Bæjarblaðið - 10.11.1983, Page 4
4
Bcsjarblodid
Gísli Einarsson:
Athugasemd viðfurðuskrif í Bæjarblaðinu
27. október síðastliðinn varðandi Sementsverksmiðju ríkisins
Sementsverksmiðja ríkisins. — Mynd: Ámi
Hr. ritstjórar ég ávarpa ykkur, því
enginn er undirritaður höfundur
greinarinnar.
Þótt ekki sé ég pennafær þá er
nú svo komið að ég get ekki látið
slíkar fjarstæður sem vind um eyru
þjóta eða vatn um augu renna sem
þið leyfið ykkur að birta í blaði
ykkar.
Það fyrsta er að allar tölur sem
þið berið fram eru slík fjarstæða að
þær eru ekki svara verðar, en
mætti deila í þær með u.þ.b. þrem
ef fara ætti nærri sanni.
í öðru lagi leyfið þið ykkur að
bera fram að þið hafið ekki átt þess
kost að kanna þessi mál nánar.
Hörmulega eruð þið staddir, herrar
mínir, ef þið ætlið að byggja blaða-
fréttir ykkar á þvælu misviturra
manna án þess að kanna sann-
leiksgildi þeirra og hafa samt góðar
aðstæðurtil þess.
Ekki er mér Ijóst sem starfs-
manni SR hvort forráðamenn fyrir-
tækisins vilja eða ætla að svara
grein ykkar. Full ástæða er þó til
þess. Það sem ég ætla aftur á móti
að rekja upp er það sem ykkur
hefur láðst, háttvirtu ritstjórar.
Undirritaður hefur átt þess kost á
liðnum árum að fylgjast með og
taka þátt í aðgerðum til umhverfis-
bóta í SR, sem ekki var vanþörf á,
þó ekki væri meiri ástæða hjá SR
en öðrum fyrirtækjum á Akranesi,
t.d. bæjarfyrirtækjum. Til gamans
ætla ég að geta þeirra hér í smá
upptalningu. Ef rakið er upp frá
vestri til austurs á lóð SR þá lítur
listinn svo út:
1.
Lagfæring sementsgeyma.
2.
Ræktun ívarshúsalóðar, tré, blóm
og gras, við sennilega verstu skil-
yrði sem finnast á Akranesi, salt og
sviptivindar og lítill jarðvegur.
3.
Málun og merking bifreiðastæða
framan við skrifstofur og árleg
blómaskreyting fyrir 15-20 þúsund
kr. á júníverðlagi síðasta árs (’82).
4.
Hreinsun og lagfæring lóða frá
Suðurgötu 96-102.
5.
Hreinsun Jaðarsbrautar með
þróarveg og veggur málaður.
6.
Lagfæring á hornlóð SR á mótum
Jaðarsbrautar og Faxabrautar. Því
miður leyfðu stafsmenn Akranes-
bæjar sér að eyðileggja þennan
skika á liðnu sumri og hafa enn
ekki bætt þann skaða sem þeir ollu
á túninu, hvað þá að þeir hafi bætt
þeim aðila tjónið, sem hafði leyfi til
að nytja túnið.
7.
Skreyting veggjar sandþróar að
austanverðu. Lofsvert framtak
kennara og nemenda Brekkubæj-
arskóla, sem starfsmenn SR áttu
mjög ánægjuleg samskipti við.
8.
Viðgerð á vegg og málun meðfram
Faxabraut.
9.
Girðing milli sandþróar og efnis-
geymslu.
10.
Rotþró við sementsskemmu og
önnur framan stjórnbyggingar SR.
Þess ber þó að geta, að sjór við
Akranes hefur hvergi minna
gerlamagn en einmitt framan við
SR. a.m.k. á meðan affallsryk frá
SR er leitt í sjó fram. Bæta má hér
við að ef flutningskostnaður ryks
væri ekki svo mikill sem raun er, þá
væri einhver besta lausn í gerla-
málum í fjöruborði þéttbýliskjarna
að blanda affallsryki frá SR í skolp-
ræsakerfi bæjanna.
Þessi upptalning er hvergi nærri
tæmandi og er ekki ætluð til að
sanna að nóg sé gert í umhverfis-
málum SR heldur til að benda á að
í lagi er að geta þess sem vel er
gert ásamt gagnrýni sem er nauð-
synleg.
Ég veit ekki hvaða aðlilar eru
harðastir í garð SR vegna meng-
unar frá henni, en ég leyfi mér að
draga í efa að það séu næstu ná-
grannar hennar, því þeir hafa þó
a.m.k. einu sinni fengið andvirði
glers í hús sín frá SR á tuttugu og
fimm árum. Á sama tíma verðum
við, aðrir bæjarbúar Akraness, að
skipta um gler á eigin reikning
vegna þess að gler er í mörgum
tilvikum ónýtt á tuttugu ára fresti.
Ekki reikna ég með að það séu
nágrannar SR sem kvarta undan
vandkvæði í ræktun, því að senni-
lega er t.d. eina eplatréð í útigarði á
Akranesi í næsta nágrenni SR.
Það er hjá Árna Gíslasyni og frú,
einmitt þar sem versta rykmengun
frá SR féll til skamms tíma, eða
fram til ársins 1980 þegar gjallfilter
var settur upp við ofn SR í stað
rykskilju.
Mér er minnisstætt þegar líf-
fræðingur á vegum Hollustuvernd-
ar ríkisins var hér á ferð fyrir tveim
til þrem árum að leita að hvítu
röndinni sem átti að liggja yfir
Akranes frá SR, að ég benti honum
á að tré og blómarækt á Skaganum
undan ríkjandi vindáttum frá SR og
í næsta nágrenni verksmiðjunnar
er með því besta á Akranesi. Hvítu
röndina fann hann að sjálfsögðu
ekki.
Úr því að minnst er á Hollustu-
vernd ríkisins, þá er þetta ágætis
vettvangur til að óska eftir, við heil-
brigðisfulltrúann á Akranesi og þá
Hollustuverndarmenn að þeir
a.m.k. dragi úr þeim mikla reyk-
mekki sem fylgir þeim af völdum
stór cígaranna, þá þeir heimsækja
S.R.
í niðurlagi þessa greinarkorns
finnst mér rétt að fram komi sjón-
armið mitt sem íbúa á Akranesi og
sem starfsmanns SR.
Nokkrir áhugasamir aðilar fengu
því til leiðar komið að hafin var
bygging Sementsverksmiðju og
með miklu harðfylgi fengu þeir í
gegn að verksmiðjan yrði staðsett
á Akranesi. Flestir sjá nú í dag að
rangt var að velja fyrirtækinu stað í
hjarta bæjarins, en því verður vart
breytt héðan í frá, því verðum við
að búa við þessa mjólkurkú okkar
Skagamanna um ókomin ár. Við
skulum mjólka hana áfram, en við
starfsmenn SR tökum ekki þátt í
blóðmjólkun þeirri sem ýmsiraðilar
vilja viðhafa. Þetta fyrirtæki hefur
verið einhver öruggasta stofnun
sem bærinn hefur þurft að eiga
viðskipti við. Skilun gjalda hefur
verið jafn örugg og að sólin kemur
upp í austri. Að auki hefur SR
haldið niðri raforkuverði fyrir okkur
bæjarbúa og það ætti ekki að van-
þakka.
Að lokum þetta. Það er af góðum
rótum að halda uppi þeirri gagnrýni
og það er vel ef gert er, en gætt
skal að því að gagnrýni er vara-
samt vopn sem getur lent á þeim
sem beitir því.
Bæjarblaðið þakkar Gísla
Einarssyni fyrir þetta upplýsinga-
bréf. Það er að sjálfsögðu rétt hjá
honum að ávarpa ristjóra blaðsins
því allar þær greinar, sem eru
ómerktar í Bæjarblaðinu, eru skrif-
aðar af ritstjórn.
Um athugasemdir hans við
„furðuskrif” er það að segja, að
þær fara að miklu leyti saman við
leiðara 10. tbl. Bæjarblaðsins, en
sá leiðari kom Sementsverksmiðj-
unni til að senda athugasemd. (
þeim leiðara var lýst yfir ánægju
með þær framfarir sem orðið hefðu
hjá verksmiðjunni í þá átt að fegra
verksmiðjuhúsin og umhverfi
þeirra, þar var einnig bent á að
gróður dafnaði vel í næsta ná-
grenni hennar. Þá var og lýst þar
yfir ánægju með auknar fram-
kvæmdir við mengunarvarnir, en
þar virðist Gísli ekki vera á sama
máli. Hvað varðar athugasemdir
hans í byrjun bréfsins, þá ætlum
j „Mér datt nú í hug máltækið:
j „Ekki er ráð nema í tíma sé
I tekið“, þegar ég las síðasta
| Bæjarblað", sagði Brandur
I Jónsson bóndi í Katanesi, er
I hann hafði samband við blaðið
• fyrirskömmu.
Brandur sagðist hafa rekið
I augun í frétt á baksíðunni, þar
I* sem skýrt hefði verið frá at-
hugasemdum forseta bæjar-
| stjórnar vegna götu sem ýmist
| væri nefnd Esjubraut eða Inn-
Ég læt það vera að sinni að skrifa
um hvað hinir ýmsu kerfiskarlar og
kerlingar eru búin að koma til leiðar
með ýmsum óbilgjörnum kröfum,
t.d. varðandi nýjan filter, flutning
kola frá Grundartanga, losun kola í
Grundartanga o.s.frv. Þær krónur
sem farið hafa vegna þessara
mála væru betur komnar í öðru, og
hagstæðara bæjarfélagi Akra-
ness.
Ég skrifa eins og áður sagði í
eigin nafni, ekki fyrir hönd SR. Með
von um vaxandi blaðamennsku
Bæjarblaðsins og þar með vel-
gengni.
Gísli Einarsson, nnr. 2663-3281
Esjubraut 27, Akranesi
við hér á ritstjórn blaðsins ekki að
taka að okkur að dæma hver sé
vitur og hver ekki eða hver hafi
fram að bera þvælu eða ekki. Bæj-
arblaðið stendur öllum opið til
skrifa og við skulum vona að
bæjarbúar nýti sér það í ríkum
mæli. HB.
Smáauglýsingar
Hitakútur
Hitakútur óskast keyptur.
Uppl. í símum 2622 og 1685.
Barnakerra
Til sölu vel með farin
Gesslein barnakerra
Uppl. í síma 2774
nesvegur. Brandur sagði, að
það væri nefnilega á fleiri
stöðum sem Akurnesingar
væru svolítið bráðlátir í merk-
ingum. í þvi sambandi benti
hann á, að á Lambhagamelum
þar sem Innnesvegurinn og
Akranesvegur mætast væri
stórt skilti með áletruninni:
„Velkomin til Akraness”, þó
svo að allir vissu að ferðalangar
væru alls ekki komnir til Akra- j
ness fyrr en við Berjadalsá.
Ennþá eru til kerti á gömlu og góðu verði.
Nýju jólakertin byrjuð að koma, gjörið svo
vel að líta inn.
Blómabúðin s.f.
Skólabraut 23 — Sími 1301
AKRANESKAUPSTAÐUR
Hundaeigendur
Akranesi
Hundahreinsun fer fram laugardaginn 12.
nóvember 1983, í húsi við skógrækt frá kl.
14-16.
Heilbrigðisfulltrúi
Frá ritstjórn
j „Velkomin til Akraness“