Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 6
6 Bœjorblodid Flestir eiga erindiá tölvunámskeið — segir Guðmundur R. Guðmundsson, tölvukennari Tölvur eru mikið í sviðsljósinu þessa dagana og hefur áhugi fyrir þeim aukist enn við sýningu tölvu- þáttanna bresku í sjónvarpinu. Til að kynnast þessu tæki framtíðar- innar betur, skellti ég mér á tölvu- námskeið, sem fyrirtækið Tölvu- mennt hélt hér fyrir skömmu. Það sem helst vakti athygli mína á námskeiðinu var hve gífurlega víða er hægt að koma notkun tölvu við, og ekki síður hve þróunin hefur orðið til þess að lækka verð þess- ara tækja og gera þau þar með útbreiddari. Kennari á þessu námskeiði var Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, en hann hefur ferðast víða um land og kennt á þessi undraverk- færi. Að námskeiðinu loknu spjallaði ég lítillega við hann. Hvert er markmiðið með svona námskeiði, Guðmundur? — Námskeiðið sem þú hefur verið á er svokallað grunnnám- skeið. Aðalmarkmiðin með grunn- námskeiðinu eru að sýna hvað tölva er og hvað hún getur og leyfa fólki að nota tölvu svolítið. Þátt- takendur kynnast kostum tölvunn- ar og takmörkum. Við ræðum upp- byggingu tölvunnar og um hinar ýmsu tölvur og forrit sem hægt er að fá. Mikilvægur þáttur er að fólk fái sjálft að skrifa inn skipanir til tölvunnar. Það er gert til að yfirstíga vissa feimni sem fólk hefur gagn- vart tölvum. Útskýrð eru helstu hugtök og orð sem koma fyrir á tölvusviðinu. Eru það einhverjir sérstakir hópar fólks, öðrum fremur, sem koma á námskeið hjá þér? — Þetta er ágæt spurning. Ég hef oft velt henni fyrir mér. Flestir eiga erindi á svona námskeið og eitthvað hvetur fólk til að fara á þau. Þátttakendur eru á öllum aldri og úr öllum starfsgreinum. Það koma einmitt margir vinnu sinnar vegna, eða um helmingur. Fyrirtæki senda starfsmenn sína og sumir koma sjálfir til að bæta starfhæfni sína. Margir koma til að geta betur fylgst með þeirri öru framþróun sem er á þessu sviði. Hvert stefnir þróunin í tölvumál- um? — Þessu er erfitt að svara. Námskeiðið fjallar reyndar um þetta að vissu marki. Tölvan er tvímælalaust öflugasta verkfæri sem maðurinn hefur skapað. Við eigum eftir að nota tölvur mjög víða. Bæði við vinnu okkar og á heimilum. Hún kemur til með að breyta þjóðfélagi okkar og lífi. Það er mikilvægt að við tökum sem flest þátt í stefnumótun á þessu sviði. Nú er þitt starf að kenna á og vinna við tölvur. Áttu sjálfur slík tæki? — Já ég á reyndar tvær, eina heimilistölvu og eina stærri sem ég nota við ritvinnslu, bæði í stað rit- vélar og við lausn verkefna sem ég tek að mér. Geta Skagamenn átt von á fleiri námskeiðum hér á Akranesi? — Hér á Akranesi hafa verið haldin tvennskonar námskeið. Unglinganámskeið fyrir u.þ.b. 12-15 ára og grunnnámskeið fyrir fullorðna. Fyrirhugað er að halda fleiri námskeið í nóvember, og ef næg þátttaka fæst þá byrjum við það næsta á mánudaginn. Okkur langar einnig að halda framhalds- námskeið en ekki er eins víst að næg þátttaka fáist á þau strax. Bæjarblaðið þakkar Guðmundi fyrir spjallið og hvetur Akurnesinga til að kynna sér þessi mál en allar upplýsingar um tölvunámskeiðin veitir Ásgeir Kristjánsson í síma Rjúpnaveiðimenn Til sölu er tveggja ára gömul haglabyssa, Remington 1100 nr. 12, þriggjatommu magnum. Upplýsingar í síma 97-4266 Skagaleikflokkurinn sýnir Eðlisfræðingana eftir Friedrich Durenmatt Leikstjóri Kjartan Ragnarsson Sýningar: Föstudag 11. nóv. kl. 20.30 Laugardag 12. nóv. kl. 15.00 Miðasala á föstudag frá kl. 19.00 og á laugardag frá kl. 13.00 Skagaleikflokkurinn Snyrtivörukynning Komið og fáið leiðbeiningar um val og notkun JEAN d’avéze snyrtivörunar hjá Sigrúnu Sævarsdóttur snyrtisérfræðingi, föstudaginn 11. nóv. frá kl. 11-17. OPIÐ í HÁDEGINU KAPP Kuldafatnaður og börn og fullorðna Mikið úrval af skyrtum og peysum Versl. Bjarg

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.