Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.05.2019, Side 16

Víkurfréttir - 02.05.2019, Side 16
• Gríðarlegt álag á starfsfólki • Viljum styttri vinnuviku • Kulnun er ekki tískuorð Fyrr á árinu sendi SAMSTARFIÐ könnun á félagsmenn sína þar sem leitast var eftir að skoða hver áhersluatriði ættu að vera í komandi kjarasamningum. SAMSTARFIÐ samanstendur af Stéttarfélaginu FOSS Stéttarfélag í almannaþjónustu, STAG Starfsmannafélag Garðabæjar, STH Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, SfK Starfsmannafélag Kópavogs, STAMOS Starfsmannafélag Mosfellsbæjar og STFS Starfsmannafélag Suðurnesja. Það sem var einna helst sláandi við niðurstöðurnar er að félagsmenn okkar eru augljóslega að bugast undan álagi. En 78% félagsmanna telja sig vera undir miklu álagi í vinnunni og breytir þar litlu í hvaða starfstétt fólkið er; sérhæft starfs- fólk, við þjónustustörf, stjórnendur og sérfræðingar eða fólk sem vinnur við skrifstofu- og afgreiðslustörf. Það kom bersýnilega í ljós að 30% svar- enda töldu sig oft vera svo þreytta að þau áttu erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut og að þau ættu erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna þannig að það hafi neikvæð áhrif á frítíma sinn og einkalíf. Ljóst er að starfsfólk er að vinna undir gríðarlegu álagi. Félagsmenn okkar vinna að meðaltali 37 tíma á viku og eru með um 344.695 krónur í grunn- laun fyrir skatt. En að jafnaði vinna þau sem eru í fullu starfi 42 stundir á viku. Þegar kreppan kom þá var mjög mikið af uppsögnum og ýmiskonar niður- skurði, verkin fóru á færri hendur. En nú eru um 11 ár síðan það var og er ekki hægt að láta fólk vinna enda- laust undir miklu álagi. Það endar bara í ofþreytu og kulnun sem er alls ekki tískuorð heldur er það eitt- hvað sem á sér stað vegna álags og langrar vinnuviku. Við sjáum líka að aukin aðsókn í sjúkradagpeninga hjá sjúkra- og styrktarsjóði stéttar- félaganna gefur enn meira tilefni til réttmæti kröfunnar um styttingu vinnuvikunnar. Við munum því meðal annars berj- ast fyrir styttingu vinnuvikunnar og hærri launa fyrir félagsmenn okkar í komandi kjarasamningunum. Starfsmannafélag Suðurnesja. Ungmennaráð í Reykjanesbæ kom í heimsókn fyrir bæjarstjórnafund og flutti mörg áhugaverð erindi. Í einu þeirra kom fram að nú væri komin tími á nýja skólahreystibraut í bænum og nemendur lögðu áherslu á að brautin skipti miklu máli og mikivægi þess að vera hraustur. Ánægjulegt að heyra þau kalla eftir nýrri braut, þá vitum við að þau hafa gaman af því að leika sér úti, það viljum við sjá börn gera í okkar samfélagi. Ég tel mikilvægt að við séum stöðugt með hugann við uppbyggingu á aðstöðu sem hefur jákvæð áhrif á hreyfingu allra, bæði barna, unglinga og fullorðinna þar sem þau finna áskoranir við hæfi og möguleika á að stunda hreyfingu. Hreyfing er lykilatriði fyrir bæði hreyfi færni og hreysti en rannsóknir sýna fram að hreysti er mikilvæg fyrir góða heilsu og vellíðan. Í ár tóku skólarnir í Reykjanesbæ þátt í Skólahreystikeppninni sem fram fór í apríl í Hafnarfirði þar sem skólar frá Suðurlandi kepptu sín á milli. Heiðarskóli komst inn í aðalkeppnina og Holtaskóli einnig því hann var skólinn sem hafði flest stigin í öðru sæti af öllum skólum á landinu en yfir 100 skólar tóku þátt. Það er því fagnaðarefni að tveir grunnskólar af sex í Reykjanesbæ komist inní aðalkeppnina í ár. Skólahreystikeppni Íslands hefur verið haldin frá árinu 2005 og Holtaskóli hefur verið sigusælasti skólinn í Skólahreysti og hefur þeirra lið sigrað keppnina fimm sinnum á sex árum frá 2011 til 2016. Heiðarskóli sigraði árið 2014 og eru núverandi meistarar og hafa ungmenni úr Reykjanesbæ sigrað keppnina átta sinnum og telst það er frábær árangur.Verðlaunin sem hafa verið veitt eru peningaverðlaun og oftast er þeim varið í að kaupa tæki og tól fyrir næstu keppni svo hægt sé að halda áfram að æfa af kappi fyrir næstu keppni. Íþróttakennarar eiga hrós skilið fyrir magnaðan árangur og að kveikja áhuga á mikilvægi hreysti. Það er klárt að okkar skólar í Reykjanesbæ eru meðal þeirra fremstu í Skólahreysti keppinni en betur má ef duga skal. Mikilvægt er að við vinnum einnig markvisst að því að virkja fleiri nemendur á sviði hreyfingar og hvetjum öll börn og ungmenni til að prófa skólahreysti eða aðrar íþróttagreinar sem eru í boði í okkar samfélagi, þannig eflum við hreyfingu og bætum heilsu allra barna. Ég vil skora á alla bæjarbúa í Reykjanesbæ til að mæta á úrslitin í Skólahreysti í ár sem haldin verða í Laugardalshöll 8. maí kl. 19:30. Hvetjum þessi frábæru hraustu ung- menni sem lagt hafa á sig miklar æfingar undanfarana mánuði, þetta er mögnuð fjölskylduskemmtun. Anna Sigríður Jóhannesdóttir BA Sálfræði og MBA Skömmu fyrir páska fluttu Víkurfréttir frásögn af því að eitrað hefði verið fyrir ketti – að því að talið er. Ámóta fréttir berast víðar af landinu. Það er hryggilegt, að fólk skuli finna sig knúið til að grípa til slíkra örþrifaráða til að losna við kettina. Þörf eiganda hunda og katta til að strjúka þeim, leika sér við þá og að þeim, spjalla við þá og kenna þeim hinar og þessar kúnstir, er vel skiljanleg. Aftur á móti er torskildari sú tegund kattahalds, sem felst í því að vista gæludýr sitt meira eða minna í görðum og híbýlum grannanna. Það er alkunn hegðun katta að stinga sér inn um opnar gáttir, róta og gramsa, sníkja fæðu, drepa fugla og losa bos sitt í sandkassa og beð eða einhvers staðar innan dyra. Varla þarf að fjölyrða um óyndi og óþrifnað af þessu. Fyrst og síðast er fjölda fólks – jafnvel allt að þriðjungi, sé ástandið svipað og í Bandaríkjum Norður-Ameríku - hætta búin sökum ónæmis og öndunarsjúkdóma, þó allra helst þeim, sem eru svo ólánssamir að búa við bráðaofnæmi fyrir hári, húðskæni og vessum katta. Þeir geta verið í bráðri lífshættu. Sömu áreiti geta sömuleiðis leyst annars konar ofnæmi úr læðingi. Því er það, að lög- gjafinn hefur sett lög um kattahald. Einkum er um að ræða tvo lagabálka; lög um fjöleignar- hús, nr. 26/1994, með síðari breyt- ingum 15. apríl 2011, og lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Til- gangur löggjafans með fyrrnefndu lögunum er þessi: „Tillagan byggist fyrst og fremst á að nokkuð er um að börn og fullorðnir hafi ofnæmi fyrir þessum dýrum. Getur slíkt ofnæmi haft það alvarleg áhrif að fólk geti jafnvel þurft að flytja úr eigin íbúðarhúsnæði gangi ekki að fá skilning sameigenda á þessu vandamáli. Er breytingunum ætlað að koma í veg fyrir slíkar aðstæður.“ Það er ekki einungis svo, að kettir geti skapað heilsuvá, heldur stafar einnig af þeim ákveðin slysahætta, einkum fyrir börn, svo og sýkingar- hætta. Því er það að „[f]yrirbyggja [skuli] sýkingar hjá mönnum af völdum spóluorma í köttum.“ Í lög- unum er einnig tiltekið, að hundar og kettir megi ekki vera á sameigin- legri lóð. Ennfremur er svo mælt fyrir um í lögum, að „[g]æludýr skulu þannig haldin að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifn- aði. ... Ónæði er veruleg og ítrekuð truflun eða áreiti sem tilheyrir ekki því umhverfi sem um ræðir, s.s. vegna óþrifnaðar, ólyktar, hávaða, ...“ Húsfélögum er veitt heimild til að vernda íbúa. „Húsfélagið getur ... lagt bann við dýrahaldi ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á.“ Sömu heimild er sveitarfélagi veitt. Sveitarfélög á Suðurnesjum gerðu samþykkt um kattahald 28. apríl 2004. Níunda grein hennar hljóðar svo: „Leyfishafa er skylt að gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfishafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við fjar- lægja dýrið gerist þess þörf.“ Það er sjálfsögð regla að reyna hið góða samtal, þegar ágreiningur granna rís um kattahald samkvæmt téðri samþykkt. Dugi það ekki til, skal heilbrigðiseftirlitið skerast í leikinn samkvæmt lögum. Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja neitar hins vegar að beita sér. Greinargerð eftirlitsins er þessi: „Í samþykkt um kattahald á Suður- nesjum er ekki að finna ákvæði um haldlagningu katta, nema þegar um villi- eða flækingsketti er að ræða. Þá er ekki tekið með skýrum hætti á ofnæmi sem kettir kunna að valda. Til þess að stjórnvald eins og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja geti aðhafst á grundvelli samþykktar- innar þarf að sanna að refsiverður verknað hafi átt sér stað, þ.e.a.s. að eigandi dýrsins hafi með sinni háttsemi brotið reglur. Embættið þarf með öðrum orðum að sanna eigandi hafi með ásetningi valdið öðrum tjóni, óþægindum, óþrifum o.s.frv. Ekki nægir að nágranni telji sig verða fyrir þessum miska. Það þarf að sanna að tjón sé af völdum ... [tiltekins] dýrs auk þess sem meta þarf það í krónum og aurum. Ónæði og röskun á ró eru óljós hug- tök í lögfræðilegum skilningi og til sönnunar á slíku verða starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins annað hvort að hafa sannreynt það sjálfir eða fá það staðfest í lögregluskýrslum. Óljóst er hvort samþykktin taki yfir heilsutjón af völdum kattarofnæmis. Ef svo er þarf að sanna að ... [til- tekinn] köttur hafi valdið ofnæmis- viðbrögðum en ekki eitthvað annað. Það er ekki að Heilbrigðiseftirlitið vilji ekki hlutast til í málum sem þessum, heldur frekar hitt að við teljum hendur okkar bundnar af gildandi löggjöf og þeim úrskurðum og dómum sem vísa eiga veginn um framkvæmdina.“ Tja! Nú er úr vöndu að ráða. Hvað skal til bragðs taka? Ugglaust myndi það einfalda skriffinnskuflækjurnar, ef hið nýja sveitarfélag bannaði lausagöngu katta alfarið. Lög- og stjórnsýslufræðingar mættu einnig skríða undir feld og finna skýringu á því, að framkvæmdarvaldinu takist að snúa sig út úr einföldum texta laga, reglugerða og samþykkta. Arnar Sverrisson Eftir að hafa lesið fréttaviðtal í Víkurfréttum við Jóhann F Friðriksson forseta bæjarstjórnar þar sem hann útlistar að fulltrúi M-lista, Margrét Þórarinsdóttir, sem er í minnihluta bæjarstjórnar hafi brotið trúnað. Það er skrítin nálgun þar sem Framsóknarflokkurinn fyrir síðustu bæjarstjórn talaði um gagnsæi og ábyrgð sem eitt af þeirra stefnumálum ef þeir fengu umboð til þess að stýra bæjarfélaginu okkar hér í Reykjanesbæ. Hvernig fjármálum Reykjanesbæjar er varið kemur öllum íbúum bæjarins við því það erum við sem borgum skatta og skyldur til bæjar- félagsins. Við viljum auðvitað fá að vita hvernig þeim fjármunum er varið. Þannig að ef það hefur ríkt trúnaður um að upplýsa ekki bæjarbúa um þessar 43 milljónir króna, væri þá ekki verið að brjóta á íbúum hvað varðar gagnsæi og þeim upplýsingum um hversu há bótagreiðslan var til byggingarverktakans? Í grunnstefnu Pírata segir að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna vandaminni. Einnig að allir hafi óskoraðan rétt til að fá vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. Öll leyndarhyggja grefur undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og hefur neikvæð áhrif eins og við hér í Reykjanesbæ fengum að upplifa með þeirri gífurlegu skuldasöfnun sem átti sér stað hér fyrir fáeinum árum, ekki viljum við endurtaka þann leik. Ég sem Pírati fagna því þeim upp- lýsingum sem Margrét Þórarinsdóttir upplýsti okkur um, en að sama skapi óánægð með að bæjarstjórnin ætlaði að halda þessum upplýsingum leyni- legum hvað varðar þessa 43 milljóna skaðabótakröfu. Hvað varðar þessa skaðabótakröfu og hvernig hún er tilkomin ætla ég ekki að fjalla um í hér þessari grein. Það er svo okkar íbúa að skoða það út frá þeim upplýsingum sem við höfum aðgang að og vonandi er allt gagnsæi þar upp á borðum. Margrét S Þórólfsdóttir Pírati. Kattafárið í Suðurnesjabæ Upplýsingar og gagnsæi Hreysti ungmenna í Reykjanesbæ SAMSTARFIÐ SUNNUDAGINN 5. MAÍ KL. 20:30 SUÐUR MEÐ SJÓ Margrét Knútsdóttir er gestur næsta þáttar af Suður með sjó. Margrét gegnir því göfuga hlutverki að vera ljósmóðir, fyrsta manneskjan sem barnið yfirleitt sér þegar það kemur í heiminn. Ekki missa af áhugaverðu viðtali í þættinum Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar Það er ávallt mikil gleði í söngstund á Nesvöllum í Reykjanesbæ þar sem þessi mynd var tekin á dögunum. 16 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 2. maí 2019 // 18. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.