Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 2
2 Bœjarblodid „Fjölfatlaðirekki lengur utangarðs“ — segir Svandís Pétursdóttir Við Vesturgötu 102 á Akranesi hefur nú risið glæsilegt 340 ferm. hús, sem í framtíðinni mun verða heimili fjölfatlaðra af Vesturlandi. En hver er forsagan að byggingu þessa húss, eða sambýlis eins og það kallast? Og af hverju rís það hér á Akranesi. Til að fá nánari upplýsingar um þetta og annað er viðkemur byggingu sambýlisins var leitað á náðir Svandísar Pét- ursdóttur, en hún á sæti í svo- nefndri svæðisstjórn Vesturlands, en sú stjórn fer með málefni þroskaheftra, öryrkja og fjölfatlaðra á Vesturlandi. Sambýiið er nauðsyn. „Fjölfatlaðir eiga í rauninni hvergi heima,“ sagði Svandís, en því til stuðnings benti hún á eftirfar- andi dæmi: „Það tók Svæðisstjórn Vesturlands eitt ár, bara að fá svör við umsóknum um pláss fyrir einn fjölfatlaðan mann, af Vesturlandi, á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Svörin voru alls staðar nei. Stjórninni var aftur á móti bent á að ráðast í byggingu eigin húss og það hefur hún nú gert, en bæjarstjórn Akra- ness bauð svæðisstjórninni lóð undir byggingu hússins, á ári fatl- aðra 1981.“ Tilbúið 1984. Húsið er teiknað af Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, og er sniðið að þörfum fjölfatlaðra, en Verkfræði- og teiknistofan sf. annaðist hönnun þess. í framtíð- inni eru möguleikar á viðbyggingu við húsið. Vonast er til þess að húsið verði tekið í notkun fyrri hluta árs 1984, en það veltur á fjárúthlutun úrfram- kvæmdasjóði öryrkja og þroska- heftra, en sá sjóður kostar að öllu leyti byggingu þess. Frá Skagaver hf. Vörukynning Kynnum föstudaginn 11. nóvember kl. 14-19, nýja tegund af Kjörís SHERBET Kynningarverð Skagaver hf. Símar 1775—1776 Bæjarbúar athugið Bæjarfulltrúarnir Jón Sveinsson, Steinunn Sigurðardóttir og Ingibjörg Pálmadóttir verða til viðtals í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30 til 22.00. Sími 2050. Tökum við fyrirspurnum og ábendingum frá bæjarbúum. Bæjarfulltrúarnir Gott úrval íbúða og einbýlishúsa söluskrá liggur fyrir á skrifstofunni FASTEIGNA- OG SKIPASALA VESTURLANDS Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Jón Sveinsson, hdl. Nafnnr. 5192-1356. Árið 1982 var heildarkostnaður við bygginguna áætlaður 4,6 millj- ónir króna, en vegna hækkunar byggingavísitölu mun sú tala, að öllum líkindum, hækka um 70%. Aðstaða fyrir sjö manns. Þetta sambýli fjölfatlaðra á Vest- urlandi, er fyrsta sinnar tegundar á fslandi, en á sambýlinu geta 5 verið til langtímadvalar, en 2 til skamm- tímadvalar. Miðað er við að vist- menn þarfnist aðstoðar við dagleg störf með stöðugri viðveru umsjón- armanns eða þjálfunarmanns ásamt næturvörslu. Hús þetta fullnægir þörfum íbúa á Vesturlandi í þessum efnum, enn sem komið er, en nú eru a.m.k. 3 á Vesturlandi sem búa við algert neyðarástand og eiga í rauninni engan samastað, en eru sendir eins og hægt er til skammtíma- dvalar á hinar og þessar stofnanir. Ríkið og vistmenn borga. Við rekstur sambýlisins er gert ráð fyrir því að ríkið greiði starfs- mönnum laun, en fjöldi starfs- manna skal vera 1-2 á hverja 3 vistmenn. Hinsvegarmunu80% af örorkubótum og tekjutryggingum vistmanna ganga til annars rekstr- arkostnaðar, s.s. matarkaupa og þess háttar. Krafa um jafnrétti. „Þörfin fyrir þetta sambýli er gíf- urleg, en svo virðist sem fjölfatlaðir hafi hreinlega gleymst í kerfinu.“ Þetta sagði Svandís þegar hún var spurð um nauðsyn sambýlisins. Hér er reyndar um að ræða spurn- inguna um jafnrétti, en í lögum um málefni fatlaðra, sem öðlast gildi um næstu áramót, segir m.a. í 1. grein. „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skil- yrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best.“ G.R. Bœiorblodíd Fréttablað Akurnesinga — Óháð pólitískum flokkadrætti Útgefandi: Bæjarblaðið sf. - Pósthólf 106 - 300 Akranes 13. tbl. 5. árg. 10. nóvember 1983 Ritstjórn: Haraldur Bjarnason, sími 2774 og Sigþór Eiríksson, sími 1919 Ljósmyndir: Árni S. Árnason sími 2474 og Dúi Landmark sími 1825 Útlit: Bæjarblaðið Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. Til sölu Tveggja hæða steinhús ásamt innréttuðu risi v/Suðurgötu. Efri hæðin er 4 herb. íbúð í góðu standi og tvö innréttuð herbergi eru í risi. Neðri hæðin er óinnréttuð að mestu en afar heppileg hvort sem er um íbúðar eða iðn- aðarhúsnæði að ræða. Bifreiðageymslur fylgja báðum hæðum. Upplýsingar á Fasteignasölu Jóns Sveinssonar m Sími2770 í Öndvegis j =A matur Z_ Úrvals þjónusta Veitingahúsið Stillholt STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SiMI (93)2778 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Teg. árg. verð Teg. árg. verð Teg. árg. verð Cortina 71-74 15-40 þ. Audi 100 77 140 þús. BMW 80 325 þús. Lada 75 25 þús. Nova 78 170 þús. Creddida st. 78 175 þús. Lancer 75 45 þús. Citroen GS Pall.79 140 þús. Citroen CX Refl.82 420 þús. Mazda 929 2 d. 75 75 þús. Cortina 77 115 þús. Carade 83 240 þús. Moskvitch 72 20 þús. Dodge Aspen 77 140 þús. Calant st. 80 230 þús. Maverik 74 45 þús. Fairmount 79 180 þús. Mazda 626 81 240 þús. Playmout Vari. 71 50 þús. Galant 1600 79 170 þús. Mazda 929 82 380 þús. Saab 96 74 55 þús. Lancer1600 80 175 þús. Mazda 323 81 210 þús. Sunbeam 74 40 þús. Subaru 1600st. 79 130 þús. Saab Gls. 81 365 þús. Skoda 120 80 65 þús. Saab 99 75 115 þús. CorollaGI. 82 260 þús. Volvo 145 74 105 þús. Cressida 78 135 þús. Volvo 264 Gl. 75 160 þús. VW Derby 78 90 þús. Volvo 244 75 130 þús. Yfir 300 bílar á söluskrá. Vantar ýmsar gerðir bíla svo sem jeppa, diesel bíla, litla bíla og fleira. Nú er gott að hafa innisal, ekkert innigjald Opið virka daga kl. 13-21 og laugardaga kl. 10-19 Heimasímar 2384 — 1685 biléS Smiðjuvöllum 1 — Sími 2622

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.