Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 11

Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 11
„Það á ekki að hækka skatta á almenning í landinu, það á að hliðra til í skatt- kerfinu. Við viljum frekar horfa til þess að skattleggja þá efnamestu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skömmu fyrir kosningarnar í október 2017. Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var síðan að hækka umtalsvert kolefnisgjaldið. Gjaldið skilar á þessu ári 5,9 milljörðum króna í ríkissjóð og enn er fyrirhugað að hækka það. Bíleigendur bera aðeins ábyrgð á um 6% losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi en eru látnir greiða tæp 90% þeirra losunartengdu skatta sem hér eru innheimtir. Í endurskoðaðri fjár- málaáætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir árin 2020–2024, sem samþykkt var á Al- þingi í síðustu viku, er boðaður nýr skattur. Hér ræðir um sérstakt sorpgjald vegna urðunar og leggst á öll heimili og fyrirtæki í landinu. Auk þess er nýtt gjald á gróðurhúsaloftteg- undir í kæli- og frystitækjum. Þessir nýju skattar eiga að skila ríkissjóði 11,5 milljörðum króna. Engar skýringar eru gefnar á því hvað réttlætir þessa nýju skatta og hvers vegna heimilum landsmanna og atvinnufyrirtækjum er ætlað að bera þessa skattbyrði. Miðflokkurinn vill lækka skatta á fólk og fyrirtæki eins og kostur er. Skattastefna ríkisstjórnarinnar gengur þvert á stefnu Miðflokksins um að gæta hófs við skattlagningu og lækka skatta á fólk og fyrirtæki eins og kostur er. Mikilvægt er að haga skattlagningu með þeim hætti að skilvirkni og jafnræði sitji í fyrir- rúmi. Miðflokkurinn hefur marg- sinnis bent á að kolefnisskattinum er ekki jafnað niður á landsmenn með sanngjörnum hætti. Hann kemur verst niður á landsbyggðinni. Þá verður ekki séð á hvern hátt þessir nýju skattar geti haft jákvæð áhrif á efnahagslífið í þeirri niðursveiflu sem nú blasir við. Slíkir skattar gætu stuðlað að því að draga úr þrótti at- vinnufyrirtækja og með því magnað þá erfiðleika sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Skattar af þessu tagi stuðla ekki að því að fyrirtæki ráði til sín nýtt starfsfólk, auki fjárfestingar eða séu í færum til að bæta kjör starfs- manna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn framfylgir hug- myndafræði vinstri manna. Það eru mikil vonbrigði að Sjálfstæðisflokkur- inn skuli enn og aftur undirgangast og framfylgja hugmyndafræði vinstri manna þegar kemur að skattamálum. Flokkur sem boðaði einfaldara skatt- kerfi og fækkun skattþrepa en gerir síðan þveröfugt, fjölgar sköttum og fjölgar skattþrepum. Það er af sem áður var þegar Sjálfstæðisflokkurinn gaf sig út fyrir það að vera talsmaður lægri skatta og draga úr ríkisbákninu. Það eru hrein öfugmæli. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Nýir skattar á færibandi í boði ríkisstjórnar UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM Undirbúningur fyrir Ljósanótt er löngu hafinn og margir viðburðir nú þegar komnir í vinnslu. Dagskráin verður hefðbundin að því leyti að allir stærstu og vinsælustu viðburðirnir verða á sínum stað og tíma en að auki verða nokkrir nýir viðburðir í höndum ýmissa aðila. Í ár er nefnilega tvö- falt afmælisár, haldið er upp á 20 ára afmæli Ljósanætur og 25 ára afmæli Reykjanesbæjar og af því tilefni mun Sinfoníuhjómsveit Íslands t.d. vera með tónleika í Stapanum á þriðjudagskvöldinu 3. september. Einnig hafa verið auglýstir styrkir til umsóknar fyrir bæjarbúa sem vilja setja upp eigin viðburði, gestum og íbúum til skemmtunar. Virðing fyrir umhverfinu eykst sem betur fer með hverju árinu og nú er svo komið að stefnt er að því að halda „Plastlausa Ljósanótt“ árið 2019. Undirbúningsnefndin hefur verið í sambandi við flesta stóru hags- munaðilana sem allir hafa lýst vilja til að virða þessa stefnu og nú verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Hér með er þessari ósk um „Plast- lausa Ljósanótt“ komið á framfæri og öllum þeim sem hyggjast koma að viðburðum, sölu eða öðru á Ljósanótt, bent á að taka þarf tillit til „Plast- lausrar Ljósanætur“, segir í tilkynn- ingu frá Reykjanesbæ. Plastlaus Ljósanótt Þorbjarnarfell er bæjarfjall Grindvíkinga og blasir við til hægri handar þegar ekið er suður Grindavíkurveginn. Uppi á fjallinu eru áberandi fjarskiptamöstur en þar er einnig að finna nokkuð stórbrotið náttúrufyrirbæri. Efri hluti fjallsins er nefnilega klofinn í tvennt af feiknamikilli misgengisgjá er nefnist Þjófagjá. Fellið er ekki mjög hátt, telst vera 243 m.y.s. og því ekki erfitt uppgöngu fyrir fólk í þokkalegu formi. ÚTBOÐ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið „Vogar – Endurbætur fráveitu“. Verkið felst í fullnaðarfrágangi á steyptu dælumannvirki við núverandi útrás neðan Akurgerð- is ásamt fullnaðarfrágangi á nýrri dælulögn frá dælumannvirkinu að núverandi sjálfrennslis- lögn í Hafnargötu þar sem hún tengist henni. Núverandi yfirfall tengist nýju dælumannvirki en helst að öðru leyti óbreytt, upphafshluti núverandi útrásar tengist í nýtt dælumannvirki en sjólögnin leggst af. Helstu magntölur eru: Rif yfirborðs 490 m2 Uppgröftur og endurfyllingar 1165 m3 Aðflutt fylling 460 m3 Losun á klöpp 15 m3 Lögn, PEH ø180mm 430 lm Brunnur,1000mm 1 stk. Steypumót 120 m2 Járnabinding 2600 kg Steinsteypa 17 m3 Skólpdælur 2 stk Lensidæla 1 stk Malbik 580 m2 Grasþökur 570 m2 Framkvæmdatími hefst þriðjudaginn 20. ágúst 2019, strax eftir afstaðna bæjarhátíð sveitar- félagsins Voga. Framkvæmdum skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2019. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en þriðjudaginn 16. júlí 2019 kl. 11.00, og verða þau opnuð þar í samræmi við ákvæði greinar 2.5 í ÍST 30. LHG.IS Tillaga að deiliskipulagi: Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Land helgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast sam­ kvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis­ og varnarsvæða. Svæðið liggur að landsvæðum sem eru innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Mörk meginsvæðis til austurs og að hluta til suðurs eru að landi innan Reykjanesbæjar, til norðurs að svæði Isavia (svæði A) á Keflavíkurflugvelli og til vesturs og suðurs að landi innan Suðurnesjabæjar. Deiliskipulagstillagan fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir starfsemi innan svæðisins s.s. svæði fyrir skammtíma gisti­ aðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á samráðsgátt stjórn­ valda (samradsgatt.is), heimasíðu utanríkisráðuneytisins og heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands frá og með 24. júní 2019. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athuga­ semdum til: Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 20. ágúst 2019. 11FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.