Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 5
5
BaJorblotfid
Sölumöguleikar og verðsaman-
burður.
í síðustu tveimur Bæjarblöðum
hafa birst greinar um Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar.
í 11. tbl. setur Jóhann G. Land-
mark fram hugmyndir um frekari
sölu á heitu vatni. Sú grein ergóðra
gjalda verð, enda skrifuð með
opnum huga. Verður nánar vikið
að ýmsum atriðum hennar hér á
eftir.
í ómerktri frétt blaðsins 27. októ-
ber um orkuverð er hins vegar farið
með rangt mál. Vonandi er þetta
ekki gert vísvitandi, en fullyrðing
blaðsins um að alls staðar sé mið-
að við 80° heitt vatn, þó svo sé alls
ekki, bendir að minnsta kosti til
mjög óvandaðra vinnubragða.
„Molar eru líka brauð.“
Stjórnendur hitaveitunnar hafa
vissulega gert sér grein fyrir því að
nauðsynlegt sé að auka sölu heits
vatns. Miklar umræður hafa farið
fram og ýmsir möguleikar kannað-
ir. Til að tryggja stöðugt hitastig á
Akranesi er rennsli til bæjarins að
jafnaði 85-90 l/sek eða 7300-7800
m3/sólarhr. Rennslið er aukið ef
vatnið kólnar. Sumarnotkun er 45-
55 l/sek en vetrarnotkun 80-85 I/
sek. Þá renna að vetrarlagi 40-60
l/sek ónotaðir úr Deildartunguhver
í Reykjadalsá. Það er því til nóg
vatn, sérstaklega yfir sumartím-
ann. Það hefur verið mikið rætt um
að koma þessu vatni í verð. Þar
hefur einnig verið rætt um sölu á
lægra verði en gjaldskráin segir til
um. Um tíma var graskögglaverk-
smiðja mikið til umræðu, en það
mál virðist hafa lagst í dvala um
sinn. Eina umtalsverða salan á
lægra verði er til súgþurrkunar á
sumrin. Sumarsölu til annarra nota
yrði öruggleg tekið mjög vel. Það
hefur hins vegar staðið í stjóminni
að vera með misháa gjaldskrá til
sambærilegra nota. Það er erfitt að
selja einu fyrirtæki vatn á fullri
gjaldskrá, en öðru við hliðina á
hálfu eða engu gjaldi, eins og
J.G.L. stakk upp á. Þessi möguleiki
er þó í stöðugri athugun og vel má
vera, að hægt verði að leysa þetta
vandamál, þegar og ef einhverjir
kaupendur bjóðast.
Það er því miður rétt, sem J.G.L.
bendir á, að stór fyrirtæki í bænum
hafa ekki tengst hitaveitunni.
Vandinn mun hins vegar frekar
vera sá, að hitakerfi fyrirtækjanna
hafa ekki hentað fyrir hitaveitu en
að verðið hafi staðið í veginum.
Viðræður hafa farið fram við
stærsta fyrirtækið og standa vonir
til, að þess verði ekki langt að bíða
að breyting verði hér á.
„Stærsti molinn" liggur þó ekki
í fyrirtækjunum, heldur þeim mikla
fjölda húsa, sem enn hafa ekki
tengst hitaveitunni. Samkvæmt ný-
legri samantekt hitaveitunnar eru
173 hús á Akranesi, sem ekki hafa
tengst hitaveitunni og 63 hús til
viðbótar eru einungis með neyslu-
vatn. Ef öll þessi hús tækju vatn til
upphitunar, þýddi það um 8,5%
aukningu á vatnssölu. Það er því
mikið hagsmunamál fyrir hitaveit-
una og þar með notendur, að sem
flest þessara húsa tengist veitunni
sem fyrst. Rædd hafa verið ýmis
ráð til að auðvelda þessum aðilum
að breyta yfir í hitaveitu. Á næst-
unni verður þeim sent bréf, þar
sem þær hugmyndir verða kynntar
nánar.
J.G.L. ræðir nokkuð um vatn í
„heita potta“, sundlaugar og
heimagróðurhús. Við þessa upp-
talningu mætti bæta snjóbræðslu-
kerfum. Það varð fljótlega Ijóst, eftir
að hitaveitan tók til starfa, að
margir ætluðu að gera stóra hluti
með afrennslisvatninu. Jafnvel þó
þeir sömu keyptu lágmarks-
skammt af vatni. Vatnsskorturinn
kom þá ekki í Ijós fyrr en búið var að
byggja gróðurhús eða „pott“, oft
hvort tveggja. Það var þá ákveðið
að gefa þessum aðilum kost á að
kaupa vatn sérstaklega um rennsl-
ismæli til að skerpa á hitanum. Ekki
var talin ástæða til að búa til sér-
stakan gjaldskrárlið fyrir þetta, þar
sem talið var að um mjög litla notk-
un væri að ræða í flestum tilvikum.
Samanburðarfræði
Ritstjórar Bæjarblaðsins sætta
sig ekki við minna en íslandsmet,
þó í verðlagningu sé. Þeir hefðu átt
að gæta að sér. Það er ekki alveg
sjálfgefið hvernig meta á upphit-
AKRANESKAUPSTAÐUR
íbúð í
verkamannabústað
Til sölu er 3. herb. íbúð
í Verkamannabústað.
Umsóknum skal skilað á
bæjarskrifstofuna á eyðublöðum er þar
fást, fyrir 1. desember 1983.
Stjórn Verkamannabústaða
unarkostnað með misheitu vatni
eða mismunandi orkugjöfum.
í allítarlegri athugun hitaveit-
unnar fyrir skömmu, kom í Ijós, að
Borgamesingar kaupa talsvert
meira vatn í sambærileg hús en
Akurnesingar. Eru þeir þá með
dýrari hitaveitu en Akurnesingar?
Hitunarkostnaður 400 m3 húss
12,71 l/m3 á ári eða 5084 l/ári fyrir
400 m3. Þetta er heldur lægra en
reiknitölur Orkustofnunar og Iðn-
aðarráðuneytisins, en þarermiðað
við 13-13,5 l/m3 á ári. Til viðhalds
og rafmagnskostnaðar á olíukynd-
ingu eru ætlaðar 2000 kr/ári. Olíu-
styrkir, sem verið er að greiða
núna, eru 910 kr/ársfjórðung pr.
(frekar lítið einbýlishús) er áætlað- mann. Reiknað er með að 4 íbúar
ur þessi: séu í 400 m3 húsi.
Fyrirtæki Gjaldskrá Fastagjald Vatnshiti Áætl. magn Kostn. á ári
HAB 1030kr/m.l. 80”C* 2,25 27.810
Hitaveita Reykjavíkur 12kr/m3 1296 80°C 720 9.936.
Hitaveita Seltjamamess 250kr/m.l. 715,20 83°C 2,70 8.815,20
Hitaveita Bessastaða 20,20 kr/m3 1248 60°C 1210 25.690.
Orkubú Vestfjarða 0,62 kr/kwh +9,62pkr/m3 32.800 kwh 720 m3 27.262.
— óniðurgreidd /kwh +9,62 kr/m3 32.800 kwh 720 m3 42.350.
Hitaveita Sauðárkróks 170 kr/m3 1116 66°C 4,0 9.276.
Hitaveita Sigulfjarðar 890 kr/m.l. 60-80°C 2,9 30.972.
Hitaveita Akureyrar 1000kr/m.l. 80°C 2,25 27.000.
Hitaveita Egilsstaða 629 kr/m.l. 50°C 5,0 37.740.
Hitaveita Suðumesja 589 kr/m.l. 1288,80 80°C 2,5 18.958,80
Hitaveita Eyra 28,2 kr/m3 2376 60°C 1210 36.498.
Hitaveita Rangæinga 772 kr/m.l. 1584 60-70°C 4,0 38.640.
* viðmiðunarst. samkv. gjaldskrá.
Miðað við olíu sparar hitaveitan
notendum 52.000.000 kr. á ári.
Samkvæmt þessu er hitaveitan
þrátt fyrir allt ódýrasti kosturinn. Við
höfum ekki lokið samanburðinum,
því eftir er að bera saman gæði
þess sem keypt er. Ég leyfi mér að
fullyrða, að mun betri og jafnari hiti
sé í þeim húsum, sem hituð er með
hitaveitu en í rafhituðum eða olíu-
kynntum húsum. Fjárfesting í hita-
veitu er því ekki einungis spuming
um hitun, heldur einnig um þæg-
indi. Það verður líka að hafa það
hugfast, að með tímanum eign-
umst við þetta fyrirtæki. Þeir pen-
ingar, sem greiddir eru fyrir hita-
veituna hverfa okkur því ekki á
sama hátt og olíupeningarnir. Við
njótum góðs af þeim seinna, en
nokkra biðlund þurfum við að hafa.
Ég vona að þessar línur skýri
málin eitthvað.
Starfsmenn og stjóm hitaveit-
Eins og sést á þessari töflu, sem
ekki ertæmandi, vantarokkurtölu-
vert upp á íslandsmetið. Ég hef hér
notað raunverulegar tölur um sölu,
þar sem ég hef þekkt þær, annars
stuðst við reiknistuðla Orkustofn-
unar.
Er hitaveitan dýr?
Sjálfsagt svara flestir þessu ját-
andi. Þegar metið er verð á vöru,
bera menn saman verð og gæði
sambærilegra hluta. í þessu tilviki
er ekki um annan samanburð að
ræða en rafmagn eða olíu, því aðrir
kostir eru ekki fyrir hendi.
í áðurnefndri athugun hitaveit-
unnar var skoðuð vatnsnotkun 180
einbýlishúsa víðs vegar um bæinn.
Hitaveitufögnin er mikið mannvirki. — Þessi mynd er af hluta röranna
og er hún tekin árið 1980. — Mynd: hb.
Meðalstærð húsanna var 464 m3
og meðalnotkun 2,42 mínútulítrar
eða að meðaltali 1 mínútulítri á
hverja 192 m3. í Ijós kom, að
notkun fer hlutfallslega minnkandi
eftir stærð húsa og að hið hefð-
bundna 400 m3 viðmiðunarhús
þarf tiltölulega meira vatn. Hér
hefur því verið reiknað með að það
þyrfti 2,25 mínútulítra.
Árið 1977 var könnuð olíunotkun
á Akranesi árin 1975 og 1976.
Könnunin náði til þriðjungs mark-
aðarins. Samkvæmt könnuninni
var meðalnotkun einbýlishúsa
Orkustofnun og Iðnaðarráðu-
neytið reikna með aö 32.800 kwh
þurfi til upphitunar 400 m3 húss á
ári. Ekki eru til tölur um þetta á
Akranesi, en talið er að notkunin sé
minni. Hér hefur verið tekið tillit til
þess og reiknað með 30.000 kwh á
ári.
unnar taka með þökkum við nýjum
hugmyndum og ábendingum, sem
létt gætu okkur reksturinn. Mál-
efnaleg umræða eræskileg.
Akranesi, 3. nóvember 1983
IngólfurHrólfsson,
hitaveitustjóri
Verðsamanburðurinn er þá svona: kr/ári
Olía 12,71 l/m3 x 400 m3 x 8,8 kr/l + 2000 kr. = 46,739,20
— niðurgr. 46.739,20 - 4 x 4 x 910eðasem hlutfall
af óniðurgr. olíu 68,8% = 32.179,20
HAB 2,25 l/mín x 1030 kr/mín.l. x 12 mán. eða 59,5% = 27.810,00
R.A.30.000 kwh x 0,90 kr/kwh +1160 kr/ári eða 60,2%
(mælaleiga) =28.160,00