Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 02.05.2019, Blaðsíða 14
Vortónleikar Sönghóps Suðurnesja mánudaginn 6. maí kl. 20.30 Vortónleikar Sönghóps Suðurnesja verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 6. maí kl. 20.30. Verð 2.700 kr. og miðar seldir við innganginn. Gestir verða Brokk-kórinn úr Reykjavík og taka þau einnig nokkur lög og svo kórarnir saman. Flutt verða lög meðal annars úr kvikmyndum s.s. Bohemian Rhapsody og Shallow ásamt fleiri skemmtilegum og ljúfum lögum. Vorferð Félags eldri borgara á Suðurnesjum verður 27.–29. maí n.k. Gist verður í tvær nætur á Stracta hóteli á Hellu – tveggja manna herb. kr. 41.800, eins manns herb. kr. 31.000. Innifalið í verði er morgunmatur og kvöldmatur báða dagana. Lagt af stað frá frá Nesvöllum kl.13:00. Greiða þarf fyrir rútuna, kr. 5000, miðvikudaginn 22. maí kl.16:30–17:00 að Nesvöllum. Skráning hefst 3. maí hjá eftirtöldum: Örn 846-7334, Margrét 896-3173, Elín 845-6740, Hrafn 862-6726 Skráningu lýkur 20. maí Gunnar Júlíus Helgason hefur verið virkur félagsmaður hjá UMFÞ og í hreyfingunni frá unga aldri, Gunnar á að baki áralangt starf í þágu félags- ins og sinnt hinum ýmsu grasrótarverkefnum frá unga aldri. Gunnar fór í stjórn UMFÞ ungur að árum og varð formaður félagsins árið 1993 aðeins 19 ára gamall. Fram að þeim tíma hafði hann verið iðkandi, sjálfboðaliði, þjálfari og sinnt hinum ýmsu verkefnum fyrir Þrótt þrátt fyrir ungan aldur. Gunnar er einn af fáum sem hefur spilað mótsleiki í körfubolta, hand- bolta og knattspyrnu undir merkjum Þróttar og var einn af frumkvöðlum handboltaævintýrsins árið 2004 þegar Þróttur sendi lið til leiks í bikarkeppni HSÍ „uppá grínið“. Rataði verkefnið í fjölmiðla við mikla kátínu Vogabúa og annara handboltaunnenda. Í ljósi þess að um var að ræða heimastráka sem aldrei höfðu æft handbolta áður. Gunnar spilaði fyrir meistaraflokk Þróttar á sínum tíma og varð fyrsti leikmaður í sögu félagsins til að ná 100 leikjum. Var sá leikur gegn Mána frá Höfn í Hornafirði. Gunnar sat í stjórn Knattspyrnudeildar til fjölda ára og hefur komið að hinum ýmsu verkefnum í uppgangi félagsins sl. árin. Þegar meistaraflokkurinn var endurvakinn árið 2008 og Voga- völlur ekki í ástandi til að taka á móti leikjum í Íslandsmóti tók Gunnar að sér verkefnið í sjálfboðaliðastarfi án allar aðkomu félagsins og sveitar- félagsins á þeim tíma. Völlurinn stóðst prófið og félagið fékk að spila heimaleikina í Vogum á undanþágu næstu árin. Árið 2007 fór Gunnar í áheitagöngu til styrktar UMFÞ með frænda sínum Hilmari Sveinbjörnssyni. Gengu þeir félagar þvert yfir Ísland 680 kíló- metraleið og tók ferðalagið tutt- ugu daga. Árið 2016 keppti Gunnar Helgason fyrir hönd Þróttar Heið- merkurtvíþraut Ægis og endaði í 11. sæti á tímanum 01:16:58. Hlaupið er 8 km og hjólað 15 km. Keppendur voru 30 og því má árangur Gunnars teljast góður sé tekið mið af því að hann var að keppa í fyrsta sinn. Gunnar tók við formennsku í Ung- mennafélaginu Þrótti á ný árið 2015 og hefur verið í aðalstjórn sl. fjögur árin.GUNNAR OG ÞRÓTTUR FENGU MENNINGARVERÐLAUN VOGA Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga voru afhent í annað sinn á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni fengu Ungmennafélagið Þróttur og Gunnar Júlíus Helgason, Þróttarfélagi og fyrrverandi formaður félagins verðlaunin. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsalnum og þar kom fram Tríó Grande sem er skipað Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Rúnari Þór Guðmundssyni tenórsöngvara og Helga Hannessyni píanóleikara. Að afhendingu lokinni var boðið upp á veitingar og þá var opnuð myndlistarsýning með verkum listamanna sem eru búsettir í Vogum eða tengjast sveitarfélaginu sterkum böndum. Þeir sem áttu verk á sýningunni að þessu sinni voru: Björgvin Hreinn Guðmundsson, Frank H. Sigurðsson, Hergeir á Mýrini, Kristín Erla Thorarensen, Sigrún Þórðardóttir, Siv Sæmundsdóttir, Sæmundur Þórðarson og Þuríður Ingibjörg Klemensdóttir. Varð formaður nítján ára Myndlistarsýning var opnuð með verkum listamanna sem eru búsettir í Vogum eða tengjast sveitarfélaginu sterkum böndum. Gunnar, Petra Ruth Rúnarsdóttir og Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri eftir afhendingu menningarverðlaunanna. Tríó Grande sem er skipað Alexöndru Chernyshovu sópransöngkonu, Rúnari Þór Guðmundssyni tenórsöngvara og Helga Hannessyni píanóleikara. Ný heimasíða Voga komin í loftið Heimasíða Sveitarfélagsins Voga, vogar.is, hefur nú verið endurnýjuð frá grunni. Síðan var sett í loftið 1. apríl og hefur hlotið jákvæðar viðtökur, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Heimasíðan er mun einfaldari í sniðum en sú gamla, og þar af leiðandi ætti að vera auðveld- ara að nálgast upplýsingar sem leitað er eftir. Allar fundargerðir nefnda verða nú aðgengilegar um leið og fundum lýkur og gengið er frá fundargerð. Endurskoðun aðalskipulags Sveitar- félagsins Voga er hafin en starfs- hópur kom saman til síns annars fundar í vikunni sem leið. Á þann fund mættu skipulagsráðgjafar sveitarfélagsins sem fóru yfir verk- og tímaáætlun verkefnisins, sem nú liggur fyrir í drögum. Gera má ráð fyrir að verkefnið taki allt að tveimur árum, enda um- fangsmikið og vandasamt, segir Ás- geir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar. Gert er ráð fyrir víðtæku samráði við íbúa jafnt sem aðra hagsmunaaðila um aðalskipulagsvinnuna. Markmiðið er að endurskoðað aðal- skipulag sveitarfélagsins endur- spegli þróunina næstu 20 árin. Það er því að mörgu að hyggja og mikil- vægt að vel takist til, segir bæjar- stjórinn í pistlinum. Vogamenn endur- skoða aðalskipulag Héldu tombólu í Vogum og styrktu Rauða krossinn Þessar kátu Vogastúlkur nýttu blíðviðrið á annan í páskum til að halda tom- bólu fyrir framan N1 í Vogum og söfnuðu 1.692 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Þær voru kátar með árangurinn og sögðu að það væri upplagt að nota góðu dagana í tombóluhald. Á mynd frá vinstri: Íris Embla Styrmis- dóttir, Lilja Bára Kristinsdóttir og Aþena Örk Davíðsdóttir. 14 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.