Fréttablaðið - 25.07.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 25.07.2019, Síða 10
Mikilvægt að nálgast sorgina af kærleika Anna Lísa Björnsdóttir er for- maður Gleym mér ei – styrktar- félags, en félagið hefur það að markmiði að vera til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á með- göngu eða stuttu eftir fæðingu. Anna Lísa er ein af stofnendum félagsins og hefur lengi sinnt starfi þess. Hún segir að ekki sé rætt á nægilega opinskáan hátt um snemmbúinn fósturmissi. „Ég tala auðvitað kannski of mikið um fósturmissi, og missi á meðgöngu en svona í daglegu tali í samfélaginu er lang oftast talað um frjósemi út frá þeirri vissu að allt muni ganga vel á meðgöngu,“ segir Anna Lísa. „Það er ekki tekið inn í þessa hefðbundnu umræðu að allt að þriðja hver kona muni upplifa missi á meðgöngu, langflestar fyrir tólf vikur,“ bætir hún við. Því að missa fóstur getur fylgt mikil sorg og mismunandi er hvernig sorgin kemur fram á milli einstaklinga. Anna Lísa segir að engin ein viðbrögð séu rétt eða röng. Sumar konur haldi áfram strax á meðan aðrar upplifa sjálfsásökun eða mikinn missi. Stundum komi tilfinningarnar upp miklu seinna. „Við hjá Gleym mér ei erum með stuðningshóp á net- inu fyrir fósturlát og annan fyrir andvana fæðingar, það hjálpar sumum að tala við fólk í sömu stöðu en það er líka svo mismun- andi hvernig sorgin brýst út.“ Margar konur kjósa að upp- lýsa ekki um þungun fyrr en þær eru gengnar tólf vikur. Anna Lísa segir það samfélagslega reglu að segja ekki frá. „Þetta er kannski af því að fósturlát gerist oftast á þessum vikum. Það gerir það líka að verkum að kannski er ekki „leyfilegt“ að syrgja missi fyrir tólf vikur, en það getur samt verið mikil sorg. Og þá eru foreldrar, eða móðir, komin í þá stöðu að þurfa að þykjast vera í lagi en vera samt syrgjandi ein, og það getur verið einangrandi, jafnvel innan annars góðs sambands,“ segir Anna Lísa. Hún segir að mikilvægt sé að gefa sorginni sem fylgir gaum og hlusta á fólkið í kringum sig. „Reyndu að nálgast þessa sorg með kærleika, kærleika til þín, kærleika til maka, kærleika til aðstandenda. Og besta ráðið sem yndisleg vinkona mín gaf mér var – það sem fólk þó segir í vanmætti sínum, segir það af kærleika.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei hefur lagt sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem bæði missa fóstur og barn. Til að mynda hefur félagið sett á laggirnar minningarkassa sem foreldrum andvana fæddra barna eru færðir og innihalda til að mynda handaför og fótspor and- vana fæddra barna þeirra, ásamt því að standa fyrir endurbótum duftreits fyrir fóstur í kirkjugarð- inum í Fossvogi. Félagið er alfarið rekið á styrkjum og segir Anna Lísa að án þeirra væri félagið ekki til. „Ég verð því að fá að minna á að hægt er að styrkja félagið í gegn um Reykjavíkurmaraþon Ís- landsbanka sem er eina fjáröflun félagsins,“ segir Anna Lísa. Að eignast barn er nefni- lega ekki sjálf- sagður hlutur. Teitur Guðmundsson læknir Helga Finnbogadóttir hefur bæði fætt andvana barn og misst fóstur Vill að fólk viti að hún hafi gengið með tvö börn Helga Finnbogadóttir er 39 ára gömul. Hún hefur bæði misst fóstur og fætt andvana barn. Hún á þó einn dreng sem er 18 ára í dag. „Árið 1999 fæddi ég andvana barn í þrítugustu viku, dreng sem var tæpar fjórar merkur. Hann var jarðaður og fékk nafnið Brynjar Örn,“ segir Helga. Hún segir að hún hafi svo orðið þunguð árið 2015 en það hafi reynst utanlegsfóstur sem hafi þurft að fjarlægja. Eftir aðgerðina var annar eggjastokkurinn stíflaður og óvirk- ur. Hún og maðurinn hennar hafa reynt að eignast barn eftir það, en það hefur gengið illa. Þau hafa farið í sex uppsetningar hjá Livio sem hafa reynt mikið á þau bæði. Aðeins ein uppsetning varð að fóstri, sem hún þó missti síðar, fyrr á þessu ári. Helga segir að í fyrra skiptið, þegar hún var gengin 30 vikur, hafi hana ekki grunað neitt. „Allt hafði gengið svo vel, en svo fór ég að finna seyðing, eins og túrverki, sem ágerðust,“ segir Helga. Hún segir að móðir hennar hafi fylgt henni á spítalann þar sem henni var tjáð eftir skoðun að það hefði ekki fundist hjartsláttur. „Ég fékk eðlilega sjokk og eftir það er ferlið í móðu. Sem betur fer var yndisleg ljósmóðir á staðnum sem hélt utan um okkur og útskýrði vel allt sem þá fór í gang. Ég fékk að fara heim, fara í bað og undirbúa mig fyrir gangsetningu. Fór svo á spítalann tveimur tímum seinna þar sem ég fór í gangsetningu til að fæða barnið. Eftir að ég fékk lyfja- gjöf þá fékk ég f ljótt hríðir. Tíu tímum seinna fæddi ég andvana dreng,“ segir Helga. Hún segir að hann hafi verið tekinn um leið og hún hafi ekki fengið að sjá hann fyrr en eftir að hann var þrifinn og settur í föt. „Ég var í hálfgerðri leiðslu þegar fæðingin var í gangi og ég var alltaf að vona að hann væri á lífi en auðvitað heldur maður alltaf í vonina. Þegar komið var með drenginn til mín, þrifinn og í fötum og ég horfði á hann í fyrsta sinn þá brá mér mikið og mér leið mjög illa, enda leit hann ekki vel út og ég vissi í raun ekki við hverju ég ætti að búast,“ segir Helga. Hún segir að sér finnist gott að tala um missinn og finnst mikil- vægt að fólk viti að hún hafi gengið með tvö börn. Hún hafi í bæði skiptin verið búin að segja sínum nánustu frá. Lengra viðtal má nálgast á frettabladid.is Hrafnhildur Sverrisdóttir hefur misst fjórum sinnum á fyrsta þriðjungi Á bak við hvern missi er barn Hrafnhildur hefur f jórum sinnum misst fóstur – í öll skiptin á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Þegar Hrafnhildur missti í fyrsta sinn bjó hún tíma- bundið í Pakistan við störf og hafði farið í snemmsónar þar á áttundu viku. Þegar hún kom til Íslands tæpum þremur vikum síðar fór hún til kvensjúk- dómalæknis til að tryggja að allt væri í lagi. Þar kom í ljós að hjartsláttur var ekki lengur til staðar og því um óútskýrt fóst- urlát að ræða. Í annað skiptið kom fósturlátið í ljós í snemmsónar en í þriðja og fjórða skiptið byrjaði að blæða. Hrafnhildur segir að þeim Þor- valdi, manni hennar, hafi liðið hræðilega í öll þessi skipti. „Þó að okkur hafi grunað að eitt- hvað væri að þá vonuðum við að sjálfsögðu að við hefðum rangt fyrir okkur og að þarna inni væri töffari sem væri bara að láta hafa dálítið fyrir sér alveg frá byrjun. En svo tekur biðin á sónarbekknum við þar sem maður liggur og bíður milli vonar og ótta með ótal hugsanir í kollinum á meðan læknirinn situr þögull með sónartækið og skoðar. Og svo kemur bomban: „Því miður þá er enginn hjartsláttur í þessu fóstri“,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að hún hafi í öll skiptin orðið verulega sorgmædd og upplifað gríðarleg vonbrigði. „ Í hver t sk ipt i spurði ég mig að því hvort ég hefði gert eitthvað rangt. Hvort ég hefði átt að slaka meira á, vinna minna, borða hollara, ekki drekka neitt kaffi, eða þá hvort eitthvað væri líkamlega að hjá mér. Hugurinn fer á f lug með alls konar mögulegar útskýringar,“ segir Hrafnhildur. Á fréttablaðið.is má finna ítar- legri frásögn Hrafnhildar um hvert skipti sem hún missti og hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá fóstrið rannsakað eftir að hafa misst fóstur þrisvar. Hrafnhildur segir að í öll skiptin sem hún varð ólétt hafi hún deilt fréttunum með sínum nánustu. Hún segir að það hafi ávallt verið henni mikilvægt, því við fóstur- missinn, hafi það verið sama fólkið sem stóð við hlið hennar. Hún segir að þegar samræður við annað fólk hafi leiðst inn á þessa braut þá hafi hún stundum sagt frá þeirra reynslu. Oft hafi komið í ljós að aðrir hafa sömu reynslu. „Mér finnst styrkur í því þó ég óski engum þess að ganga í gegnum fósturmissi, hvað þá ítrekað. Fóstur- missir er það algengur að mér finnst eiginlega galið að ræða hann ekki. Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt málefni og hver og einn velur að sjálfsögðu þá leið sem hentar en ég held að opin umræða sé af hinu góða og hjálpi frekar en hitt að takast á við svona upplifun,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur segir að það sem henni sé minnisstæðast varðandi fósturlátin sé hvernig maður missir vonina meir og meir við hvern missi. Hrafnhildur segir að lokum að ekki megi gleyma því í umræðu um fósturmissi að á bak við hvern missi er barn. Hún og maður hennar hugsi stundum til þess að nú gætu þau átt börn sem væru orðin „þetta og þetta gömul“. Lengra viðtal má nálgast á frettabladid.is Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki f lestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta með- göngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er til- tölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fóstur- missi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir f lesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðra- vernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi. Fósturmissir Anna Lísa Björnsdóttir. TILVERAN 2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 8 -C 4 3 8 2 3 7 8 -C 2 F C 2 3 7 8 -C 1 C 0 2 3 7 8 -C 0 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.