Fréttablaðið - 25.07.2019, Side 26
Hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Arndísar Kr. Magnúsdóttur
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
félagsþjónustu, heimahjúkrunar og hjúkrunarheimilisins
Ísafoldar fyrir góða aðstoð og umönnun.
Jóhanna Kr. Hauksdóttir Örlygur Örn Oddgeirsson
Magnús I. Stefánsson
Guðlaugur Stefánsson Kristjana Guðjónsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Kristján Kristjánsson, einn af okkar merkari heim-spekingum, er sextugur í dag. Hann fæddist 25. júlí 1959 í Hveragerði, sonur skáldsins Kristjáns frá
Djúpalæk og Unnar Friðbjarnardóttur
frá Staðartungu í Hörgárdal.
Brosandi segir Kristján að aldurinn
leggist ekkert sérstaklega vel í sig. „Ég
skil vel Woody Allen þegar hann sagð-
ist vilja verða ódauðlegur í alvörunni en
ekki bara í verkum sínum,“ segir hann.
Námsferill
Eftir nám við Menntaskólann á Akur-
eyri lauk Kristján BA-gráðu í heim-
speki og þýsku frá Háskóla Íslands
árið 1983, hlaut kennararéttindi frá
Kennaraháskóla Íslands árið 1986, lauk
M.Phil.-prófi í heimspeki við St. And-
rews-háskóla í Skotlandi árið 1988 og
doktorsprófi við sama skóla árið 1990.
Kristján kenndi við Háskólann á
Akureyri frá 1991 til ársloka 2007 þegar
hann tók við nýrri stöðu prófessors í
heimspeki menntunar við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands. Hann tók
síðan við stöðu prófessors við Háskól-
ann í Birmingham árið 2012 og starfar
nú þar við Jubilee-stofnunina. Þar er
unnið að fjölbreyttum rannsóknum á
siðferðisþroska og tilraunum í mann-
kostamenntun, einkum fyrir breska
skólakerfið, en einnig að ráðgjafarverk-
efnum fyrir menntamálaráðuneyti víða
um heim.
Fræðimaðurinn …
Doktor Kristján er afkastamikill fræði-
maður. Hann hefur gefið út þrjár bækur
um menntaheimspeki í Bretlandi á síð-
astliðnum sex árum. Sú nýjasta, um far-
sæld sem markmið menntunar (Flour-
ishing as the Aim of Education), kom út
fyrir nokkrum dögum. Alls hefur Krist-
ján gefið út þrjú ritgerðasöfn á íslensku
og átta bækur á ensku. Eftir hann liggja
á annað hundrað ritrýndra fræðigreina í
þekktum alþjóðlegum tímaritum á sviði
heimspeki, menntunar, sálfræði og heil-
brigðisvísinda.
Við Jubilee-stofnunina, þar sem hann
er aðstoðarforstjóri, vinnur Kristján
að fjölbreyttum rannsóknum á sið-
ferðisþroska og tilraunum í mannkosta-
menntun. Þar starfa á þriðja tug heim-
spekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga
og menntunarfræðinga við rannsóknir
á sviði mannkostamenntunar.
Kristján segist reyna að sannfæra
hagnýtt-þenkjandi fólk í stjórnmála-
og atvinnulífinu um nauðsyn þess að
byggja upp siðferðilegar dyggðir. Í anda
heimspekingsins Aristótelesar leiði
dyggðugt líferni til farsæls lífs. „Við þurf-
um ekki endilega að kenna krökkum að
gera frábæra hluti, því það geta ekki allir
unnið Ólympíugull eða Nóbelsverðlaun,
en við getum kennt þeim að gera hvers-
dagslega hluti frábærlega vel.“
Hann segir að rétt eins og einstakling-
um sé gott að staldra við og velta fyrir
sér hvert líf þeirra stefnir, sé hollt fyrir
skólamenn og skólakerfið að spyrja
grundvallarspurninga um hver séu hin
hinstu rök og æðsti tilgangur mennt-
unar. „Vitaskuld hefur menntun nota-
gildi fyrir framtíðarstörf og lifibrauð, en
við megum ekki gleyma því að menntun
hefur líka sjálfgildi,“ segir Kristján.
„Sama gildir um mannkosti eins og
þakklæti eða góðvild. Við viljum að fólk
sé þakklátt og góðviljað þegar við á, ekki
bara vegna notagildis fyrir samfélagið.“
Á Íslandi virðist samhljómur meðal
skólamanna um að megintilgangur
náms sé þroski í víðum skilningi, en
spyrja þarf hvort ekki þurfi að fylgja
þessum gildum betur en aðeins í orði
kveðnu. „Er alvara að baki orðunum?“
spyr Kristján.
Fjölskyldan
Eiginkona Kristjáns er Nora Tsai list-
fræðingur og sonur hans er Hlér Krist-
jánsson, doktorsnemi í skammtaeðlis-
fræði við Oxford.
Hver eru áhugamálin?
„Ég á erfitt með að skilja milli áhuga-
mála og vinnunnar. Ætli ég skemmti
mér ekki best þegar einhver hlustar af
athygli á það sem ég hef að segja á fundi
eða ráðstefnu og segist hafa lært eitt-
hvað af því.“
Ertu ekki á heimleið?
„Gildir ekki bara gamli frasinn um
að hver vegur að heiman sé vegurinn
heim?“
Á að gera eitthvað í tilefni dagsins?
„Ég held upp á afmælið seinna. Ég
þarf að klára fræðilega ritgerð í dag. Ég
er vinnualki – og það er ekki endilega
mannkostur! Ég þarf að læra meira af
sjálfum mér …, “ segir afmælisbarnið
sposkt. david@frettabladid.is
Kristján Kristjánsson
heimspekingur sextugur
Doktor Kristján er afkastamikill fræðimaður. Auk ýmissa bóka hefur hann birt á
annað hundrað ritrýndra fræðigreina í þekktum alþjóðlegum tímaritum.
Kristján starfar sem pró-
fessor í heimspeki við Há-
skólann í Birmingham og
rannsakar siðferðisþroska
og mannkostamenntun.
Sumarið 1943 var seinni heimsstyrjöldin að snúast gegn
öxulveldunum og Mussolini að missa tökin á eigin heima-
landi. Sameinaður her Bandaríkjamanna og Bretlands tók
Sikiley og vann sig svo upp Ítalíuskaga.
Fasistaflokkurinn ítalski ákvað þann 25. júlí að steypa
leiðtoga sínum, Benito Mussolini, af stóli og síðar um
daginn var hann handtekinn. Í kjölfarið samdi konungur
landsins, Victor Immanuel III, vopnahlé við bandamenn.
Þjóðverjar tóku þá yfir Norður-Ítalíu, björguðu Mussolini
úr haldi og settu hann aftur á stall. Mussolini var handsam-
aður af kommúnistum í lok stríðsins og tekinn af lífi.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 25 . J Ú L Í 19 4 3
Fasistaflokkurinn steypir Mussolini
Fasistaleiðtoginn
Benito Mussolini.
Ég held upp á afmælið seinna.
Ég þarf að klára fræðilega rit-
gerð í dag. Ég er vinnualki – og
það er ekki endilega mann-
kostur!
Sögufélag Eyfirðinga gaf út nýverið verkið Eyfirð-ingar framan Glerár og
Varðgjár. Jarða- og ábúenda-
tal. Frá elstu heimildum til
ársloka 2000.
Eyfirðingar framan Glerár
og Varðgjár er mikið verk. Í
sex bindum eða 2.377 blað-
síðum er rakið ábúendatal
jarða aftur á landnámsöld,
slitrótt reyndar og ekki allra,
en samfellt frá árinu 1703.
Jón Hjaltason, formaður
Sögufélags Eyfirðinga, segir
að útgáfan eigi sér langan
aðdraganda. „Höfundurinn,
Stefán Aðalsteinsson, lagði
drög að verkinu um 1950 en
varð bráðkvaddur í janúar
1975. Þá vantaði talsvert upp
á ábúendatalið. Það var síðan
árið 2002 sem ritnefnd Sögu-
félagsins tók að sér að ljúka
verki Stefáns,“ segir Jón.
Hann segir Birgi Þórðarson
á Öngulsstöðum hafa veitt
starfinu forystu og haft sér til
fulltingis Kristján Sigfússon á
Ytra-Hóli, Bernharð Haralds-
son og Hauk Ágústsson. Bern-
harð hafði þá nýlega hætt
störfum sem skólameistari
Verkmenntaskólans á Akur-
eyri en Haukur sem kennslu-
stjóri í fjarkennslu við sama
skóla.
„Í verkinu segir Stefán
meðal annars sögur af ábú-
endum – jafnvel kjaftasögur.
Hann er þó stundum hikandi
við að birta lýsingar presta á
sóknarbörnum og veltir fyrir
sér fjöllyndi eyfirskra bænda.
Stefán hefur bersýnilega
dvalið lengi á Þjóðskjalasafni
og Landsbókasafni til að viða
að sér fróðleik, líklega daga
og nætur, þó það þekkist ekki
lengur.“ Jón hikar ögn en segir
svo: „Já, ég hlýt að segja þetta
því að fróðleikurinn sem Stef-
án hefur grafið upp er slíkur
að ég get ómögulega skilið
hvernig hann fann þetta allt
saman og hef þó sjálfur farið
í hans spor. Eða að minnsta
kosti reynt það.“ Að auki er í
ritinu fróðleg grein ritstjór-
ans, Birgis Þórðarsonar, um
hreppa,“ segir Jón. Þá fylgir
ritinu mannanafnaskrá sem
Jóhann Ólafur Halldórsson og
Katrín Úlfarsdóttir unnu.
„Sem var annar höfuð-
verkur og hann ekki lítill,“
segir Jón. „Nafnaskráin
leggur undir sig heilt bindi og
var ótrúlegur höfuðverkur.
Að ákveða hvernig ætti að
byggja hana upp var að gera
mig vitskertan og hefði gert
það ef Jóhann Ólafur hefði
ekki komið til. Afskaplega
úrræðagóður maður, enda
Svarfdælingur.“
Jón segir Sögufélag Eyfirð-
inga vera félagsskap um
fjögur hundruð Eyfirðinga.
„Þetta er áhugamannafélag
sem hefur það höfuðmarkmið
að sýna forfeðrum okkar þá
virðingu að láta þá ekki falla
í gleymsku, fólkið sem lagði
grunn að því samfélagi sem er
okkar – sannleikurinn er sá að
aldrei í sögunni hefur íslenska
þjóðin haft það betra en akk-
úrat núna. Það er því okkar að
sýna þeim virðingarvott sem
lögðu hornstein að þessu góða
lífi. Þess vegna birtast gjarnan
viðtöl í Súlum við núlifandi
fólk sem hefur marga fjöruna
sopið. Þannig eiga Súlur að
færa jafnt fortíð sem nútíð
til félagsmanna,“ segir Jón
Hjaltason. – ds
Eyfirðingar, sex
binda stórvirki
Höfundurinn Stefán Aðalsteinsson en hann lést 1975.
2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
5
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
8
-E
1
D
8
2
3
7
8
-E
0
9
C
2
3
7
8
-D
F
6
0
2
3
7
8
-D
E
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K