Víkurfréttir - 24.04.2019, Síða 12
Einnig birt á www.naudungar-
solur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálfum,
sem hér segir
Fitjabraut 26-28, Njarðvík, fnr.
221-6237 , þingl. eig. KEJ ehf.,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki
hf., þriðjudaginn 30. apríl nk. kl.
09:00.
Tjarnargata 12, Sandgerði, fnr.
209-5149 , þingl. eig. Michelle Mar-
ía Vilhjálmsdóttir, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 30.
apríl nk. kl. 10:00.
Vallargata 11, Sandgerði, 50% ehl.,
fnr. 209-5227 , þingl. eig. Pétur
Kristjánsson, gerðarbeiðandi
Borgun hf., þriðjudaginn 30. apríl
nk. kl. 10:15.
Heiðarholt 44, Keflavík, fnr.
208-8900 , þingl. eig. Kristín
Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðandi
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda,
þriðjudaginn 30. apríl nk. kl. 10:40.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0531 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðendur Reykjanes-
bær og Íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 30. apríl nk. kl. 11:00.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0532 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðendur Reykjanes-
bær og Íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 30. apríl nk. kl. 11:05.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0533 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðendur Reykjanes-
bær og Íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 30. apríl nk. kl. 11:10.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0534 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðendur Reykjanes-
bær og Íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 30. apríl nk. kl. 11:15.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0535 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðendur Reykjanes-
bær og Íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 30. apríl nk. kl. 11:20.
Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232-
0536 , þingl. eig. Vatnsnesvegur 5
ehf., gerðarbeiðendur Reykjanes-
bær og Íbúðalánasjóður, þriðju-
daginn 30. apríl nk. kl. 11:25.
Sýslumaðurinn
á Suðurnesjum
23. apríl 2019
UPPBOÐ
Heiðarskóli í Reykjanesbæ fagnar tuttugu ára afmæli á hausti komanda.
Einmitt þess vegna ákváðu skólayfirvöld að hafa árlega leiksýningu skólans
aðeins flottari en vanalega. Kardemommubærinn var settur á svið og
notast var við handrit frá Þjóðleikhúsinu sem veitti skólanum góðfúslegt
leyfi fyrir því.
Guðný Kristjánsdóttir var leikstjóri
sýningarinnar og Daníella Holm Gísla-
dóttir aðstoðarleikstjóri. Guðmundur
Hermannsson var tónlistarstjóri en
eins og flestir vita þá er heilmikið
sungið í Kardemommubænum.
Nemendur létu ljós sitt skína
Víkurfréttir litu inn rétt fyrir loka-
æfingu og var andrúmsloftið raf-
magnað af spenningi. Nemendur
skólans voru í óða önn að farða andlit
hvers annars og sögumenn voru að
æfa í síðasta sinn. Mikið fjör og mikil
stemning. Allir spenntir að fara á svið.
Við ræddum við Bryndísi Jónu, að-
stoðarskólastjóra, um framkvæmd
skólans á þessu fræga leikverki.
„Á þessu 20. afmælisári skólans var
útfærsla árshátíðanna með svolítið
breyttu sniði. Leikrit Thorbjörns
Egner um fólk og ræningja í Karde-
mommubæ var rauði þráðurinn í
gegnum árshátíðina. Hugmyndin
varð til hjá þeim Guðnýju Kristjáns,
leiklistarkennara, og Mumma Her-
manns, tónmenntakennara, en þau
unnu saman að því að skipta lögum
og atriðum niður á árganga, í ann-
ars vegar 1.–3. bekk og hins vegar
4.–7. bekk og settu saman handrit
sem gerði atriði hvors aldursstigs
að heildarverki. Umsjónarkennarar
og Sigrún Gróa, forskólakennari,
settu einnig mark sitt á atriði ár-
ganga með nemendum. Mikil vinna
fór fram í undirbúningi þessa dags.
Atriðin voru æfð í leiklistartímum
hjá Guðnýju og söngvarnir sungnir
í tónmenntatímum hjá Mumma og
umsjónarkennurum. Leikmyndin
var unnin í leikmyndavali hjá Gróu
smíðakennara, búningahönnun í vali
hjá Ástu Kristínu auk þess sem Kristín
Sesselja og Lilja, myndmenntakenn-
arar, undirbjuggu og leiddu nemendur
í því verkefni að mála leikmynd á
bogavegginn í salnum. Allir bekkir
útbjuggu skreytingar. Magga E. og
Auður Gunnars, stuðningsfulltrúar,
stýrðu skreytingamálum af myndug-
leik. Sem sagt heilmikil vinna sem
liggur að baki einni árshátíð.“
Hefð fyrir leiksýningum
á árshátíð
„Við erum alltaf með leiksýningu á
árshátíð og löng hefð komin á að ungl-
ingarnir okkar setji upp leikrit. Það
eru þá nemendur sem eru í leiklistar-
vali skólans ásamt fleirum sem vilja
taka þátt í uppsetningu á árshátíð.
Eitt af aðalsmerkjum Heiðarskóla er
einmitt leiklist sem Guðný Kristjáns-
dóttir á heiðurinn af en hún hefur leitt
leiklistarvalið hjá okkur í nítján ár.
Allir nemendur skólans í 1.–7. bekk
fá eina kennslustund í leiklist á viku
allt skólaárið. Svo er leiklistarval hjá
8.–10. bekk sem er alltaf vel sótt. Að
taka þátt í unglingaleiksýningu er
markmið hjá mörgum nemendum
á öllum aldri en þeir stefna margir
hverjir á að taka þátt í leikritinu þegar
þeir verða unglingar í Heiðarskóla.
Við leggjum áherslu á skapandi starf
í skólanum því við sjáum hversu góð
áhrif þetta hefur á nemendur okkar.
Nemendurnir á yngsta stigi fara í
dans- eða jógatíma einu sinni í viku í
minni hópum og þar fyrir utan sækja
nemendur á öllum aldri tónmennt,
myndlist og leiklist. Við erum mjög
hreykin af þessu starfi sem við vitum
að hefur mjög góð áhrif á nemendur,“
segir Bryndís Jóna með bros á vör.
Heiðarskóli verður sem fyrr segir tutt-
ugu ára gamall á árinu en hann var
fyrsti skólinn sem byggður var sem
heildstæður í Reykjanesbæ fyrir 1.–10.
bekk. Skólinn var einnig sá fyrsti á
landinu sem hannaður var með innan-
gengt íþróttahús og sundlaug.
Emilía Nótt Önundardóttir,
nemandi í 10. bekk:
Lærði heilmikið af því að taka þátt
„Við æfðum Kardemommubæinn
í rúma tvo mánuði en ég sótti um
að fara í árshátíðarvalið í Heiðar-
skóla fyrir 2019. Við krakkarnir
í 8.–10. bekk höfum verið að
æfa þetta leikrit. Það var mikill
texti sem við þurftum að muna
og leggja okkar af mörkum. Það
hefur gengið ágætlega og misvel
hjá nemendum en rosalega skemmtilegt. Ég steig
mjög mikið út fyrir þægindarammann og lærði
heilmikið af því að taka þátt. Mig langaði að prófa
eitthvað nýtt og athuga hvernig mér fyndist að
vera á leiksviði en ég hef aldrei gert svona áður.
Það gæti alveg verið möguleiki að ég vilji vera
leikkona í framtíðinni.“
Magnús Már Garðarsson,
nemandi í 9. bekk:
Hef þjálfast meira í að tala hátt og skýrt
„Ég leik Bastian bæjarfógeta sem
er mjög glaðleg týpa. Það er bara
mjög skemmtilegt því mér hefur
alltaf fundist svo gaman að leika.
Bastian vill hugsa sem best um
alla, vill kannski ekki vera að
stjórna mikið heldur er hann bara
glaður. Ég hef þjálfast meira í að
tala hátt og skýrt og láta heyrast
vel í mér í öllum salnum. Mér finnst mjög gaman
að vera fyrir framan fólk, leika og svona, mér finnst
athygli mjög þægileg.“
Tómas Ingi Magnússon,
nemandi í 9. bekk:
Gaman að fá jákvæða athygli
„Ég leik Kasper ræningja og á
tvo bræður sem heita Jesper og
Jónatan. Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég syng fyrir framan
svona marga en ég var ekkert svo
stressaður yfir því. Það er mjög
gaman að leika Kasper og þó við
séum afslappaðir yfir þessu þá
erum við að gera okkar besta. Að leika er góð þjálfun
í að koma fram. Mér finnst líka mjög gaman að fá
athygli, að fá jákvæða athygli.“
Daníella Holm Gísladóttir,
íslenskukennari og aðstoðarleikstjóri:
Er mjög stolt af nemendum
„Kardemommubærinn er heilmikil sýning sem við
ákváðum að setja á svið í tilefni tuttugu ára afmælis
skólans, stór pakki sem við ákváðum að skipta á
milli allra bekkjardeilda skólans. Við skiptum leik-
ritinu niður en unglingadeild skólans tekur leikritið
í heild sinni. Það er ekki oft sem við setjum svona
stórt verk á svið. Þetta er búið að vera rosalega
skemmtilegt og fróðlegt. Við höfðum samband við
Þjóðleikhúsið og fengum góðfúslegt leyfi til þess að
nota handritið þeirra sem við að vísu uppfærðum
aðeins. Þjóðleikhúsið sagði okkur frá því að þau
væru að hugsa um að setja Kardemommubæinn á
svið. Það verður gaman að sjá leikritið þar einnig.
Undanfarna tvo mánuði höfum við öll lært margt af
þessum undirbúningi, bæði nemendur og kennarar.
Þolinmæði er líklega það fyrsta sem manni dettur
í hug. Krakkarnir hafa þurft að sitja allar æfingar
og hlusta. Þau hafa staðið sig ótrúlega vel og eiga
heiður skilið. Hópurinn er orðinn mjög samheldinn
eftir þessar æfingar. Þetta er hópefli í leiðinni og
þau eru öll góðir vinir. Ég er mjög stolt af þeim því
þetta er mikill hlutverkaleikur. Krakkarnir hafa
þurft að læra heilmikið af texta og setja sig inn í
hlutverkin sín. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla
á leiklist einnig að skipa sess í námi nemenda. Þau
hafa einnig verið að syngja. Þetta er íslenskunám í
leiðinni því krakkarnir hafa þurft að læra mörg ný
orð sem eru í leiksýningunni. Þau þurftu stundum
að fá orðaskýringar ef upp komu orð í leikritinu
sem eru ekki notuð í daglegu máli lengur. Íslenskt
mál kemur sterkt inn í svona uppfærslu.“
Skapandi skólastarf í Heiðarskóla í tuttugu ár
Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTAL
Leiklist og söngur á heima í skólastarfi
– Eflir nemendur og veitir þeim sjálfstraust
Guðný Kristjánsdóttir,
leikstjóri sýningarinnar, ásamt
Daníellu Holm Gísladóttur,
aðstoðarleikstjóra, en þær
kenna báðar við Heiðarskóla.
Unglingadeild Heiðarskóla
sýndi leikritið um
Kardemommubæinn þar sem
nemendur léku og sungu.
Bryndís Jóna Magnúsdóttir.
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 24. apríl 2019 // 17. tbl. // 40. árg.