsríkt og gefur öllum sem að því standa mikið i aðra hönd. Frumsýningu á Eðlisfræðingun- um var mjög vel tekið af leikhús- gestum og fögnuðu þeir leikurum og leikstjóra. Næstu sýningar verða í Bíóhöll- inni á Akranesi föstudagskvöldið 11. nóv. kl. 20:30 og laugardaginn 12. nóv. kl. 15:00. G.R.&H.B.J.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.