Víkurfréttir - 24.04.2019, Qupperneq 1
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á
undanförnum dögum tekið á annan
tug ökumanna úr umferð vegna gruns
um vímuefnaakstur. Einn þeirra var
jafnframt með útsláanlega kylfu í
bifreið sinni og telst það vera brot á
vopnalögum. Annar, sem ók að auki
réttindalaus, var ekki
fyrr kominn úr sýna-
töku á lögreglustöð en
til hans sást á Reykja-
nesbraut þar sem
hann var að kasta grjóti á veginn.
Hann var því vistaður á lögreglustöð.
Háhraða internet og hágæða sjónvarp
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER
ENGIR AUKAREIKNINGAR
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is
www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
frá 6.890 kr/mán.
Hámark súkkulaði
250 ml
Opnunartími Hringbraut:
Allan sólarhringinn
Opnunartími Tjarnarbraut:
08.00 - 23.30 Virka daga
09.00 - 23.30 Helgar
Opnum snemma
lokum seint
Apríltilboð - Fljótlegt og gott
28%
499
kr/pk
áður
699 kr
63%
99
kr/stk
áður
269 kr
145
kr/stk
áður
279 kr
48%
Coca Cola Zero
0,5 L
Dagens frosnir réttir
4 tegundir
Júlíus Friðriksson prófessor við South
Carolina háskóla er gestur fyrsta þáttar
af Suður með sjó. Bati eftir heilablóðfall er
risastór rannsókn sem Júlíus vinnur að en
fjórði hver einstaklingur á Vesturlöndum
sem nær fullum lífaldri fær heilablóðfall
á lífsleiðinni.
Keflvíkingurinn Júlíus Friðrik Friðriksson, prófessor við háskólann í Suður-
Karólínu í Bandaríkjunum, hefur stýrt rannsóknum á bata og endurhæfingu
eftir heilablóðfall en niðurstaða úr nýlegri rannsókn á vegum Júlíusar
birtist í hinu virta læknariti New England Journal of Medicine, þar segir að
fjórði hver einstaklingur sem nær fullorðinsaldri fái heilablóðfall. Júlíus
segir að helstu ástæður fyrir því að fólk fái heilablóðfall séu genatengdar
en einnig lífsstílstengdar. Mikilvægt sé að stunda hreyfingu, borða hollan
mat og reykja ekki.
Heilablóðfall er helsta ástæða fyrir
fötlun hjá fólki eftir miðjan aldur. Júlí-
us og hans fólk hefur lagt mikla vinnu
í rannsóknir við að finna hvernig bæta
megi heilsu fólks sem hefur fengið
heilablóðfall. Í rannsóknum hafa verið
gerðar tilraunir með að hleypa lágum
rafstraum á heilavefinn og niður-
stöður úr þeim hafa verið jákvæðar.
„Þetta snýst um að bæta endurhæf-
– Eftirtektarverður árangur hefur náðst með nýrri aðferð í endurhæfingu
Keflvíkingurinn Júlíus Friðrik Friðriksson,
prófessor við S-Karólínu háskóla í Banda-
ríkjunum, stýrir milljarða rannsóknum:
Fjórði hver fær
heilablóðfall
Rafn Markús ráðinn
skólastjóri Heiðarskóla
ingu fólks. Flestir sjúklinga eru búnir
að reyna aðra endurhæfingu. Það er
ekkert hægt að gera við skemmd á
heila en það er hægt að virkja heil-
brigða hluta hans betur. Við hleypum
lágum straumi á heilavefinn, aðeins
um eitt milliamper, og það hefur sýnt
góða niðurstöðu. Með þessum raf-
magnsskotum vonumst við að geta
tvöfaldað batann. Það skiptir mjög
miklu máli því algengar afleiðingar af
heilaskemmdum koma til dæmis við tal
og skilning. Við erum þannig að reyna
að virkja aðrar stöðvar í heilanum til að
breytast og vaxa, til að ná sem mestum
bata fyrir einstaklinginn.“
Þegar Júlíus kom fyrst til starfa hjá
háskólanum í Suður-Karólínu byrjaði
hann með þrjá nemendur á rann-
sóknarstofu sinni. Nú eru fimmtíu
manns að vinna við rannsóknir undir
stjórn Júlíusar. Hans deild hefur
fengið marga styrki frá Heilbrigðis-
stofnun Bandaríkjanna, fyrir á þriðja
milljarð íslenskra króna frá árinu
2001. Rannsóknirnar eru oft unnar í
samvinnu við aðra háskóla en nýlega
fékk deild skólans sem Júlíus stýrir
styrk fyrir um 11 milljónir dollara eða
um 1,3 milljarð króna.
„Það er ákaflega gaman og gefandi að
finna eitthvað nýtt til að hjálpa fólki,“
segir Júlíus sem lék m.a. körfubolta
með Keflavík á yngri árum en hann
fór í háskólanám í Bandaríkjunum
eftir nám í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Sú námsdvöl hefur ílengst því
hann hefur ekki komið heim síðan
nema í heimsóknir en Júlíus á eigin-
konu og börn og búa þau í S-Karólínu.
Júlíus segir nánar frá þessum málum
og fleirum í nýrri eða annarri sjón-
varpsþáttaröð Víkurfrétta sem heitir
Suður með sjó og er til viðbótar við
Suðurnesjamagasín. Í fyrsta þætt-
inum sem verður sunnudagskvöldið
28. apríl kl. 20:30 verður viðtal við
Júlíus. Fleiri þættir munu fylgja í kjöl-
farið þar sem rætt verður við Suður-
nesjamenn sem eru að gera eða hafa
verið að gera skemmtilega hluti.
Rafn Markús Vil-
bergsson hefur
verið ráðinn skóla-
stjóri Heiðarskóla.
Rafn Markús lauk
námi til B.Sc.
gráðu í íþrótta-
fræði frá Háskólanum í Reykjavík
árið 2008 og M.Ed. gráðu í stjórn-
unarfræði menntastofnana frá
Háskóla Íslands árið 2014.
Rafn Markús hefur starfað í Njarð-
víkurskóla frá árinu 2009 við góðan
orðstír og verið í stjórnunarteymi
skólans undanfarin fimm ár, bæði
sem verkefnastjóri og deildarstjóri.
Þrír umsækjendur voru um starfið
en auk Rafns sóttu þau Ásdís Hrönn
Viðarsdóttir og Þormóður Logi
Björnsson um skólastjórastarfið í
Heiðarskóla.
Rafn hefur auk skólastarfa sinna
verið þjálfari 1. deildarliðs Njarð-
víkur í knattspyrnu.
Margir í vímu og einn
með kylfu í bílnum
Júlíus Friðrik Friðriksson, prófessor við S-Karólínu háskóla í Bandaríkjunum.
Júlíus er fyrsti gestur okkar hjá Víkurfréttum í nýrri sjónvarpsþáttaröð, Suður með sjó,
sem sýnd verður á sunnudagskvöldum kl. 20:30 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.
miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2