Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 4
4 Beejorblodid Skagaleikflokkurinn 10 ára 8SS Yngri kynslóðin í Skagaleikflokknum á afmælisdaginn 3. maí sl. Mynd: hb Verkefni: Mánuður Leikstjóri 1. Járnhausinn apríl 74 Gísli Alfreðsson 2. Ertu nú ánægð kerling? febr. 75 Jón Júlíusson 3. Fórnarlambið október 75 ÞórirSteingrímsson 4. Gísl mars 76 Herdís Þorvaldsdóttir 5. Puntilaog Matti október 76 Guðmundur Magnússon 6. Þvottakona Napoleons mars 77 Sunna Borg 7. Höfuðbóliðoghjáleigan nóv. 77 Haukur J. Gunnarsson 8. Hlaupvíddsex október 78 Þorvaldur Þorvaldsson 9. GóðidátinnSveik mars 79 Jón Júlíusson 10. Línalangsokkur október79 SigurgeirScheving 11. Allir í verkfall febrúar ’80 SigurgeirScheving 12. Stormurinn október’80 Gísli Halldórsson 13. Atómstöðin mars ’81 GunnarGunnarsson 14. Kabarett maí ’81 15. Litili Kláus og stóri Kláus október’81 Herdís Þorvaldsdóttir 16. Leynimelur13 mars '82 Guðrún Alfreðsdóttir 17. Þiðmuniðhann Jónas sept. ’82 18. Okkarmaður október '82 Sigrún Valbergsdóttir 19. Kjartanskvöld maí ’83 Þórunn Sigurðardóttir 20. Eðlisfræðingarnir nóv. ’83 Kjartan Ragnarsson 21. Dýrin í Hálsaskógi apríl ’84 Guðrún Stephensen Akranesi 19. mars 1984 Þorvaldur Þorvaldsson Gamla Akraborgin selst ekki Engar fréttir af sölu, segir framkvæmdastjórinn Vorið 1981 var fjárhagurinn bágur, ekki síst vegna daufrar að- sóknar á Atómstöðina. Var þá settur upp kabarett til að afla fjár gaf hann nokkrar tekjur. Haust- ið 1982 var haldið skemmtikvöld í félagsheimilinu Rein, sem kallað var „Þið munið hann Jónas“. Var þarflutt ýmis konarefni eftir Jónas Árnason, og var hann sjálfur spurður í þaula og hann stjórnaði fjöldasöng í lokin. Á fyrsta kvöld- inu urðu margir frá að hverfa svo að það var endurtekið í Rein og flutt í Borgarnesi stuttu síðar. Vor- ið 1983 var svo haldið Kjartans- kvöld í Bíóhöllinni þar sem lesnir voru og leiknir kaflar úr leikritum Kjartans Ragnarssonar. Á hverju ári hefur Skagaleik- flokkurinn verið beðinn um að leggja til jólasveina til að skemmta fólki við Akratorg, þegar jólatréð frá Tönder er tendrað nokkrum dögum fyrir jól. Þá hefur það verið nokkuð árviss kvöð á félaginu að leggja til einhver skemmtiatriði á þjóðhátðarskemmíunum bæjar- ins 17. júní. Félagið hefur jafnan brugðist vel við þessum beiðnum og reynt að gera sitt besta til að skemmta bæjarbúum við þessi tækifæri. Nú þegar Skagaleikflokkurinn lítur yfir 10 ára starf þá má segja að ekki hafi verið setið auðum höndum. Þó hafa verkefni oftar en einu sinni frestast um vikur og mánuði vegna leikstjóraskorts. Reynist það oft erfitt fyrir félög úti á landsbyggðinni að fá hæfa leikstjóra á þeim tíma þegar þeim hentar. Oft hefur verið farið í ferðalög með leikrit til nágranna- byggðarlaga, en ekki hafa þær nú alltaf skilað miklum hagnaði. Sú leiksýning sem flakkaði mest var án efa „Höfuðbólið og hjáleig- an“, sem var leikin 7 sinnum úti á landsbyggðinni og einu sinni í Danmörku. Fræg varð ferðin til Sauðárkróks og Blönduóss, þeg- ar ferðalangarnir komust með naumindum suður yfir Holta- vörðuheiði áður en hún lokaðist af snjó, en leiksýning varð engin í þeirri ferð. En af öllum ferðum Skagaleikflokksins með verk á fjarlæg leiksvið, verða þó að von- um ferðirnar með Puntila og Matta og Eðlisfræðingana á sjálft höfuðleiksvið þjóðarinnar. Á þessum tíu,árum hefurfélag- ið haldið allmörg námskeið fyrir félaga í framsögn og sþuna og einnig hefur félagið styrkt nokkra félagsmenn til að sækja nám- Þátttakendur í „Allir í verkfall' skeið annars staðar. Félagsfundir eru orðnir allmargir þar sem kynnt voru leikverk, og sitthvað fleira mætti tína til en hér verður látið staðar numið. Tíu ára afmælisleikrit Skaga- leikflokksins var barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi, undir stjórn Guðrúnar Stephensen. Fer vel á því að minnast þessara tíma- móta með verki fyrir ungu kyn- slóðina, því hún hefur aldrei brugðist Skagaleikflokknum með aðsókn. Um leið og ég árna Skagaleik- flokknum heilla á þessum tíma- mótum og eggja hann til frekari dáða, vil ég þakka öllum þeim mörgu sem þar hafa unnið góð störf til bættrar menningar í þess- um bæ. Að lokum læt ég hér fylgja verk- efnaskrá Skagaleikflokksins í þessi tíu ár. Ég tel Járnhausinn auðvitað með þó að hann hafi í raun verið leikinn og settur upp í nafni Æskulýðsráðs: Gamla Akraborgin liggur enn bundin við bryggju hér verkefna- laus. Bæjarblaðið spurðist fyrir um það hjá Helga Ibsen fram- kvæmdastjóra Skallagríms fyrir skömmu hvort einhverjar fréttir væru af sölu á skipinu. Helgi sagði engar fréttir af því. Menn hefðu komið til landsins að skoða skipið en ekkert hefði kom- ið út úr þeim málum enn sem komið væri. Bæjarblaðið hefur áður minnst á þann möguleika að nota gömlu Akraborgina til ferða yfir Breiða- fjörð og úr því að skipið liggur hér væri kjörið að gera tilraun með það á Breiðafirði í sumar, ef vel tekst til gæti verið um tugmilljóna sparnað að ræða með því að nota þetta skip í stað einhvers af hin- um mörgu bátum sem teiknaðir hafa verið til þessa verkefnis undanfarið. Öndvegis I matur 1— Úrvals þjónusta Veitingahúsid Stillholt \z—l STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SIMI (93)2778 AKRANESKAUPSTAÐUR Tækniteiknari Tækniteiknari óskast fil starfa á tæknideild Akraneskaupstaöar. Skriflegum umsókn- um ber aö skila á tæknideild Akraneskaup- staöar, Kirkjubraut 28, fyrir 1. júní 1984. Nánari upplýsingar veitir bæjartæknifræð- ingur í síma 93-1211. Tæknideild Akraneskaupstaðar

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.