Fréttablaðið - 25.07.2019, Síða 6
Væg hækkun á f lugfargjöldum í
sumar getur átt sér nokkrar skýr
ingar að sögn greinenda sem Frétta
blaðið ræddi við. Aðalhagfræðingur
Íslandsbanka segir að það geti tekið
tíma að laga fargjöld að breyttu
samkeppnisumhverfi. Lægra olíu
verð geti einnig spilað inn í. Sér
fræðingur hjá Landsbankanum
segir að taka verði mælingunni með
fyrirvara enda hafi fall WOW air
raskað mælingum Hagstofunnar.
Samkvæmt verðmælingum Hag
stofu Íslands fyrir júlímánuð hækk
uðu f lugfargjöld til útlanda um
einungis 6,3 prósent á milli mán
aða. Þetta er mun vægari hækkun
en hefur sést síðustu tvö ár þegar
hækkunin nam rúmlega 20 pró
sentum á milli mánaða. Ef litið er
til síðustu fimm ára þá hafa f lug
fargjöld hækkað að meðaltali um
21 prósent í júlímánuði.
Gefi nýjasta mæling Hagstof
unnar rétta mynd af verðþróuninni
er 12 prósentum ódýrara að f ljúga
til útlanda í júlí í ár en í júlí fyrir
ári. Það kom greinendum á óvart
enda hefur samkeppnin minnkað
eftir fall WOW air og f lugframboð
dregist saman. Mælingin var tölu
vert lægri en spá greiningardeilda
Arion banka og Landsbankans, en
aðeins lægri en spá Íslandsbanka
um níu prósenta hækkun.
„Það hefur verið öðruvísi hækk
unartaktur í f luginu á þessu ári
samanborið við síðustu ár en það er
okkar skoðun að minni samkeppni
muni jafnt og þétt skila sér í hækk
andi verði. Hins vegar getur verið að
í þessari mælingu hafi vegið á móti
að Icelandair, sem vegur þungt í
mælingum Hagstofunnar á f lug
fargjöldum, hafi viljað hafa vaðið
fyrir neðan sig. Þannig vilji þeir
frekar fylla vélarnar heldur en að
bregðast of snarpt við minnkandi
samkeppni með því að keyra upp
verðin,“ segir Jón Bjarki Bentsson,
aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í
samtali við Fréttablaðið.
„Það tekur oft smá tíma fyrir
markaðinn að uppgötva nýtt sam
band milli eftirspurnar og verðs
þegar miklar breytingar verða á
framboðshliðinni á skömmum
tíma, eins og þegar WOW air féll.“
Tölfræðigreining bankans sýnir
að til skemmri tíma sé eldsneytis
verð á heimsmarkaði, gengi krón
unnar og árstíðasveif lur helstu
áhrifaþættirnir sem stýra þróun
fargjalda. Jón Bjarki bendir á að
eldsneytisverð hafi lækkað verulega
seinni hlutann í maí. Það geti verið
önnur skýring á verðþróuninni.
„Icelandair hefur vissulega meiri
varnir gagnvart sveif lum í elds
neytisverði heldur en WOW air
hafði en samt sem áður er félagið
næmt fyrir sveiflum í verðinu. Það
var brött lækkun í síðari helmingi
maímánaðar og það er ekki ósenni
legt að sú lækkun hafi haft áhrif,“
segir Jón Bjarki. Auk þess geti gott
veðurfar hér á landi hafa dregið úr
eftirspurn eftir ferðum Íslendinga
til útlanda í sumar.
„Breytt samkeppnisumhverfi á
eftir að skila sér af fullum krafti í
hærri verðum, sérstaklega í ljósi
þess að afkoma Icelandair síðustu
misseri hefur gefið til kynna að far
gjöld þurfi að hækka. Hækkunin
gæti hins vegar verið að færast yfir á
seinni hluta ársins,“ segir Jón Bjarki.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur
í hagfræðideild Landsbankans,
segir að mælivandi geti að einhverju
leyti skýrt þessa niðurstöðu í mæl
ingum Hagstofunnar.
„Hagstofan er með ákveðið
reiknilíkan fyrir fargjöldin. Hag
stofan athugaði verð til nokkurra
ólíkra áfangastaða. Miðað er við
f lug þar sem brottför er 14 dögum,
einum mánuði og tveimur mán
uðum eftir að f lugmiði er keyptur.
Fyrir fall WOW var vægi þess 30
prósent á móti 70 prósent hjá Ice
landair. Það sem síðan gerist er að
fall WOW air raskar reiknilíkaninu
og það þurfti að ákveða hvernig ætti
að mæla fargjöldin framvegis,“ segir
Sveinn.
„Tölurnar eru áhugaverðar, sér
staklega samanburðurinn milli ára
en við tökum þeim með fyrirvara.
Ég held að uppgjör Icelandair muni
gefa skýrari mynd af stöðunni,“
segir Sveinn en Icelandair Group
birtir uppgjör sitt fyrir annan árs
fjórðung fimmtudaginn 1. ágúst.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag
stofunni voru önnur flugfélög tekin
inn í verðmælinguna eftir fall WOW
air en aðferðum við útreikninga var
ekki breytt. Þessi undirliður vísi
tölunnar sveiflist töluvert og erfitt
sé að segja til um áhrifin enda stutt
síðan breytingin var gerð.
thorsteinn@frettabladid.is
Þannig vilji þeir
frekar fylla vélarnar
heldur en að bregðast of
snarpt við minnkandi
samkeppni með því að
keyra upp verðin.
Jón Bjarki Bentsson,
aðalhagfræðingur Íslandsbanka
21%
er meðalhækkun fargjalda
milli júní og júlí síðustu 5 ár.
✿ Flugfargjöld til útlanda
35
30
25
20
15
10
5
Breyting milli júní og júlí árin 2015
til 2019.
2015 2016 2017 2018 2019
6,
3%
23
%
20
,3
%
13
,5
%
32
,7
%
Tregða í þróun flugfargjalda
Væg hækkun fargjalda
í sumar getur átt sér
margar skýringar að
sögn greinenda. Ice
landair fari varlega í
hækkanir, olíuverð hafi
lækkað og fall WOW air
hafi raskað verðmæling
um. Minni samkeppni
skili sér þó á endanum
með hærri fargjöldum.
Icelandair hefur reitt sig á það að meðalfargjöld í flugbransanum muni hækka með tímanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
JP Morgan telur gengi Marels geta
farið upp í 4,7 evrur á næstu 18
mánuðum sem er um 7 prósentum
yfir gengi bréfanna í kauphöllinni
í Amsterdam í dag og 27 prósentum
yfir útboðsgenginu. Þetta kemur
fram í verðmati bankans sem er
bjartsýnn á horfurnar. Eftir far
sæla skráningu sé Marel vel í stakk
búið til að styðja undir frekari vöxt
með yfirtökum. Þá kemur fram að
Marel leggi mikla áherslu á rann
sóknir og þróun, framlegð fyrir
tækisins sé meiri en meðalfram
legð í greininni og það beri minni
skattbyrði en önnur fyrirtæki í
sama geira. Hlutabréfin eigi því að
vera hátt verðlögð. – tfh
JP Morgan sér
tækifæri í Marel
OAKLEY
hlaupagleraugu
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Ker
ecis hefur verið í undirbúningsferli
hjá Kauphöllinni varðandi skrán
ingu félagsins á hlutabréfamarkað
á næstu misserum. Þetta herma
áreiðanlegar heimildir Fréttablaðs
ins en valið mun standa milli kaup
hallarinnar á Íslandi annars vegar og
í Toronto hins vegar.
Markmið skráningarinnar er að
eiga greiðari aðgang að stofnana
fjárfestum til að fjármagna ytri vöxt
fyrirtækisins. Stjórnendur Kerecis
horfa til vaxtarára stoðtækjafram
leiðandans Össurar sem fjármagn
aði yfirtökur á tíu fyrirtækjum í
Bandaríkjunum á árunum 2000 til
2005 í kjölfar skráningar á hluta
bréfamarkað.
Kerecis lauk fyrr á árinu fjár
mögnun fyrir jafnvirði rúmlega
tveggja milljarða króna en miðað við
gengið í hlutafjárhækkuninni gæti
virði Kerecis verið allt að 12,4 millj
arðar króna. Tekjur Kerecis námu 4,6
milljónum dala á síðasta ári en gert
er ráð fyrir að þær meira en áttfaldist
og verði komnar í 39 milljónir dala á
næsta ári. Það kom fram í fjárfesta
kynningu sem Arion banki útbjó
fyrr á árinu. – tfh
Kerecis býr
sig undir
skráningu
Verksmiðja Kerecis á Ísafirði.
MARKAÐURINN
2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
5
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
8
-D
C
E
8
2
3
7
8
-D
B
A
C
2
3
7
8
-D
A
7
0
2
3
7
8
-D
9
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K