Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 8
17. maí 1984 Verð kr. 25.- Erfitt að staðsetja starfsvöll Staðsetning starfsvallar, þar sem börn bæjarins getafengið út- rás fyrir byggingaþörf sína, virðist vera árlegt vandamál fyrir bæjar- yfirvöld. í eina tíð var hann stað- settur á Jaðarsbökkum og þótti það heldur fjarri byggð og varð það til þess að skemmdarvargar eyðulögðu fyrir krökkunum. í hitt- eðfyrra var hann svo staðsettur á lóð barnaskólans við Háholt, þeirri staðsetningu mótmæltu íbúar nærliggjandi húsa og enn var starfsvöllurinn fluttur til og í fyrra var hann staðsettur á lóð barnaskólans en nú við Vestur- götu og þráttfyrir mótmælti íbúa í nágrenni við starfsvöllinn árið áður þá sáu bæjaryfirvöld ekki ástæðu til að spyrja nágranna starfsvallarins við Vesturgötu um álit. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var staðsetning vallarins í sumar til umræðu og skýrði bæjarstjórn þá frá könnun sem hann hafði gert meðal íbúa í tólf húsum sem liggja að leikvelli milli Heiðarbraut- ar og Brekkubrautar. Bæjarstjóri skýrði frá að aðeins í einu húsi af þessum tólf hefðu fengist jákvæð svör við því að staðsetja starfsvöll á umræddum leikvelli. Bæjarstjóri lagði til að kannað yrði hvort þörf fyrir slíkan starfs- völl væri fyrir hendi og samþykkt var að kanna þau mál nánar vegna þess hve erfitt er að finna honum viðunandi stað. Ný og glæsileg sólbaðs- stofa opnuð í byrjun vikunnar var opnuð ný og glæsileg sólbaðsstofa að Ak- ursbraut 3. Ber hún nafnið Sólbær og eigandi hennar er Valdimar Björnsson. Sólbær er talsvert .meira en sólbaðsstofa, því þar er einnig boðið upp á heitan pott, saunabað og lítilsháttar þrekþjálf- unarbúnað. Þrír sólbekkir eru í Sólbæ og ætti því Skagamönnum ekki að verða skotakuld úr að ná sér í lit á kroppinn. I samtali sem Bæjar- blaðið átti við Valdimar, kom fram að opið verður frá kl. 8 á morgn- ana til 23 alla virka daga. á laugar- dögum verður opið frá kl. 8-20 og á sunnudögum frá 8 til 23. Valdi- mar sagði að fyrst um sinn yrði ekki um sérstaka karla eða kvennatíma, þar sem aðstaða væri til að halda öllu aðskildu. Þó sagði hann að enn væri öll tíma- skipting ómótuð og myndi slíkt einungis ráðast af eftirspurn. Valdimar Björnsson við heitapottinn. — Mynd: hb Aðstaða öll og frágangur í gengis um leið og við hvetjum Sólbæ er mjög góð og án efa með bæjarbúa til að kynna sér starf- því betra sem gerist hérlendis. Semi Sólbæjar. Vilji fólk leita sér Bæjarblaðið óskar Valdimar til nánari upplýsinga þá er síminn í hamingju með staðinn og góðs Sólbæ2944. Notkun heita vatnsins eykst talsvert hér Nú virðist mikið líf vera að fær- ast í nýtingu á umframvatni frá hitaveitunni, en eins og menn muna hefur talsvert verið fjallað um þau mál hér í blaðinu. Fyrir skömmu sótti Guðbjörn Oddur Bjarnason, garðyrkjumað- ur um land undir garðyrkjustöð skammt frá tanki hitaveitunnar við þjóðveginn. Guðbjörn Oddur er Akurnesingur en hefur starfað í Borgarnesi um nokkurt skeið. Hann mun hafa í huga að rækta þarna plöntur og matjurtir. Þá kemur einnig fram í blaðinu í dag áhugi Eyjólfs Friðgeirssonar fiskifræðings á að reisa hér fisk- eldisstöð, og mun áhugi hans beinast að landssvæði skammt frá því sem Guðbjörn Oddur fékk undir garyrkjustöðina. Gamlar myndir og minningabrot |T Sennilega er best að byrja þennan þátt á því að upplýsa nokkur atriði varðandi þann síðasta. Þar var birt mynd af hópi Akurnesinga á skemmti- siglingu og þess getið til, að skipið væri Fagranesið. Tölu- verðar upplýsingar hafa borist um þá mynd og eru nær öll andlit þekkt. Þess verður þó eingöngu getið hér, að umrætt skip var línuveiðarinn Ólafur Bjarnason og ferðalagið var farið að forgöngu Björgunar- sveitarinnar um 1933. Nánari upplýsingar um þessa mynd og aðrar sem birst hafa í þess- um þáttum, verða birtar í heild í 6. þætti. Að þessu sinni gefur að líta eina af bekkjardeildum Barna- skólans á Akranesi, trúlega veturinn 1931-32. Nokkur börn berum við kennsl á, en ekki öll. Kennarinn (nr. 14) er Frímann Jónasson, sem kenndi hér á Akranesi 1925- 33. Upplýsingum má sem fyrr koma til ritstjórnar blaðsins eða Gunnlaugs Haraldssonar safnvarðar (s. 1255 og 2304).

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.