Bæjarblaðið - 10.11.1983, Qupperneq 3
Bœjorbladid
Fyrir rúmum tveimur árum var
ráðinn rannsóknarlögreglumaður til
starfa hér á Akranesi. í starfið réðst
Viðar Stefánsson, sem áður hafði
gegnt starfi lögregluþjóns hér í rúm
ellefu ár. Bæjarblaðið ræddi við
Viðar Stefánsson í síðustu viku og
umræðuefnið var að sjálfsögðu
starf rannsóknarlögreglumanns á
Akranesi. Við spurðum hann fyrst
hvers vegna ákveðið hafði verið að
ráða í starf rannsóknarlögreglu-
manns hér og hvort þörfin fyrir slíkt
starf hefði verið mikil?
„Það má segja að nokkurs konar
regla hafi skapast hjá ríkinu þegar
þessar rannsóknardeildir eru
stofnaðar á landsbyggðinni,
þ.e.a.s. þegar lögregluliðið erorðið
tíu menn þá er ráðinn einn rann-
sóknarlögreglumaður. Varðandi
þörfina, þá held ég að allir séu
sammála um að hún sé næg og þó
fyrr hefði verið. Þetta er orðin svo
mikil pappírsvinna vegna þeirra
mála sem fara í framhaldsrann-
sókn. Annars má segja að raun-
verulega sé tvennskonar réttarkerfi
í gangi hér á landi. Annars vegar
eru þau mál sem rannsóknarlög-
reglu vinnur að og hún vinnur þau
þá algerlega upp í hendurnar á
dómurum. Hins vegar eru svo mál-
in á landsbyggðinni þar sem sami
maður og dæmir í málinu er að
rannsaka þau alveg frá fyrstu
hendi og slíktgeturvarlakallast rétt
málsaðferð.
Tilheyrir þú þá rannsóknar-
lögreglu ríkisins?
„Nei, ég er bara einn úr lög-
regluliðinu hér á Skaga og starfs-
svæði mitt er sama og lögreglunn-
ar hér. Ég er hinsvegar með öll þau
verkefni hér sem rannsóknarlög-
regla ríkisins sér um á Reykjavík-
ursvæðinu, nema ef upp koma
einhver stærri sakamál, glæpir
hverskonar og því um líkt. Þá
myndi rannsóknarlögregla ríkisins
taka slíkt að sér.“
Starfssvið rannsóknarlög-
reglumanns, er hægt að skil-
greina það?
„Það getur nú orðið erfitt. Það má
kannski segja að ég taki við öllum
þeim málum sem ein lögreglu-
skýrsla dugar ekki í. Og þar eru mál
afýmsumgerðum."
Hverjir eru helstu málaflokkar
sem þú þarft að hafa afskipti af?
„Stærsti málaflokkurinn eru
þjófnaðarmál ýmiskonar og mér
sýnist að smærri þjófnaðarmál hafi
aukist nú á þessu ári. Svo eru
skemmdarverk talsvert stór flokkur
og svo get ég nefnt hér dæmi sem
sýna hve margvísleg málin eru.
Hér eru skráð t.d. dauðsföll, þar
sem dánarorsök er ókunn, fíkni-
efnamál, þá er leit að fólki nokkuð
algeng, ég þarf nokkuð oft að hafa
upþ á fólki fyrir rannsóknarlögregl-
una að jafnvel leita að fólki sem á að
fara í afplánun. Nokkur mál hafa
verið þar sem innsigli frá hitaveitu
hefur verið rofið. Þannig, að á
þessu ætti að sjást að verkefnin
eru margvísleg."
Hver hefur þróunin orðið í
uppljóstrun afbrota hér á
Skaga? — Er algengara að upp
komist um afbrot nú en áður?
„Ég hef nú engan tölulegan sam-
anburð á því frá undanförnum ár-
um en þó held ég að meira sé um
áður en útsala ÁTVR opnaði og ég
get ekki merkt að áfengisneysla sé
meiri í bænum.“
Hver er algengasta refsing í
þeim málum sem þú hefur með
að gera?
„Flest þessi mál eru afgreidd
með sektum og það hefur verið
ákveðin tilhneiging hjá dómsvakf-
inu á liðnum árum að gera refsing-
ar vægari, þó hefur verið nokkuð
um það að fólk hefur verið að af-
Viðar Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður. — Mynd: Ámi S.
að afbrotamenn náist nú en áður
var. Það eru fleiri menn að vinna að
þessu nú og með tilkomu rann-
sóknarlögreglumanns er betri tími
til að sinna þessum málum. Áður
voru lögregluþjónar í þessum mál-
um á hálfgerðum hlaupum milli
annarra skyldustarfa. Svo eru
kröfurnar orðnar meiri sem gerðar
eru nú til lögreglu en var áður.
Megnið af þeim málum sem ég er
með í vinnslu hér fara síðan beint til
dómara, þannig að kröfurnar eru
mun meiri varðandi vinnslu saka-
málaenáðurvar."
En varðandi þau afbrot sem
þú upplýsir hér á Skaga. — Er
hópur afbrotamanna á Akranesi
stór?
„Oft er þetta nú sama fólkið sem
stendur í þessu og einstaka sinn-
um koma fyrir ný andlit í hópinn og
mér virðist sem afbrotaferill þessa
fólks standi yfir í svona tvö til þrjú
ár?“
Á þetta fólk eitthvað fieira
sameiginlegt en afbrotin?
„Það er þá helst áfengisneysla. í
flestum ef ekki öllum tilfellum eru
afbrotin framin undir áhrifum
áfengis. Það er alveg sérstakt ef
áfengi er ekki með í spilinu, og einu
tilfellin sem eru án áfengis eru þá
innbrot barna. Nú aldurinn er
þessu fólki sameiginlegur, það er
flest á aldrinum 15 til 25 ára.“
Hefur þá áfengisneysla og af-
brot vegna hennar aukist hér frá
því að áfengisverslunin opnaði?
„Ég get ekki séð það, þetta er
mjög svipaður fjöldi afbrota og var
plána vararefsingu, það hefur þá
verið dæmt í sekt og afplánun til
vara.“
En hvernig fer sú afplánun
fram? — Getur fólk afplánað
dóm hér á Akranesi?
„Nei, afplánun fer þá vanalega
fram í hegningarhúsinu í Reykja-
vík.“
Eru mörg dæmi um slíkar af-
plánanir?
„Já, það eru þó nokkur dæmi um
það og þá sérstaklega núna á
þessu ári. Það hafa fjórir farið í
slíka afplánun það sem af er þessu
ári. Þetta stafar oft af samansöfn-
uðum brotum og sektirnar eru þá
orðnar það háar að þetta fólk ræð-
ur ekki við þær og verður því að
sitjaþettaafsér.“
Þú nefndir fíkniefnamál í upp-
hafi þessa spjalls. Er mikið um
fíkniefnamál hér?
„Ekki er það nú áberandi mikið.
Það hafa komið tvö til þrjú mál á ári
undanfarin ár.“
Heldurðu þá að lítið sé um fíkni-
efnaneyslu hér á Akranesi, eða
hefur lítið verið gert í að upplýsa
hana?
„Ég hef nú tilhneigingu til að
halda að lítið sé um þetta hér. Þó er
mjög erfitt að eiga við þau mál. Það
fólk sem neytir fíkniefna er yfirleitt
lítt áberandi og því er mjög erfitt að
komastað þessu.“
En ölvun við akstur, eru mörg
þessháttar mál nú?
„Það er alltaf eitthvað um ölvun-
arakstur og núna hef ég fengið til
meðferðar 29 mál þar sem grunur
er um ölvun við akstur en á öllu
árinu í fyrra voru þessi mál 37,
þannig að mér sýnist þetta verða
svipað í ár. Þó er athyglisvert að á
þessu ári er algengara en áður að
ölvaðir ökumenn séu búnir að
lenda í einhverskonar klandri áður
en þeir eru teknir. Búnir að valda
árekstri eða jafnvel slysi.“
Þú talaðir áðan um skemmd-
arverk sem einn stærsta af-
brotaflokkinn. Hver eru helstu
skemmdarverkin sem unnin
eru?
„Mest eru það rúðubrot og
skemmdir á bílum. Það er talsvert
algengt að unnar séu skemmdir á
bílum sem skildir hafa verið eftir
opnir. Þá er oftast rótað til í þeim í
leit að einhverju fémætu og
skemmdir unnar á þeim um leið.
Það er alltof algengt hér að bílar séu
skildir eftir opnir og ég man ekki
eftir neinum þjófnaði úr bíl eða á bíl
sem hefur verið læstur."
Er þá eitthvað um þjófnaði á
bílum?
„Já það hefur færst í aukana á
liðnum árum og í öllum tilfellum
hafa bílarnir verið opnir og sumir
jafnvel með svisslyklum í. Ég vil
bara hamra á því við fólk að það
læsi bílum sínum og ég get nefnt
þér dæmi um bíl sem var stolið hér
fyrir um ári síðan. Þetta var ekki
mjög verðmikill bíll og eigandinn
kannske þess vegna haldið að
engin myndi stela honum, því hann
skyldi bílinn eftir opinn með lyklum
í. Bíllinn fannst stuttu síðar lítið
skemmdur, en þá vakti það athygli
mína að í bílnum voru hljómflutn-
ingstæki sem voru jafnvel verð-
mætari en bíllin sjálfur. Því miðurer
fólk alltaf að bjóða þjófum upp á
svona tækifæri með því að skilja
bílana eftir opna og svona kæru-
leysi jafnast á við að setja sjón-
varpið sitt út á stétt áður en farið er
að sofa.“
Er minna um þjófnaði úr
húsum?
„Já, það hefur lítið verið um inbrot
hér, þau innbrot sem hafa verið
framin eru í verslanir en lítið um
þjófnaði úr heimahúsum. Þó vil ég
ítreka við fólk að ganga vel frá
gluggum og skilja íbúðarhúsnæði
ekki eftir opið, hús þurfa að vera
mannheld.1'
Bæjarblaðið þakkar Viðari
Stefánssyni fyrir spjallið og hvetur
Skagamenn til að fylgja ábending-
um hans og læsa nú bílum sínum
og húsum.
Hagur heimilanna
Hagstætt vöruverð
Verslunin Einar Ólafsson
Skagabraut 9-11
Sími2015
Skagamenn !
Munið hagstæðu kjörín hjá okkur.
Verió velkomin, HÚTEL LOFTLEIDIR
FLUGLEIDA S HÓTEL