Víkurfréttir - 24.04.2019, Page 4
Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri
Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árna-
sonar sem lætur af störfum í sumar eftir tólf ára starf.
Jóhann, sem nú starfar
sem fagstjóri sálfélags
legra þátta hjá Vinnu
eftirlitinu, lauk BA prófi
í heilbrigðisvísindum
og meistaraprófi í lýð
heilsuvísindum frá
Arnold School of Public
Health við University of
South Carolina.
Jóhann starfaði áður
sem stjórnandi klínískra
og akademískra rann
sóknateyma og sem vís
indamaður við taugalæknadeild og
lýðheilsudeild sama skóla.
Hann hefur einnig
starfað sem verkefna
stjóri við vísindastofn
anir í Bandaríkjunum
og unnið að sjálfstæðum
ráðgjafaverkefnum þar
og hér heima.
Jóhann hefur haldið
fjölda námskeiða og
fyrirlestra á sínu fag
sviði.
Hann er búsettur í
Reykjanesbæ ásamt
fjölskyldu sinni þar sem
hann gegnir m.a. embætti forseta
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Jóhann Friðrik ráðinn
framkvæmdastjóri Keilis
Tæp 90% svarenda í könnun sem lögð var fyrir almenning eru mjög já-
kvæðir í garð Ljósanætur. Þeir telja hátíðina hafa jákvæða áhrif á ímynd
sveitarfélagsins og skapi samkennd meðal íbúa. Bæði net- og símakönnun
var framkvæmd fyrr á árinu í tilefni 20 ára afmælis Ljósanætur í ár.
N i ð u r s t ö ð u r ú r
tveimur spurninga
könnunum sem lagðar
voru fyrir í janúar og
febrúar voru kynntar
á fundi menningar
ráðs í morgun. Annars
vegar var um að ræða
vefkönnun sem var
öllum opin á Facebook
og sem send var í tölvupósti til nokk
urra stórra fyrirtækja á svæðinu.
Hún byggði á hentugleikaúrtaki og
luku 977 einstaklingar við að svara
könnunni.
Einnig var lögð fyrir símakönnun
sem framkvæmd var af Félags
vísindastofnun Háskóla Íslands og
byggði hún á slembiúrtaki 1000
íbúa úr Reykjanesbæ og var svar
hlutfall 48,5% en slembiúrtak gefur
réttmætari mynd af skoðunum
bæjarbúa heldur en hentugleikaúr
tak. Símakönnunin samanstóð af
10 spurningum úr vefkönnuninni.
Megin niðurstöður voru eftirfar-
andi:
Mikið samræmi reyndist í niður
stöðum beggja kannana sem styrkir
mjög niðurstöður vefkönnunarinnar.
Þegar hlutfall ánægðra var skoðað
reyndust niðurstöður símakönnunar
innar heilt yfir heldur jákvæðari en
niðurstöður vefkönnunarinnar.
86–89% þátttakenda í báðum könn
unum reyndust mjög eða frekar
ánægðir með Ljósanótt.
Jákvæðastir reyndust þátttakendur
í garð samfélagslegra áhrifa af
völdum hátíðarinnar. 82–96% töldu:
Hátíðina hafa jákvæð áhrif á ímynd
sveitarfélagsins.
Hátíðina skapa samkennd meðal íbúa.
Viðhorf íbúa til hátíðarinnar vera
jákvætt.
Yfir 80% töldu:
Hátíðina gefa ýmsum hópum tækifæri
til að vinna saman að sameiginlegum
markmiðum.
Hátíðina gefa íbúum
tækifæri til að upplifa
nýja hluti.
Hátíðina hafa áhrif
í lengri tíma en hún
sjálf varir.
Tæp 60% töldu:
Ljósanótt gera Reykja
nesbæ að betri stað til
að búa á.
Rúm 50% töldu:
Að Ljósanótt hefði haft jákvæð áhrif
á líðan þeirra.
Að dagskráin endurspeglaði vænt
ingar íbúa.
Minnst sammála (49%) voru þátt-
takendur því að:
Íbúar hefðu tækifæri til að hafa áhrif
á undirbúning hátíðarinnar.
Í vefkönnun var upplifun þátttakenda
á hátíðinni rannsökuð sérstaklega.
Gengið er út frá því að upplifun á
viðburðum sé ferns konar.
Tilfinningaleg – sem segir til um
ánægju og tilfinningalegt mat á
viðburðinum.
Vitsmunaleg – sem segir til um lær-
dómsáhrif viðburðarins.
Líkamleg – sem segir til um virkni
og þátttöku í viðburði.
Nýbreytni – sem segir til um hvort
litið sé á viðburðinn sem einstakan.
Tilfinningaleg, vitsmunaleg og líkam
leg upplifun mældist, sem að meðal
tali reyndist fremur hlutlaus. Upp
lifun nýbreytni sem sérstaks þáttar
mældist ekki. Möguleg skýring á því
er að þátttakendurnir í rannsókn
inni hafa flestir tekið þátt í hátíðinni
endurtekið og því ekki víst að þeir
upplifi beina nýbreytni í hvert sinn.
Það er mat rannsakanda að niðurstöð
urnar hafi leitt í ljós ýmis sóknarfæri
þrátt fyrir almenna ánægju með há
tíðina. Ljósanótt sé auðlind sem enn
eigi mikið inni.
Niðurstöður rannsóknarinnar munu
nýtast inn í stefnumótun fyrir há
tíðina, segir í fundargerð Menningar
ráðs Reykjanesbæjar.
Ljósanótt hefur jákvæð áhrif
á ímynd Reykjanesbæjar
STÖRF HJÁ SUÐURNESJABÆ
DEILDARSTJÓRI FRÆÐSLUÞJÓNUSTU
Ný og spennandi staða deildarstjóra fræðsluþjónustu á fjölskyldusviði
Suðurnesjabæjar er laus til umsóknar.
Suðurnesjabær er framsækið sveitarfélag sem veitir framúrskarandi
þjónustu á sviði velferðar- og fræðslumála. Fjölskyldusvið er samþætt
þjónustueining og til þess heyrir öll félags-, frístunda- og fræðsluþjón-
usta. Lögð er áhersla á að sérfræðingar á fjölskyldusviði vinni í teymum
þvert á stofnanir.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari eða nám í uppeldis-
og menntunarfræðum.
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg.
• Reynsla af stjórnun og kennslu er skilyrði.
• Þekking og reynsla af áætlanagerð og rekstri
• Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
• Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.
Meginhlutverk deildarstjóra fræðsluþjónustu:
• Veita faglega forystu og móta framtíðarsýn fyrir fræðsluþjónustu
í Suðurnesjabæ.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi.
• Leiða farsælt samstarf menntastofnana í Suðurnesjabæ.
• Deildarstjóri fræðsluþjónustu heyrir undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2019
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildar-
stjóra fræðsluþjónustu.
Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldu-
sviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
Suðurnesjabæjar, netfang magnus@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið
afgreidsla@sudurnesjabaer.is
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
Vegna aukinna verkefna leitar Suðurnesjabær eftir starfsmanni í tíma-
bundið starf til eins árs í þjónustuveri Fjölskyldusviðs. Um er að ræða
65% starfshlutfall og gert er ráð fyrir að starfsmaður vinni alla virka
daga á opnunartíma skrifstofu.
Meðal verkefna eru:
Símsvörun, skráningarvinna og önnur tilfallandi ritarastörf.
Hæfniskröfur:
• Nám í skrifstofunámi er æskilegt eða reynsla af móttökuritarastarfi.
• Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Reynsla af vinnu við málakerfi.
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
• Góð færni í ensku eða öðru tungumáli er kostur.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2019
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldu-
sviðs eða Bergný Jóna Sævarsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 425-
3000. Umsókn ásamt starfsferilsskrá óskast sent á netfangið afgreiðsla@sudur-
nesjabaer.is eða á skrifstofu Suðurnesjabæjar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og við-
komandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu liggur fyrir.
FAGMENNSKA – SAMVINNA - VIRÐING
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.