Bæjarblaðið - 11.10.1984, Side 7

Bæjarblaðið - 11.10.1984, Side 7
7 Konur í frystihúsum: Látið leiðrétta BÓNUSRÁNIÐ Samþykkið enga þá samninga, þar sem fólki er gert að vinna á iægri töxtum en lægsta kaup í landinu má vera. Samþykkið heldur ekki það sem heimilar að reikna bónusprósentuna af lægra kaupi en lágmarkslaunin eru. Eins og fólki er í fersku minni voru síöustu samningar ASÍ og VSÍ í febr. sl. 1984 naumlega samþykktir víöast hvar á landinu og sumstaöar felldir þrátt fyrir þaö, aö forustufólk verkalýös- hreyfingarinnar berðist fyrir sam- þykkt þeirra. Það sem var meginágreining- urinn þá, voru tvöföldu taxtarnir og hvernig þeim var ætlaö aö lækka laun þeirra sem vinna í bónus, premíu og með einhvers- konar álagi miöaö viö þaö sem má vera lægsta dagvinnutíma- kaup í landinu, auk þess lækka eftirvinnu, næturvinnu og starfs- aldurshækkanir féllu alveg niður. En eftir aö samþykkt samning- anna haföi veriö barin fram, varö fólki verulega Ijóst hvað hafði skeö og allan tímann síðan hefur óánægjan veriö aö magnast og fólk hefur fengið skilning á því aö t.d. konurnar í bónusnum veröa sjálfar aö borga sér af honum til aö ná lágmarkslaunum. Fólkið mátti í sumu tilvikum vinna á 14% hærra kaupi í eftirvinnu í stað 40%, og á aðeins 47% hærra kaupi í næturvinnu í staö 80%. Bónusinn var reiknaður af 20% lægra kaupi heldur en lágmarks- tímakaup í landinu má vera. Enda þótt ekki fréttist mikið af samningaviöræöum, heyrist þaö þó aö í samningunum sé þaö þungamiðjan aö leiörétta þaö sem búiö er aö færa yfir fólk með tvöföldu töxtunum. Nú í þessari samningalotu á þaö líka aö vera takmarkið aö leiörétta bónusránið, ella munu konurnar sjálfar í fiskiönaöi taka málið í sínar hendur og leggja bónuskerfið niöur, þar til það verður leiörétt. Nú nýlega hefur formaöur Verkamannasambands íslands Guðmundur J. Guðmundsson skrifaö grein meö fyrirsögninni: Bónusrániö. Og í þessari grein viöurkennir hann opinberlega og þaö er vel og heföi mátt vera fyrr, ránskapinn í bónusnum og heitir á fólk að leiðrétta þetta nú í hönd farandi samningum. Hafðu heill sagt þetta Guðmundur Joð. Nú skulum viö stuttlega huga aö uppbyggingu bónussins eins og hann var upphaflega saminn og samþykktur og sem er fyrri hluti bónusránsins en hann er á þá lund, aö til þess að tvöfalda sig í launum þarf að þrefalda sig í vinnu. Þetta hefur verið nefnt línurániö í bónusnum. Eftir- farandi tölur sýna hvernig launin lækka miðað viö unnið magn. Tölurnar eru gildandi taxtar í dag. 6 ára kaup. Taxtak. Bónus Samt. U100pk. 68.29 12.44 80.75 U200 pk. 68.29 49.78 118.07 U300 pk. 68.29 87.11 155.40 Ef aö greitt væri jafnmikið á pk. upp aö 300 liti dæmiö svona út. U100 pk. 80.75 U200 pk. 161.50 U300 pk. 242.50 Þannig lítur ránið út. En þetta er ekki nóg. Síðan hef- Akraneskirkja Barnasamkoma kl. 10,30 á sunnudag. Messa kl. 14. Sóknarprestur AKRANESKAUPSTAÐUR TÆKNIDEILD Breyting á umferðarmerkjum Esjubraut/lnnnesvegur - Þjóðbraut Umferðarmerkjum á gatnamótum Esju- brautar/lnnnesvegar og Þjóðbrautar hefur verið breytt, þannig að biðskylda hefur verið sett á Þjóðbraut gagnvart Esjubraut/lnn- nesvegi. Vegfarendur eru hvattir til að sýna sérstaka varkárni þarna. Tæknideild Akraneskaupstaðar ur verið fundiö upp ráö til aö ræna meiru og þaö er gert meö því sem kalla má taxtaránið, en þaö er gert meö tvöföldu töxtunum og þá er bónusinn greiddur með mikiö lægra kaupi en lágmarkskaup í landinu má vera. En ef bónusinn væri greiddur samkv. lágmarkskaupi í landinu kr. 74.50 á tímann þá liti þaö dæmi þannig út. Tímak. Bónus Samt. U100 pk. 74.50 14.90 89.40 U200 pk. 74.50 59.60 134.10 U300 pk. 74.50 104.30 178.80 Ef aö greitt væri jafnmikið á pk. upp að 300 þá væri dæmið svona. U100 pk. 89.40 U200 pk. 178.80 U300 pk. 268.20 En nú er kona aö byrja aö vinna og byrjar vitanlega á fyrsta árs taxta kr. 60.71 á tímann. Hennar dæmi væri bannig: U100 pk. 60.71 12.44 73.15 U200 pk. 60.71 49.78 110.49 U300 pk. 60.71 87.11 147.82 Hún verður aö borga sjálfri sér af bónusnum 13.79 á klst. til aö ná lágmarkstekjutryggingunni kr. 74.50. Verður þannig sjálf meö Eitt af frystihúsunum hér í bæ. bónusnum aö fylla upp lágmarks- tekjutrygginguna eins og kona sú sem skrifar nýlega um þetta og komst þannig skilmerkilega aö orði: Aö viö erum látin greiða okk- ar eigin laun, veröa sinn eigin at- vinnurekandi. Hún verður sem sé aö greiða sjálfri sér 13.79 á tímann til aö ná því lægstatíma- kaupi í dagvinnu sem nokkur má vera meö í landinu. Þetta geröist í síðustu samn- ingum, auk þess sem yfirvinnu- kaup var líka stórskert. Þannig hafiö þið veriö leiknar verkakonur og enginn leiöréttir þetta nema þiö sjálfar og nú í þessum samningum veröi tvö- földu taxtarnir ekki lagöir niður, eigiö þið góöan leik á boröi sem dugar til aö lagfæra launahliö bónussins en þaö er að leggja bónusinn niður uns hann veröur lagfæröurog leiðréttur. Ef hægt er aö benda á aö fólk fái gott kaup í bónusnum þá ber aö athuga þaö, að það þýöir minni launakostnaður á framleitt magn af hendi atvinnurekanda eins og dæmin bera meö sér. Fellið burt tvöföldu taxtana. Leiðréttið bónusrániö. Ruslið fjarlægt Rusliö sem íbúi viö Jaðarsbraut kvartaöi yfir í síðasta Bæjarblaði, hefur nú verið fjarlægt. Þá hefur einnig veriö komiö fyrir fokgiröingum viö Langasand og er með því reynt aö hindra sandfok, sem oft angrar íbúa á Jaðarsbökkum. Jazzballett Bóru -skóli Líkomsrækt Vegna mikillar eftirspurnar mun Jazzballettskóli Báru í fyrsta sinn færa kennsluna út fyrir veggi skólans í Reykjavík. Boðið verður upp á kennslu í jazzballett fyrir börn og unglinga og I ík- amsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. Kennsla fer fram í Rein áfimmtudögum. 9 vikna námskeið frá 18. okt. -13. des. Upplýsingar og innritun í síma 2520,11., 12 og 13. október. Afhending skírteina í Rein sunnudaginn 14. októberfrá kl. 2-5. Gjald. kr. 1.350 jazz kr. 1.500 líkamsrækt Kennari: Bára Magnúsdóttir.

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.