Fréttablaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 4
Að auki var í
forhönnun skoðað
að bora undir Elliðaárnar og
Reykjanesbrautina, en
sökum mikillar áhættu í
slíku verki var fallið frá því
auk þess sem það var
langsamlega dýrasti kostur-
inn.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir,
upplýsingastjóri Veitna
NÝR RAM 3500
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR
OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI.
EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG
LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA
CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK.
RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
CREW CAB
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d
35
” d
ek
k
BANDARÍKIN Donald Trump, for
seti Bandaríkjanna, fór með rangt
mál þegar hann sagði að rannsókn
Roberts Mueller, sérstaks saksókn
ara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós
að forsetinn væri alsaklaus af ásök
unum um að hann hafi hindrað
framgang réttvísinnar. Þetta sagði
Mueller sjálfur þegar hann kom
fyrir dómsmálanefnd fulltrúa
deildar þingsins í gær.
Ekki var ákveðið að ákæra Trump
fyrir nokkurn glæp vegna rann
sóknarinnar. Er það vegna reglna
dómsmálaráðuneytisins um að ekki
skuli ákæra forseta Bandaríkjanna.
Er Jerry Nadler, Demókrati og for
maður nefndarinnar, spurði Muell
er hvort hægt væri að ákæra Trump
eftir að hann lætur af embætti sagði
Mueller svo vera.
Trump svaraði fyrir sig á Twitt
er. „Þannig að Demókratar mega,
ólöglega, skálda upp glæp og gera
mjög saklausum forseta upp sakir
og þegar hann svarar fyrir sig gegn
þessari ólöglegu árás á ríkið er hann
sakaður um að hindra framgang
réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump.
Hann hélt áfram og gagnrýndi að
Mueller hafi ekki sérstaklega rann
sakað Hillary Clinton, keppinaut
Trumps árið 2016, James Comey,
fyrrverandi alríkislögreglustjóra,
Mueller sjálfan og f leiri aðila.
„Hvers vegna rannsakaði Robert
Mueller ekki hvernig og hvers
vegna hin spillta Hillary Clinton
eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að
bandaríska þingið STEFNDI henni?
Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA
lögmenn!“ – þea
Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers
Donald Trump, forseti Bandaríkj-
anna. NORDICPHOTOS/AFP
1. Gunnar Víking: Lík kistan og steinninn
bíða í bíl skúrnum
2 „Að vera transkona og fara í sund er eigin lega
ekkert grín“
3 Vest fj arð a laust Ís lands k ort vek ur
hneyksl an
4 Georg fékk fyrstur að hitta Archie
5 Vísundur þeytti 9 ára stelpu upp í loft
ORKUMÁL „Við erum ekki bara
að endurnýja lagnir heldur líka
stækka þær í þessari framkvæmd,“
segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir,
upplýsingastjóri Veitna, um endur
nýjun lagna frá Reykjanesbraut við
Sprengisand í gegnum Elliðaárdal
og upp með Rafstöðvarvegi.
„Um er að ræða fráveitulagnir,
kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir,
raflagnir ásamt fjarskiptalögnum
Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu.
Kostnaðaráætlun heildarverksins
er um 1,5 milljarðar en inni í þeirri
tölu er hlutur Reykjavíkurborgar,
Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu,“
segir Ólöf.
Athygli hefur vakið að fjarlægja
á hitaveitustokka sem liggja þvert
yfir Elliðaárdal neðanverðan og
leggja nýjar lagnir neðanjarðar í
staðinn. „Skoðaðar voru nokkrar
lausnir fyrir þverun Elliðaáa fyrir
allar veitulagnir,“ segir Ólöf.
Aðspurð um kostnaðinn við þá
lausn sem valin hefur verið yfir
Elliðaárdal, það er lagning neðan
jarðar með tveimur hituveitulögn
um, segir Ólöf hann áætlaðan 410
milljónir króna. Lagnir ofanjarðar
á steyptum undirstöðum yfir Ell
iðaár hefðu kostað 450 milljónir og
lagning ofanjarðar í nýjum steypt
um stokki yfir Elliðaár myndi kosta
570 milljónir króna.
„Að auki var í forhönnun skoð
að að bora undir Elliðaárnar og
Reykjanesbrautina, en sökum mik
illar áhættu í slíku verki var fallið
frá því auk þess sem það var lang
samlega dýrasti kosturinn. Annar
ókostur við slíka framkvæmd er
að við borun þurfa lagnir að vera á
miklu dýpi sem gerir alla viðhalds
vinnu afar erfiða,“ útskýrir Ólöf.
Ekki er eingöngu verið að endur
nýja lagnir heldur líka stækka þær.
„Einnig er verið að bæta við kalda
vatnslögnum og rafstrengjum. Því
eru núverandi stokkar of litlir fyrir
endurnýjaðar og nýjar lagnir,“ segir
Ólöf.
Enn fremur bendir Ólöf á að ef
steypa ætti nýja stokka þyrfti sú
vinna að fara fram yfir sumartím
ann. „Það getur haft mikil áhrif á
lífríki Elliðaánna en áhersla er lögð
á að raska því sem allra minnst við
framkvæmdirnar. Eru þær tíma
settar til að svo megi verða,“ segir
hún. Lagnirnar eiga að ganga undir
kvíslar Elliðaánna og verður það
verk unnið að vetrarlagi svo það
trufli ekki göngur laxfiska.
Stokkarnir yfir Elliðaárdal eiga
sér sögu sem nær áttatíu ár aftur
í tímann og hafa þeir unnið sér
sess sem samönguæð þeirra sem
ganga, hlaupa og hjóla í dalnum.
„Fyrsti stokkurinn var lagður þegar
Reykjaæð var lögð úr Mosfellssveit
á stríðsárunum. Samkvæmt mínum
heimildum var það unnið á árunum
1939 til 1943,“ segir Ólöf sem kveðst
ekki hafa nákvæmar upplýsingar
um það hvenær á því tímabili stokk
urinn yfir Elliðaárnar var byggður.
gar@frettabladid.is
Lögn undir dal á 410 milljónir
Veitur leggja nýja lögn neðanjarðar, undir Elliðaárdal og kvíslar Elliðaánna. Ódýrasti kosturinn segir
upplýsingastjóri Veitna. Núverandi stokkar eru of litlir til að unnt sé að endurnýja lagnir í þeim.
Hitaveitustokkur var fyrst lagður yfir Elliðaárdal í framkvæmdum á árunum 1939 til 1943. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BRETLAND Boris Johnson tók í gær
formlega við embætti forsætisráð
herra Bretlands eftir að hann sótti
fund drottningar. Er valdatíð Ther
esu May þar með lokið.
„Við í þessari ríkisstjórn munum
nú vinna hörðum höndum að því að
veita landsmönnum þá forystu sem
þeir eiga skilið,“ sagði Johnson á
tröppum Downingstrætis 10 í gær.
Bætti því við að nú myndi vinnan
hefjast fyrir alvöru.
Hinn nýi forsætisráðherra á ein
mitt erfitt verkefni fyrir höndum
enda þarf hann að sigla heim
útgöngu Bretlands úr Evrópusam
bandinu. Hann hefur heitið því að
Bretar haldi í samþykktan útgöngu
dag, 31. október, og fresti honum
ekki eins og áður hefur verið gert.
Jafnvel þótt það þýði samningslausa
útgöngu.
Þetta þykir andstæðingum samn
ingslausrar útgöngu ekki gott.
Jo Swinson, Evrópusinni og nýr
leiðtogi Frjálslyndra demókrata,
sagði til að mynda í gær að stefna
Johnsons væri „afskaplega óábyrg“.
May þakkaði fyrir sig áður en hún
lét af embætti. Sagði undanfarin ár
hafa verið mesta heiður sem henni
hefur verið sýndur. „Takk fyrir að
treysta mér og gefa mér þetta tæki
færi.“ – þea
Boris tekinn við
Forsætisráðherra og drottning í
Buckingham-höll. NORDICPHOTOS/AFP
2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
5
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
8
-C
9
2
8
2
3
7
8
-C
7
E
C
2
3
7
8
-C
6
B
0
2
3
7
8
-C
5
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K