Fréttablaðið - 25.07.2019, Page 14
Frá degi til dags
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þetta er
málflutning-
ur sem er
algjörlega á
skjön við þau
lögmál sem
siðaðar
þjóðir viður-
kenna.
Kannski ætti
Ísland að
stefna að
lægsta
verðlagi í
Evrópu. Þá
væri hægt að
leita fyrir-
mynda þar
sem verðlag
er hvað lægst,
eins og í
Albaníu og
Búlgaríu.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra
stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mann-
réttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mann-
réttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði
mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á
landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá
markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrú-
lega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum
stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá
hópi fólks hér á landi.
Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sann-
gjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku.
Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur
tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að
láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins
og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið
samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka.
Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á
landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og
koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að
hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir
koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum
sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir
enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki
laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er
algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir
viðurkenna.
Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða
áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað
uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte
er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu
um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki
raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og
hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann
að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna
gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála
í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni
þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans:
„Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik
múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkis-
stjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru
aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Banda-
ríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar
sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur
með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt,
en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum.
Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn,
er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru
mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er
þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er
formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu
Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar
æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku
þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Við-
vörunarljósin blikka.
Viðvörunarljós
Hvalveiðar, mannanafnanefnd og lista-mannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um
þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri
laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag.
Í vikunni voru enn einu sinni f luttar fréttir
af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að
vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir
veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu,
en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku
fjölmiðlar til og f leiri eltu með vandlætingu á
ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá
sem mest?
Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá
Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri.
Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman
verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli
hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana
sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks
eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum
og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd
sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlags-
listanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er
hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verð-
mætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera
markmiðið.
Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort
taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd
fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi
nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við
evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en
í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil.
Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti
Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá
væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er
hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botn-
sætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við
kannski að því að verða draumaland Erdogans með
24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?
Að dæma Akureyri
í Staðarskála
Konráð
Guðjónsson
hagfræðingur
Viðskiptaráðs
Augu Davíðs opin
Nú er búið að blanda trúar-
brögðum inn í hina uppörvandi
umræðu um þriðja orkupakk-
ann. Fjölmiðlamaðurinn Hallur
Hallsson gerir það í skrifum
sínum gegn Birni Bjarnasyni.
Björn er fylgjandi en Hallur
sterkt á móti.
Hallur, sem er mjög trúaður af
skrifum sínum að dæma, segir
að Björn sjái ekki ljósið og vaði
því í villu og svíma. „Jesús opnar
augu meðan trúlausir eru með
augu gallokuð. Björn Bjarnason
hefur beint spjótum sínum að
velgjörðarmanni sínum, Davíð
Oddssyni, vegna 3jaO. Davíð
hefur aftur og aftur lýst því að
hann fylgi Jesú Kristi. Augu
Davíðs eru opin meðan augu
Björns eru gal-lokuð.“
Jeminn eini.
Meint úthýsing
Annars er það að frétta af Halli
að hann segir að honum hafi
verið úthýst af Hrafnaþingi
vegna skrifa hans um orkupakk-
ann. „Vinir mínir á Hrafnaþingi
hafa ekki beðið mig að koma
aftur eftir að Ingvi Hrafn barði
borðið vegna afstöðu minnar til
3jaO,“ segir Hallur.
Þessu hafnar sjálfur Ingvi Hrafn.
„Hallur Hallsson hefur verið
og verður áfram einn af okkar
uppáhalds gestaráðherrum
Heimastjórnarinnar og reglu-
lega til hans leitað, á því hefur
engin breyting orðið,“ segir Ingvi
Hrafn. arib@frettabladid.is
2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
5
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
8
-D
3
0
8
2
3
7
8
-D
1
C
C
2
3
7
8
-D
0
9
0
2
3
7
8
-C
F
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K