Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 4

Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 4
Það er kraftur í byggingaframkvæmdum við Stapaskóla og þessi nýjasta skóla- bygging Reykjanesbæjar rís hratt þessa dagana. Stapaskóli verður heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum tveggja til sextán ára sem er að rísa í Dalshverfi. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskóla- aldri og 120 á leikskólaaldri. Framkvæmdir við fyrsta áfanga standa nú yfir en gert er ráð fyrir að kennsla hefjist í skólanum haustið 2020. Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna yfir framkvæmdasvæðið í vikunni en þá var svona umhorfs á byggingastaðnum. VF-myndir: Hilmar Bragi STAPASKÓLI RÍS Í DALSHVERFI Niðurstaða nýrra rannsókna gefa vísbendingar um að efni, sem blágræn- þörungar í Bláa lóninu framleiða, hafi áhrif á ónæmiskerfið og eigi sinn þátt í þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í Lóninu. Áframhaldandi rannsóknir gætu leitt af sér lyf sem mætti nýta til meðhöndlunar á sóra hjá sjúklingum um allan heim. Sórasjúklingar uppgötvuðu lækn- ingamátt Bláa lónsins skömmu eftir að lónið myndaðist og hafa jákvæð áhrif böðunar í Lóninu verið staðfest í klínískum rannsóknum. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að böðun í lóninu, samhliða ljósameðferð, sé árangursríkari en ljósameðferð ein og sér. Þrátt fyrir vinsældir Lónsins er það ekki að fullu skýrt með hvaða hætti það hefur áhrif á sóra. „Spurningin hefur verið hvort að í lóninu sé virkt efni gegn sjúk- dómnum, eða hvort það sé upplif- unin og afslöppunin eða eitthvað enn annað sem útskýri batann sem fæst,“ segir Ása Bryndís Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur, sem síðustu ár hefur rannsakað áhrif blágrænþörunga í Bláa lóninu á frumur sem taka þátt í meingerð sóra. Ása Bryndís varði á dögunum doktorsverkefni sitt „Áhrif utanfrumufjölsykra Cyanobacterium aponinum úr Bláa lóninu á ónæmis- svör in vitro“ við Læknadeild Háskóla Íslands. Cyanobacterium aponinum er blágrænþörungur sem er ríkjandi lífvera í jarðsjó Bláa lónsins sem fram- leiðir utanfrumufjölsykru (EPS-Ca) sem hann seytir í lónið. Tilgáta Ásu Bryndísar var að EPS-Ca hefði áhrif á ónæmiskerfið og miðlaði þannig þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í Lóninu. Tilgangur verkefnisins var að kanna verkun og verkunarmáta EPS-Ca á frumur sem taka þátt í meingerð sóra, en einkenni sóra stafa m.a. af því hversu harkalega ónæmis- frumur líkamans bregðast við um- hverfisþáttum. Þetta viðbragð leiðir til umtalsverðrar röskunar á sam- skiptum frumna líkamans, sérstak- lega ónæmisfrumna og húðfrumna, sem aftur leiðir til mikillar bólgu- myndunar og offjölgunar húðfrumna. Rannsóknin fór þannig fram að utanfrumufjölsykran EPS-Ca var einangruð úr C. aponinum rækt Bláa lónsins. Ónæmisfrumur voru með- höndlaðar til að líkja eftir meingerð sóra, og áhrif fjölsykrunnar, EPS- Ca, á hegðun og boðefnaframleiðslu ónæmisfrumnanna síðan metin og mæld. Húðfrumur voru örvaðar með bólguvökum og þannig líkt í tilrauna- glasi eftir meinþróun sóra og þær svo meðhöndlaðar með EPS-Ca. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að EPS-Ca breytir svipgerð anga- frumna, sem eru í fremstu víglínu ónæmiskerfisins, og breytir svipgerð þeirra í bæli-angafrumur. Þær stuðla síðan að sérhæfingu T frumna, sem er annar hópur ónæmisfrumna, yfir í T bælifrumur. Þar sem bólguörvandi T frumur eru helstu skaðvaldarnir í sóra má álykta að slík svipgerðar- beyting í átt til bælingar geti stuðlað að því að ónæmiskerfið sem er í ofvirkt í sóraskellum róist. Einnig dregur EPS-Ca úr boðefnaseytun og ræsingu (virkjun) örvaðra T frumna. EPS-Ca gæti því dregið úr ræsingu og fjölda T frumna sem halda til í húðinni. Loks var sýnt fram á að EPS- Ca minnkaði framleiðslu húðfrumna á efnatogum sem laða virkjaðar T frumur til húðarinnar. Fjölsykran EPS-Ca sem myndast í Bláa lóninu virðist því hafa áhrif í hag- stæða átt á allar lykilfrumurnar sem taka þátt í meingerð sóra. Niðurstöð- urnar benda því til þess að EPS-Ca geti átt veigamikinn þátt í þeim bata sem sórasjúklingar fá við böðun í Lóninu og leiða jafnframt í ljós á hvern hátt þeim áhrifum er mögulega miðlað. „Það verður virkilega áhugavert að halda þessari rannsókn áfram. Hérna er á ferðinni efni sem virðist hafa mikinn möguleika á að hafa bætandi áhrif á sóra og gæti leitt af sér lyf sem nýta mætti til meðhöndlunar á sóra hjá sjúklingum um allan heim,“ segir Ása Bryndís. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að niðurstöður rannsóknarinnar opni á ný tækifæri og nýjar víddir í rannsóknar- og þróunarstarfi fyrir- tækisins. „Vonandi er þetta upphafið í þróun nýrra meðferðaúrræða fyrir sórasjúklinga,“ segir Ása. Rannsóknin var styrkt af Tækniþró- unarsjóði. Umsjónarkennari Ásu Bryndísar var dr. Jóna Freysdóttir, prófessor við læknadeild, og leiðbein- andi var dr. Ingibjörg Harðardóttir, prófessor við læknadeild. Nýjar rannsóknir auka skilning á virkni Bláa lónsins og gætu leitt af sér lyf gegn sóra Frá lækningalind Bláa lónsins. Ljóðasamkeppni á Ljósanótt Bryggjuskáldin efna til ljóðasam- keppninnar Ljósberinn á Ljósa- nótt. Reglur eru einfaldar: Ljóðið má ekki hafa birst áður og æski- legt er að það fjalli um Suður- nesin á fallegan og jákvæðan hátt og þemað er „ÆSKAN“. Ljóðinu skal skilað á ljosanott@ljosanott. is fyrir 12. ágúst og þar skal eftir- farandi koma fram: Fullt nafn, dulnefni, netfang, nafn og síma- númer. Dómnefnd skipa: Anton Helgi Jóns- son, Guðrún Eva Mínervudóttir, Guðmundur Magnússon og Hrafn Harðarson. Verðlaun fyrir besta ljóðið er verðlaunagripur eftir Pál á Húsafelli og auk þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenningu. Vinningsljóðin verða tilkynnt á Ljósanótt 2019. Vinningshafar munu lesa upp ljóðin sín á viðburði í Duus Safnahúsum sem auglýstur verður betur síðar. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.