Víkurfréttir - 24.04.2019, Síða 13
Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi
Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu
vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur
skarað framúr á ýmsum sviðum, segja frá
lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða
hluti hér heima eða annars staðar.
Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í
stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um
málefni líðandi stundar, heit og köld.
Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu
striki en nýr þáttur er frumsýndur á
fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut
og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið
á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið,
íþróttirnar og alla menninguna.
SUNNUDAGINN
28. APRÍL KL. 20:30
SUÐUR MEÐ SJÓ
Júlíus Friðriksson prófessor við South Carolina háskóla er gestur
fyrsta þáttar af Suður með sjó. Bati eftir heilablóðfall er risastór
rannsókn sem Júlíus vinnur að en fjórði hver einstaklingur á
Vesturlöndum sem nær fullum lífaldri fær heilablóðfall á lífsleiðinni.
Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ
VERÐUR EINNIG Í HLAÐVARPI
magasínS U Ð U R N E S J A
FIMMTUDAGINN
25. APRÍL KL. 20:30
Verður vindorkan
á Reykjanesi beisluð?
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku,
í viðtali um vindorku og gagnaver.
SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN
má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ.
Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta.