Bæjarblaðið - 10.11.1983, Qupperneq 8
I.A. sækir um lóð fyrir íþróttahús:
Féll á jöfnu
í bygginganefnd
Á fundi sínum þann 20. okt.
síðastliðinn felldi bygginga-
nefnd Akraness á jöfnum at-
kvæðum beiðni Í.A. um leyfi til
byggingar nýs íþróttasalar við
íþróttahúsið við Vesturgötu. í
sérstakri bókun þeirra nefndar-
manna sem á móti voru er vísað
til eindreginna mótmæla íbú-
anna í nærliggjandi húsum.
Málið er nú í biðstöðu þar sem
Bæjarstjóm frestaði ákvarðana-
töku á síðasta fundi sínum.
Það hefur legið Ijóst fyrir í langan
tíma að núverandi íþróttahús
annar ekki þeirri miklu eftirspurn
sem er í æfingatíma og er skortur á
æfingatímum þegar farinn að
standa sumum íþróttagreinum fyrir
þrifum (t.d. badminton). íþrótta-
bandalagið ákvað því að stefna að
byggingu nýs íþróttasalar við hlið
íþróttahússins við Vesturgötu (Há-
holtsmegin). Þeir augljósu kostir
sem fylgja því að byggja salinn á
þessum stað eru að búningsklefar
og önnur aðstaða gamla hússins
nýtast hinu nýja. Gólfflötursalarins
er sá sami og í því íþróttahúsi sem
fyrir er, það er að segja löglegur
handboltavöllur. Hinsvegar verður
salurinn eingöngu notaður til
æfinga og því ekki um það að ræða
að meiriháttar íþróttakeppni fari
þar fram.
Nágrannar mótmæla
íbúar í nágrenni íþróttahússins
hafa mótmælt byggingu salarins
mjög harðlega. í bréfi sem íbúar
sex nærliggjandi húsa sendu
Bygginganefnd nefna þeir fjórar
meginástæður fyrir andstöðu sinni.
í fyrsta lagi þá geri byggingin
hverfið óvistlegra og rýri þar með
verðmæti nærliggjandi húsa. í öðru
lagi þá myndi nýtingarhlutfall lóða
verða langt umfram eðlileg mörk
og skapa meiri umferð og ónæði. í
þriðja lagi þá myndu húseignir við
Háholt missa útsýni, sólskin og
sólaryl sem þau nú njóta. í fjórða
lagi þá myndi útivöllur á milli húss-
ins og girðinga á lóðamörkum
Heiðarbrautarhúsa skapa mikil
vandræði.
Á áðurnefndum fundi Bygginga-
nefndar tóku andstæðingar salar-
ins undir rök íbúanna og töldu
byggingu íþróttamannvirkja betur
komna á íþróttavallarsvæðinu á
Jaðarsbökkum.
Þar sem hinn fyrirhugaði íþrótta-
salur kæmi til með að standa á lóð
Brekkubæjarskóla, þarf samþykki
skólanefndar til. Það samþykki
liggur nú fyrir, með því skilyrði þó
að fá jafnstóra lóð í staðinn.
Eins og áður sagði er málið í bið-
stöðu þar sem bæjarstjórn frestaði
ákvörðun á síðasta fundi sínum.
BH/EJ
Teiknirtg af fyrirhugaðri íþróttaskemmu ÍA
Garðar Bergmann, Sandabraut
16, fæddur 25. apríl 1983, skírður
3. júlí. For.: Gunnlaugur Sölvason
og Halldóra Jóna Garðarsdóttir.
Bjarki Þór, Garðabraut 45, fæddur
27. apríl 1983, skírður 7. ágúst.
For.: Pálmi Þór Ævarsson og
Petrína Jónsdóttir.
Hilmar Már, Furugrund 14, Kópa-
vogi, fæddur 1. júní 1983, skírður
9. júlí. For.: Friðfinnur L. Hilmars-
son og Sigrún Guðjónsdóttir.
Fjölnir Öm, Hafnarbraut 16a,
Hornafirði, fæddur 27. maí 1983,
skírður 7. ágúst. For.: Ársæll
Alfreðsson, og Erla Geirsdóttir.
Aðalsteinn, Vesturgötu 77,
fæddur 15. júlí 1983, skírður 14.
ágúst. For.: Haraldur Aðalsteins-
son og Ásta Hrönn Jónsdóttir.
Ámi Samúel, Vesturgötu 93,
fæddur 26. maí 1983, skírður 17.
ágúst. For.: Harry Samúel Herluf-
sen og Kolbrún Þorleifsdóttir.
Sigurður Mikael, Reynigrund 18,
fæddur 15. júní 1983, skírður 20.
ágúst. For.: Jón Atli Sigurðsson og
Sigrún Elíasdóttir.
Hafþór, Grenigrund 4, fæddur 2.
ágúst 1983, skírður21. ágúst. For.:
Guðmundur Reynir Reynisson og
Jóna Birna Bjarnadóttir.
Hreinn Örvar, Hjarðarholti 7,
fæddur 10. mars 1983, skírður 4.
september. For.: Hreinn Björnsson
og Ingibjörg Jóhanna Ingólfsdóttir.
Friðrik Veigar, fæddur 17. maí
1983, skírður 4. september. For.:
Guðjón Guðmundsson og Ríkey
Andrésdóttir.
Skúli Már, Bakkatúni 14, fæddur
15. apríl 1983, skírður 19. septem-
ber. For.: Matthías H. Einarsson og
Þórdís Skúladóttir.
Valdimar Þór, Vesturgötu 89,
fæddur 1. september 1983, skírður
21. september. For.: Guðmundur
Valdimarsson og Rósa Mýrdal.
Elva Hrund, Espigrund 9, fædd
24. júlí 1983, skírð 4. ágúst. For.:
Þórir Bergmundsson og Guðríður
Guðmunsdóttir.
Sólbjörg, Vesturgötu 61, fædd 24.
janúar 1983, skírð 27. ágúst. For.:
Björn Steinar Sólbergsson og
Hrefna Harðardóttir.
Tinna, Garðabraut 39, fædd 18.
júlí 1983, skírð 27. ágúst. For.:
Steindór Kristinn Oliversson og
Inga Björg Sigurðardóttir.
HJÓNAVÍGSLUR
21. maí: Bjarni Guðmundsson og
Þórlína Sveinbjörnsdóttir, Sól-
eyjargötu 6.
9. júlí: Valtýr Bergmann Sigríks-
son og Sigríður Þórðardóttir, Eini-
grund 6.
9. júlí: Jón Jóhannsson og
Súsanna Steinþórsdóttir, Stekkjar-
holti 20.
9. júlí: Karl Sigurjónsson og Guð-
rún B. Alfreðsdóttir, Garðabraut
24.
16. júlí: Kristján Þorgils Sigurðs-
son, Suðurbyggð 17, Akureyri og
Ingibjörg Erna Óskarsdóttir,
Garðabraut 37, Akranesi.
20. ágúst: Ármann Hauksson og
Margrét Snorradóttir, Jaðarsbraut
41.
Ákveðið hefur verið að gera til-
raun til að flytja börn sem óska eftir
að taka þátt í barnasamkomum í
kirkjunni okkar, ofan af Grundum,
með skólabílnum á sunnudags-
morgnum og aftur til baka að
kirkjuathöfn lokinni. Barnasam-
komurnar hefjast kl. 10.30 hvern
sunnudagsmorgun og standa til kl.
11.30 eða þar um bil. skólabíllinn
fer af stað kl. 10.10 ofan af Grund-
um og ekur venjulega leið niður að
kirkju. Allar nánari upplýsingar um
tilhögun og kostnað mun bílstjórinn
3. sept: Helgi Magnússon, Jör-
undarholti 100, og Arna Arnórs-
dóttir Krummahólum 8, Reykjavik.
JARÐSUNGNIR
15. júlí: Þorgrímur Vídalín Sigurðs-
son, fyrrv. prófastur, Vesturgötu
70, fæddur 19. nóvember 1905,
dáinn 10. júlí 1983.
15. júlí: Margrét Jóhannsdóttir,
húsmóðir, Blönduhlíð 20, Reykja-
vík.
12. ágúst: Ingibjörg Jóhanna Ing-
ólfsdóttir, Sólmundarhöfða 3, fædd
17. nóvember 1900, dáin 4. ágúst
1983.
1. október: Jónfna Elísabet
Magnúsdóttir, Hjarðarholti 10.
Leiðréttingar úr síðasta annál
sóknarprests
í dálknum „jarðsungnir" voru
eftirfarandi misprentanir:
Hjalti Benjamínsson, á að vera
Benonýsson.
Sigurey Guðrún Júlíusdóttir, fyrrv.
húsmóðir, Kvíabak, á að vera
Kvíabala, jarðsett á Dangsnesi, á
að vera Drangsnesi.
Eru viðeigandi beðnir velvirðingar
á þessum mistökum í prentun
blaðsins.
gefa. En gera má ráð fyrir, að
kirkjan taki einhvern þátt í þeim
kostnaði, sem börnin þurfa að inna
af hendi.
Ég vil hvetja börn, sem hér eiga
hlut að máli, til þess að notfæra sér
þann möguleika, sem þeim er
þannig gefinn til þess að koma í
Guðs hús á helgum dögum.
Fyrsta reglulega ferðin verður
væntanlega farin sunnudags-
morguninn 20. nóvember n.k.
Velkomin í Guðs hús
Björn Jónsson, sóknarprestur
Orðsending frá sóknarpresti til barna í
Grundaskólahverfi
Bœjorblodid
10. nóvember 1983 Verð kr. 25.-
Verður keyptur annar
sjúkrabíll?
Akranesdeild Rauða krossins hefur hug á
Citroen
Chevrolet bifreið Rauðakross deildarinnar
Akranesdeild Rauða Krossins og nýi bíllinn hinsvegar að
hefur nú í hyggju að kaupa nýja sumarlagi.
sjúkrabifreið. Ætlun deildarinnar
er að kaupa sjúkrabifreið að Grímur sagði áætlað verð um-
Citroen gerð og meginástæðan ræddrar Citroenbifreiðar um 550
fyrir því að nú er hugað að bíla- þúsund krónur og ætti deildin
kaupum er hár rekstrarkostnaður talsverðan pening upp í þá upp-
þeirrarsjúkrabifreiðarsemnúerí hæð. Það sem á vantaði yrði
notkun. hinsvegar að brúa með fram-
Grímur Bjarndal, formaður lögum sveitarfélaga í Akranes-
Rauðakrossdeildarinnar sagði í læknishéraði og söfnun meðal
samtali við blaðið að æ fleiri almennings. Hann sagði að góð
sjúkraflutningar væru langflutn- reynsla væri af rekstri þessara
ingar og hentaði þá þungur og bíla út um land en þeir væru þar
harður bíll síður en léttur og fyrst og fremst notaðir í góðri
mjúkur. Núverandi sjúkrabíll er færð. Með kaupum á þessari
stór Chevrolet og er ætlun deild- bifreið myndi stóri bíllinn endast
arinnar að hann yrði notaður beturogsparastmikillkostnaðurí
áfram að vetrarlagi í erfiðri færð rekstri eyðslufreks bíls.
. ...............................
Akranes — Borgarnes:
Sæmundur fékk sérleyfið
Samgönguráðherra úthlutaði
fyrir skömmu Sæmundi Sig-
mundssyni í Borgarnesi, sérleyfi á
leiðinni Akranes-Borgarnes. Um-
sækjendur um sérleyfið voru tveir,
SæmundurSigmundsson, Borgar-
nesi og Hópferðabílar Sveins V.
Garðarssonar, Akranesi.
Sæmundur hefur nú þegar hafið
ferðir milli Akraness og Borgar-
ness og er afgreiðsla hans á Akra-
nesi í Skaganesti og þar fást allar
upplýsingar um áætlunarferðirnar.
Bæjarblaðið hefur ítrekað reynt
að ná í Sæmund undanfarið, til að
spyrjast fyrir um hvert fyrirkomulag
ferðanna verði í framtíðinni, en
Sæmundur er sífellt á ferðinni svo
ekki hefur okkur enn tekist að ná
tali af honum.
Tónlistarskólinn:
Rúmlega 200 nemendur
Nemendur Tónlistarskólans á
Akranesi nú í haust eru 214 og
starfandi kennarar 13. Einn nýr
kennari réðst til skólans nú í haust,
en það er Jón Ólafur Sigurðsson
organisti Akraneskirkju. Kennir
hann fræðigreinaren einnig áorgel
og píanó.
Nokkrir erfiðleikar komu upp í
haust varðandi söngkennsluna þar
sem Hólmfríður Benediktsdóttir
annar söngkennari síðasta vetrar
flutti aftur burt úr bænum og því
varð að fækka söngnemendum frá
í fyrra. Ekki eru þó neinar breyt-
ingar á söngdeildinni því nú stend-
ur til að færa upp söngleik að vori
sem er eftir Bretana Gilbert og
Sullivan. Er þetta gamanleikur í
tveim þáttum og verður fluttur á ísl-
ensku í þýðingu kennara skólans.
Nokkrir félagar úr karlakór Járn-
blendiverksmiðjunnar við Grund-
artanga taka einnig þátt í flutn-
ingnum.
Þrátt fyrir þessi umsvif verður þó
að játa að fjárhagsvandi setur nú
meir en áður svip sinn á starfsemi
skólans. Hafa bæjaryfirvöld nú til
meðferöar erindi frá skólanefnd,
um þetta mál Skólinn starfar, erns
og í fyrravetur, á alls fimm stöðum í
bænum. Á Skólabraut 21 og
Kirkjubraut 8 (gömlu bæjarskrif-
stofunum), en þar er einnig skrif-
stofa skólans. Þá er kennt í báðum
grunnskólunum og í Akraneskirkju.
Nú í vetur, trúlega fyrir jól, mun
Friðrik V. Stefánsson, Ijúka áttunda
stigsprófi, sem er burtfararpróf frá
skólanum.
Er þetta fyrsti nemandinn í sögu
skólans sem tekur öll þau stig sem
hægt er að taka hér á landi við
þennan skóla. Próf þetta veitir Frið-
rik kennsluréttindi og er áttunda
stigið almennt talið háskólastig.