Fréttablaðið - 02.08.2019, Blaðsíða 6
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
BRETLAND Englandsbanki hefur
lækkað hagvaxtarspár sínar vegna
vaxandi óvissu um Brexit. Gerir
bankinn nú ráð fyrir 1,3 prósenta
hagvexti í ár í stað 1,5 prósenta
vaxtar og að vöxturinn á næsta ári
verði 1,3 prósent í stað 1,6 prósenta.
Bankinn ákvað í gær að halda
stýrivöxtum óbreyttum, eða í 0,75
prósentum. Spár byggja enn á því að
Bretland gangi úr Evrópusamband-
inu með samningi en jafnframt er
varað við því að hagvöxtur gæti
orðið miklu minni verði útgangan
án samnings.
Þá heldur gengi pundsins áfram
að falla og hafði í gær ekki verið
lægra gagnvart Bandaríkjadal síðan
í janúar 2017.
Boris Johnson forsætisráðherra er
staðráðinn í því að Bretland yfirgefi
ESB þann 31. október næstkomandi,
með eða án samnings. Hann hefur
sagt að hann muni ekki setjast að
samningaborðinu nema ESB gefi
eftir í deilunni um landamæri
Írlands og Norður-Írlands. – sar
Hagvaxtarspár
lækka vegna
óvissu um Brexit
Boris Johnson er ákveðinn í út-
göngu 31. október. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Boris skoðar alifugla
Boris Johnson, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, skoðar alifugla í heimsókn sinni á Shervington-bóndabýlið í St. Bridges í Wales á þriðju-
daginn síðastliðinn. Á ferð sinni reyndi Johnson að af la nýrri landbúnaðaráætlun sinni stuðningsmanna en á næstunni mun forsætisráðherrann
umdeildi kynna 300 milljóna punda fjárveitingu sem ætlað er að hjálpa samfélögum í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. NORDICPHOTOS/GETTY
HOLLAND Samkvæmt nýjum lögum
sem tóku gildi í Hollandi í gær er
fólki bannað að hylja andlit sitt
á almenningsstöðum svo sem í
skólum, sjúkrahúsum og á lögreglu-
stöðvum og í almenningssamgöng-
um. Lögreglu er gert að bjóða fólki
að fjarlægja klæðnaðinn ellegar
hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu
þúsund íslenskar krónur.
Strax á fyrsta degi bannsins má
segja að það hafi fallið um sjálft
sig þegar lögreglan sagðist ekki
setja það í forgang og að löggæslu-
mönnum þætti óþægilegt að fram-
fylgja því. Einnig benti lögreglan á
þau óþægindi sem það gæti valdið
að konur væru ekki velkomnar inn
á lögreglustöð bæru þær blæju.
Ta lsmenn a l menning ssa m-
gangna í Hollandi hafa gefið það
út að starfsfólki verði ekki gert að
tryggja að lögunum verði fram-
fylgt í lestum, neðanjarðarlestum,
rútum og sporvögnum sé lögregla
ekki á staðnum.
„Lögreglan hefur sagt að búrku-
bannið sé ekki í forgangi og að
það muni taka 30 mínútur í það
minnsta að bregðast við útkalli af
því tagi,“ segir Petro Peters, tals-
maður almenningssamgangna.
„Þetta þýðir að ef starfsmenn
okkar eiga að framfylgja banninu
geri þeir það án aðstoðar lögreglu
og það er ekki í þeirra verkahring
að gefa út sektir og tryggja að fólk
fari eftir lögum,“ bætir hann við.
Starfsmönnum hefur verið ráðlagt
að minna konur sem hylja andlit
sitt á lögin en meina þeim þó ekki
að nota almenningssamgöngur.
Bann við búrkum og öðrum
fatnaði sem hylur andlit fólks hefur
tekið gildi í mörgum löndum Evr-
ópu og eru um það skiptar skoðanir.
Margir segja það ekki hlutverk ann-
arra að segja fólki hvernig það eigi
að klæða sig, aðrir segja það brot á
trúfrelsi og sumir telja búrkur og
annan hyljandi andlitsklæði kúg-
andi fyrir konur.
Um fjögur prósent íbúa Hollands
eru múslimar en talið er að einungis
150 konur hylji andlit sitt daglega
og að um 400 geri það við ákveðin
tækifæri.
Femke Halsema, borgarstjóri
Amsterdam, hefur lýst óánægju
sinni með lögin en ekki er gert ráð
fyrir að yfirvöld muni bregðast sér-
staklega við því.
Amnesty International hefur sagt
að bannið sé brot á rétti kvenna til
að velja hvernig þær klæði sig en
Mannréttindadómstóll Evrópu
úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann
færi ekki í bága við Evrópusáttmál-
ann um mannréttindi.
birnadrofn@frettabladid.is
Lögreglan setur bann við
búrkum ekki í forgang
Holland er nú í hópi fjölda annarra landa í Evrópu þar sem umdeilt bann við búrkum tók gildi í gær.
Lögreglan setur bannið ekki í forgang og segir það valda lögreglumönnum óþægindum. Starfsmenn
almenningssamgangna framfylgja ekki banninu og segja það ekki í sínum verkahring að sekta fólk.
Svokallað „búrkubann“ eða bann við klæðum sem hylja andlit fólks tók gildi í Hollandi í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Strax á fyrsta degi
bannsins má segja að það
hafi fallið um sjálft sig.
BRETLAND Hin nítján ára gamla
Alana Cutland, frá Milton Keynes
í Bretlandi, lést eftir að hún féll úr
f lugvél á leið frá Madagaskar í vik-
unni. Reuters greinir frá.
Alana opnaði sjálf dyr f lugvélar-
innar sem varð til þess að hún féll
frá borði um tíu mínútum eftir f lug-
tak. Lík hennar hefur ekki fundist
enn.
Hún lagði stund á nám í náttúru-
vísindum við Cambridge-háskóla í
Bretlandi og hafði verið við rann-
sóknir á afrísku eyjunni Mada-
gaskar en var á heimleið þegar hún
féll úr vélinni yfir Savannah-eyði-
mörkinni.
Alönu er lýst sem ábyrgðarfullri
og sjálfstæðri konu sem var elskuð
af fjölskyldu sinni. Foreldrar hennar
segja hana hafa verið fulla af ævin-
týraþrá. „Alana greip hvert tækifæri
sem henni var boðið af eldmóði og
tilfinningu. Hún þráði ævintýri og
leitaðist ávallt eftir því að að auka
þekkingu sína og reynslu á sem best-
an hátt,“ segir móðir hennar. – bdj
Féll úr flugvél
Flugvélin var af gerðinni Cessna.
NORDICPHOTOS/GETTY
2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
7
-6
C
B
8
2
3
8
7
-6
B
7
C
2
3
8
7
-6
A
4
0
2
3
8
7
-6
9
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K