Fréttablaðið - 02.08.2019, Blaðsíða 24
F imm listamenn sýna í Stofunni Duus Safna-húsum í Reykjanesbæ. List a mennir nir er u : Anna Halin, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Helgi Þor-
gils, Olga Bergmann og Rósa Sigrún
Jónsdóttir. Umsjónarmenn verk-
efnisins eru Valgerður Guðlaugs-
dóttir og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Sýningin stendur til 18. ágúst.
„Við buðum þessum fimm lista-
mönnum að vinna með upplif-
anir sínar af Suðurnesjum í gamla
félagsheimilinu í Höfnum sem
við fengum afnot af. Þar var opin
vinnustofa og áhersla var lögð á
að verkin yrðu unnin á pappír.
Afraksturinn er þessi sýning,“ segir
Helgi.
Esjan á silkiþrykk
„Verkin eru mjög ólík enda hópur-
inn breiður. Leifur Ýmir er frekar
ungur í listinni og svo erum við
með Helga Þorgils sem hefur
fengist við list sína í áratugi. Lista-
mennirnir eru líka með ólík efnis-
tök,“ segir Valgerður.
Leifur hlaut hvatningarverð-
laun ársins 2019 fyrir sýninguna
Handrit í D-sal Hafnarhússins.
Hann sýnir fínlegar grafíkmyndir
af fuglabungum og silkiþrykks-
mynd þar sem nafnið Esjan er
skrifað. „Hann býr í Reykjavík og
Esjan er heimafjallið hans og getur
sömuleiðis verið heimafjallið hér.
Skriftin í verkinu er eins og fjall-
lendi. Leifur sagðist vera búinn að
vera heilt ár að reyna að ná réttu
skriftinni og náði henni meðan
hann var hér,“ segir Valgerður.
Verk úr vísareikningum
Helgi Þorgils sýnir kolateikningar
af höfninni og í myndaröð hans
er einnig að finna tvær teikningar
af sýningarstjórunum, Valgerði
og Helga. „Hann hefur komið oft
til okkar og núna sat hann úti og
teiknaði,“ segir Valgerður.
Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir
vatnslitamyndir og vídeó. „Hún er
listamaður sem fer út í náttúruna
og vinnur í því smágerða og saumar
jafnvel í verkin. Vídeóið sýnir nær-
myndir af þessum þrívíðu verkum
hennar,“ segir Helgi.
Olga Bergmann á skemmtileg
verk á sýningunni sem eru búin til
úr pappamassa, þar á meðal fram-
talsgögnum og vísareikningum.
Anna Halin sýnir loftmyndir sem
gerðar eru með bleki, vatnslitum og
akrýl. „Hún er mikið að velta fyrir
sér f lugumferðinni, mannvirkjum
og leiðum í loftinu yfir okkur,“
segir Helgi.
Menningarlíf utan höfuðborgar
Valgerður og Helgi hafa unnið ötul-
lega að því að halda uppi menn-
ingu í Reykjanesbæ og svæðinu
þar í kring. „Við búum í Höfnum
sem eru hluti af Reykjanesbæ. Við
erum ásamt f leira fólki að leitast
við að sýna að það sé menningar-
líf fyrir utan höfuðborgarsvæðið.
Það gengur ágætlega. Við fáum
listafólk til okkar og oft kemur fólk
sem hefur búið á svæðinu og vill
upplifa svæðið sitt aftur í gegnum
það sem við erum að gera og finnst
kærkomið að koma aftur,“ segir
Valgerður.
VIÐ ERUM ÁSAMT
FLEIRA FÓLKI AÐ
LEITAST VIÐ AÐ SÝNA AÐ ÞAÐ
SÉ MENNINGARLÍF FYRIR UTAN
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Valgerður Guðlaugsdóttir eru umsjónarmenn verkefnisins.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Esjan eftir Leif Ými Eyjólfsson. Skriftin í verkinu er eins og fjalllendi.
Þetta verk Olgu er búið til úr fram-
talsgögnum og vísareikningum.
Upplifanir af Suðurnesjum
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Anna Halin, Leifur
Ýmir Eyjólfsson,
Helgi Þorgils,
Olga Bergmann og
Rósa Sigrún Jóns-
dóttir sýna verk
sín í Reykjanesbæ.
Breiður hópur með
ólík verk, segja
umsjónarmenn
verkefnisins.
Líf og fjör í Akureyrarkirkju í kvöld.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
2. ÁGÚST 2019
Viðburðir
Hvað? Óskalagatónleikarnir 2019
Hvenær? 20.00
Hvar? Akureyrarkirkja
Óskar Pétursson söngvari, Eyþór
Ingi Jónsson organisti og sál-
fræðingurinn Hjalti Jónsson flytja
uppáhaldslög gesta. Miðaverð er
3.000 kr. og forsala er á tix.is.
Hvað? Harmonikuhátíðin Nú er lag
Hvenær? 21.00
Hvar? Borg í Grímsnesi
Dansleikir föstudag, laugardag og
sunnudag.
Hvað? Myndlistarsýning
Hvenær? 17.00
Hvar? Kompan Alþýðuhúsinu á
Siglufirði
Magnús Helgason opnar sýningu
sem ber yfirskriftina Kaliforníu-
rúllur Magnúsar.
Hvað? Lífið í litum
Hvenær? 14.00
Hvar? Deiglan, Akureyri.
Nedelja Marijan opnar sýningu.
Sýningin Lítils háttar væta – Stafræn öld vatnsberans verður opnuð næstkomandi
laugardag, 3. ágúst, í Verksmiðj-
unni á Hjalteyri
Þar sýna listamennirnir Bryn-
dís Hrönn Ragnarsdóttir, Eygló
Harðardóttir, Geirþrúður Finn-
bogadóttir Hjörvar, Lee Lorenzo
Lynch, Dan deMarre, Ólöf Helga
Helgadóttir, Páll Haukur Björns-
son, Pétur Már Gunnarsson og
Þorbjörg Jónsdóttir.
Sýningarstjóri er Erin Honey-
cutt.
Á sýningunni eru könnuð
samskipti vatns sem myndhverf-
ingar undirmeðvitundarinnar
og f læðis stafrænna upplýsinga
sem nútíma samfélag byggir á
og minnir á að upplýsingar eru
grundvöllur konseptlistar.
Sýningin stendur til 8. septem-
ber.
Lítils háttar væta
Sýningin verður opnuð um helgina í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
7
-6
2
D
8
2
3
8
7
-6
1
9
C
2
3
8
7
-6
0
6
0
2
3
8
7
-5
F
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K