Fréttablaðið - 02.08.2019, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.08.2019, Blaðsíða 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson Síðasta sumar reyndi veðráttan svo mjög á þolrif margra Íslendinga að þeir gerðu snemmbúnar ráðstaf­ anir í vetur til þess að tryggja sér sól í júlí. Þetta hefur leitt til þess að margt sama fólkið og rigndi niður á Íslandi í júlísúldinni 2018 hefur mátt þola linnu­ lausar blíðviðrisfréttir frá heimahögun­ um nú í sumar. Myndir af berrössuðum börnum að hoppa í lækjum, léttklæddu fólki flatmagandi við sundlaugarbakka og brosandi fjallagörpum í brakandi sól á tindum fjalla og breiðum jökla hafa fyllt snjallsímaskjái þeirra Íslendinga sem yfirgáfu landið um hásumar til að húka á flugvöllum og stikna svo í sumarhitum Evrópu. Og nú er runnin upp helgin sem markar fyrir flestum endalok hásum­ arsins og hægfara innreið raunveru­ leikans. Það byrjar rólega, en brátt fer að þykja viðeigandi á vinnustöðum að pota kurteisislega í fólk og heimta upplýsingar um „stöðu mála“ sem sett voru til hliðar í júní. Tölvupósthólfin fara smám saman að fyllast af slíkum innheimtubréfum. Eftir að hafa náð að slaka á og njóta sumarsins; hvort sem er innanlands eða erlendis, þurfa flestir að setja sig á ný í stressuðu stellingarnar og byrja að venja sig við þá hugsun að sumarið sé að líða, alltof fljótt. Hefðirnar Mikil verðmæti eru fólgin í því að samfélag fylgi sameiginlegum takti. Jafnvel þótt það geti verið freistandi að slá stundum hlutum á frest þegar það hentar, þá eru oft yfirgnæfandi verðmæti fólgin í því að halda við hefðum og góðum venjum. Dæmi um það er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Hún var haldin fyrst árið 1874, en þá voru sambærilegar hátíðir, þjóðmenn­ ingarhátíðir, haldnar víða um land til þess að fagna þúsund árum Íslands­ byggðar, afhendingu nýrrar stjórnar­ skrár og heimsókn Kristjáns níunda Danakonungs. Hún mun vera röng sú útbreidda saga að Eyjamenn hafi haldið hátíðina í Herjólfsdal þar sem veður hafi hamlað þeim ferð upp á land. Það stóð alltaf til að halda hátíðina í Herjólfsdal og við það var staðið þann 2. ágúst, fyrir nákvæmlega 145 árum. Vestmannaeyingar kunnu svo vel að meta þessi hátíðarhöld að sterk hefð þróaðist fyrir hátíð í Dalnum um þetta leyti árs, og hefur hún haldist óslitið frá 1915, en þjóðhátíð féll niður vegna heimsstyrjaldar árið 1914. Þessi tími árs hentaði vel til hátíðarhalda, eins konar uppskeru eftir úteyjaveiði og sumar­ vertíð. Reyndar voru Eyjamenn ekki þeir einu sem gerðu atlögu að því að við­ halda hátíðarhöldum eftir 1874 en alls staðar annars staðar en í Vestmanna­ eyjum aflagðist siðurinn þó fljótlega, löngu áður en hann náði að festa rætur sem siður eða hefð. Að halda kúrs Mjög vandasamt er að viðhalda góðum hefðum þannig að þær hvorki staðni vegna íhaldssemi eða afmyndist vegna tækifærismennsku. Allar stofnanir sem lifað hafa í margar kynslóðir þekkja hversu vandrataður þessi vegur er; eins og sést á kaþólsku kirkjunni sem baðst árið 2008 afsökunar á því að hafa dæmt Galileó í fangelsi fyrir að halda því fram að jörðin snérist um sólina á sautjándu öld. En þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hefur ratað þennan stíg vel. Eftirvænt­ ing fólks á öllum aldri er raunveruleg og sönn. Gestir sem telja sig vera að koma á útihátíð uppgötva að bak við töfra þjóð­ hátíðarinnar eru djúpstæðar rætur. Þeir sem telja sig vera að mæta á forneskju­ lega hátíð uppgötva að helsta einkenni hefðarinnar er einmitt að vera ætíð vettvangur fyrir það nýjasta, ferskasta og besta. Rætur þjóðhátíðar eru nægi­ lega sterkar til þess að þola rækilegan hristing. Þjóðhátíð hefur verið haldin í ýmiss konar veðri og vindum í gegnum sög­ una og hefur mismikill bragur verið á hátíðarhöldunum. Á síðustu áratugum hefur þjóðhátíðin orðið að hálfgerðri sameign allrar þjóðarinnar því fjöl­ margir Íslendingar, sem lítil tengsl hafa við Eyjar, eignast smám saman hluti í hefðunum með því að mæta ár eftir ár og gerast Eyjamenn í nokkra daga á hverju ári. Þeir vita að það verður aldrei hætt við að halda þjóðhátíð, hvað sem á bjátar og hvernig sem viðrar. Græna grasið Fróðlegt verður að sjá hvernig miða­ pantanir í flug til útlanda í júlí 2020 þróast nú þegar veturinn nálgast. Það er hættuspil fyrir sóldýrkendur að stóla á íslenska veðráttu í júlí, þótt þetta ár hafi reynst bjart. Sumarið 2018 lagði fyrir okkur gildru sem leiddi til þess að margir misstu af mörgum dýrðar­ dögum í heimahögum. Og væri þá ekki dæmigert að veðrátta næsta sumars verði hörmung og óheppni þeirra tvö­ faldist, sem misstu af yfirstandandi sumri? Það er auðvitað mikilvægt að geta brugðist við aðstæðum og festast ekki um of í hjólförum síns eigin vana eða ákvarðana þegar forsendur breytast. Margir Eyjamenn hafa lent í því að vera staðráðnir í því að vera fjarverandi á þjóðhátíð, en hitt svo sjálfa sig fyrir í Herjólfsdal áður en helgin er liðin. En það er önnur hlið á þeim peningi, nefnilega sú að það getur orðið býsna lýjandi að vera stöðugt á útkikki eftir einhverju betra en því sem maður hefur. Stundum borgar sig nefnilega alls ekki að vaða yfir lækinn, jafnvel þótt grasið sé sannarlega grænna hinum megin þá stundina. Það er aldrei að vita nema staðan verði orðin breytt þegar maður loksins kemst upp á hinn bakkann. Og stundum þarf maður að þola rigninguna brosandi í þeirri vissu að best sé að standa sem fastast í lapp­ irnar þegar það freistar hvað mesta að hopa og hörfa. Sólin brýst ætíð fram að nýju—en hún skín ekki á þá sem gefist hafa upp á biðinni. Grasið er grænast í Dalnum Sólin brýst ætíð fram að nýju— en hún skín ekki á þá sem gefist hafa upp á biðinni. Sigmundur Davíð, þetta er bréf sem fjallar um manninn sem er stöðugt að leita að ann­ arra manna flísum, sitjandi á eigin bjálka. Sigmundur Davíð, það var einu sinni forsætisráðherra á Íslandi sem samdi við kröfuhafa í þrota­ bú allra íslensku bankanna. Í húfi voru gífurlegir hagsmunir þjóðar­ innar og má leiða að því rök að það hafi sjaldan eða aldrei verið gerðir samningar sem skiptu fólkið í landinu meira máli. Svo kom allt í einu í ljós að forsætisráðherrann var sjálfur einn af kröfuhöfunum. Hann var sem sagt að semja við sjálfan sig fyrir hönd þjóðarinnar. Þegar honum var bent á þetta hélt hann því fram að það væri ekki svo vegna þess að það væri konan hans en ekki hann sjálfur sem ætti kröfurnar. Sú skýring virkar einfald­ lega ekki vegna þess að fjárhagslegir hagsmunir hjóna eru þannig sam­ ofnir að hagsmunir hennar eru í raun hagsmunir hans. Í stað þess að skammast sín fór forsætisráðherr­ ann að agnúast út í blaðamennina sem sögðu þjóðinni frá þessu; hélt því fram að um væri að ræða sam­ særi gegn honum meðan þjóðin leit á þetta sem samsæri hans gegn henni. Alvarleiki málsins er með öllu óháður því hvernig samningar náðust við kröfuhafa. Það eru ein­ faldlega býsna stór mistök þegar for­ sætisráðherra á hagsmuna að gæta í því að ná slæmum samningi fyrir hönd þjóðar sinnar. Þú varst þessi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð. Svo voru það einu sinni nokkrir alþingismenn sem fóru út á Klaust­ urbarinn og drukku meira en góðu hófi gegndi og glötuðu um stundar­ sakir þeim hömlum sem leggja af mörkum til kurteisi í tali manna á milli. Afleiðingin var sú að þessir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar sögðu ýmislegt sem var alls ekki við hæfi. Þetta er í sjálfu sér ekki stórmerki­ legt vegna þess að áfengi er eitur sem breytir starfsemi heilans á þann hátt að hann hugsar öðru vísi en honum er eðlilegt og það sem frá honum kemur í orðum hefur ekki bara tilhneigingu til þess að vera drafandi heldur líka óskynsamlegt. Flest okkar hafa lent í þessu og fæst okkar hafa efni á því að hneykslast á því að svona geti gerst yfirhöfuð þótt ýmislegt af því sem heyrðist á Klausturbarnum í þetta skiptið bendi til þess að þingmennirnir hafi ekki beinlínis verið á góðum stað áður en drykkjan hófst. Það sem gerði Klausturferð þingmannanna virkilega athyglisverða eru viðbrögð þeirra við því að samtöl þeirra voru tekin upp og spiluð fyrir eyrum landsmanna. Í stað þess að viður­ kenna einfaldlega að þeir hafi verið fullir og sagt alls konar vitleysu sem þeir allsgáðir meini ekki og skamm­ ist sín fyrir mátti á þeim skiljast að sá sem tók upp samtalið væri ábyrg­ ur orða þeirra en ekki þeir sjálfir. Samkvæmt þessari nýstárlegu túlk­ un á tilvistarhyggjunni væru allir þeir sem horfa á tré falla í skóginum í raun réttri skógarhöggsmenn. Sig­ mundur Davíð, þú ert einn af þing­ mönnunum á Klausturbarnum og sá sem leiddi þá í tilraunum til þess að kenna konunni sem tók up samtalið um ykkar eigin sóðaskap. Og svo skrifaðirðu tvær greinar, Sigmundur Davíð, sem birtust í Morgunblaðinu um sýndarstjórn­ mál sem bendir til þess að þú ætlist til þess að lesendur hafi gleymt þeim atburðum tveimur sem er lýst hér að ofan. Það er nefnilega erfitt að ímynda sér betri dæmi um samspil sýndarmennsku og stjórnmála en þá tvo. Í fyrri greininni fjallarðu um loftslagsbreytingarnar ógnvænlegu eða hnattræna hlýnun og dæmir allar tilraunir til þess að vinna gegn þeim sem sýndarmennsku. Þú gengur meira að segja svo langt að hæðast að lítilli stúlku sænskri sem hefur náð athygli heimsbyggðar­ innar fyrir það hversu skýrlega hún hefur tjáð áhyggjur sínar af fram­ tíðinni. Það er niðurstaða mælinga að hnötturinn er að hitna. Þess vegna er hnattræn hlýnun ekki kenning heldur staðreynd. Það er ósönnuð kenning að maðurinn leggi af mörkun til hlýnunarinnar með lífsháttum sínum. Það er hins vegar búið að leiða töluverðar líkur að því að sú kenning sé rétt. Það er líka ósönnuð kenning að maðurinn geti minnkað hlýnunina með því að breyta lífsháttum sínum. Það er einnig búið að leiða nokkrar líkur á því að sú kenning sé rétt hvort svo sem fyrri kenningin sé rétt eða röng. Það er hafið yfir allan vafa að ef hnötturinn heldur áfram að hitna eins hratt og hann gerir í dag er stutt í að það fari að skerða lífsskilyrði mannsins. Þess vegna er það skylda okkar við börn okkar, barnabörn og komandi kynslóðir að ganga út frá því sem vísu að seinni kenningin sé rétt af því að hitt væri óásættanleg uppgjöf. Það má síðan um það deila hvað séu bestu aðferðirnar til þess að kæla okkar ástkæra hnött og hversu miklu við ættum að fórna af lífsgæðum augnabliksins til þess að bjarga lífum framtíðarinnar. Það er ljóst á lestri greinar þinnar, Sigmundur Davíð, að þú ert einn af þeim sem vilja ekki miklu fórna og síðan hitt að sú fyrirlitning sem þú sýnir hugmyndinni um endurheimt votlendis bendir til þess að þú búir ekki að miklum skilningi á líffræði, efnafræði eða þeirri almennri þekk­ ingu sem býr að baki hugmyndum annarra um það hvernig best sé að taka á vandanum. Þú dæmir hugmyndir annarra sem sýndar­ mennsku án þess að benda á aðrar betri sem er bara ein aðferðin við að hvetja til þess að ekkert sé að gert. Seinni greinin þín fjallar um þá sem þú kallar förufólk og eru þeir sem flýja fátækt, stríð og aðra eymd þriðja heimsins. Þú bendir réttilega á að heimurinn sé ekki að höndla vel þann vanda sem af þessu hlýst. Það er hins vegar í mínum huga ekk­ ert rétt og allt rangt við þá ályktun sem má lesa milli línanna hjá þér að þess vegna eigum við taka á þessu fólki af hörku þegar það rekur á okkar fjörur sem flóttafók í leit að næturstað. Þú nefnir sem dæmi um vandann ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í valda­ tíð Obama en minnist ekki orði á þá hörmung sem Trump hefur valdið á sama stað. Það má skilja sem svo að þú lítir aðgerðir Trumps sem lausn á vandanum; að reisa himinháa múra á landamærum við þau lönd þar sem eymd ríkir og skilja að kornabörn og foreldra þeirra ef þau lauma sér inn í landið svo að öðrum skiljist að það sé eins gott fyrir þau að halda sig heima. Það er ljóst á þeim orðum sem þú birtir í greinunum tveimur í Morgunblaðinu að í leit þinni að pólitískum stuðningi í samfélaginu ert þú að gera út á þá vonlausu og firrtu og í stað þess að varða þeim leið út úr því ástandi ertu að ala á vonleysinu og firringunni. Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. Þetta er langt fyrir neðan virðingu þess Sigmundar Davíðs sem kom eins og ferskur blær inn í íslensk stjórnmál fyrir nokkrum árum. Hann barðist fyrir hugsjónum sínum. Í dag er býsna erfitt að átta sig á hvert þú ert að fara nema það sé hvað sem er fyrir hvaða stuðning sem er. Hvað sem er Opið bréf til Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins Kári Stefánsson forstjóri Ís- lenskrar erfða- greiningar Þú ert að fylgja fordæmi öfgaflokka í Evrópu og Trumps í Bandaríkjunum. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 0 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 7 -7 6 9 8 2 3 8 7 -7 5 5 C 2 3 8 7 -7 4 2 0 2 3 8 7 -7 2 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.