Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 8
Dúntekja hófst í Norðurkoti árið 1936 þegar Eiríkur Jónsson og Sveinbjörg Ormsdóttir bjuggu þar. Í upphafi byrj-
aði Eiríkur á því að hlúa að tólf kollum og svo stækkaði hópurinn ár frá ári, því þegar fuglinn fær aðhlynningu
þá sækir hann aftur á þann stað þar sem hlúð var að honum.
Norðurkot er lögbýli rétt fyrir utan Sandgerði og
í dag búa þar hjónin Sigríður Hanna Sigurðar-
dóttir og Páll Þórðarson en það var einmitt afi
hennar sem byrjaði á dúntekjunni.
Í daglegu tali eru þau hjónin alltaf kölluð Hanna
Sigga og Palli og eru fuglabændur hluta úr
ári. Annars er Palli trésmiður og Hanna Sigga
stuðningsfulltrúi í grunnskóla þegar þau eru
ekki að sinna fuglabúskap.
Við tókum hús á þeim og fengum að kíkja ofan
í nokkur hreiður í leiðinni.
Afi byrjaði á þessu
Það var notalegt að koma heim til þeirra hjóna
einn morgun í júní þegar ilmur af nýbökuðu
brauði tók á móti manni ásamt gestrisni hús-
freyjunnar.
„Þetta er nú bara brauðið sem ég baka oft, það
er ekkert merkilegt,“ segir Hanna Sigga og býður
blaðamanni að smakka og einnig heimabakaðar,
ljúffengar kleinur.
„Já, afi byrjaði á því að hlúa að þessum tólf
kollum en þær sækja í það að fá vernd. Svo
stækkaði hópurinn ár frá ári. Við Palli fluttum
hingað í Norðurkot árið 2000 úr Keflavík með
börnin okkar og tókum við af pabba mínum sem
var með okkur í þessu á meðan hann lifði,“ segir
Hanna Sigga og í því kemur eitt barnabarnið
fram í eldhús og skömmu seinna fyllist eldhúsið
af fleiri börnum og móður barnanna sem er
elsta dóttir Palla og Hönnu Siggu.
„Við erum í þessu öll fjölskyldan á sumrin, við
og þau sem búa hér nálægt okkur. Í byrjun apríl
hefst undirbúningur fyrir varpið. Það þarf að
setja net á girðingar. Svo byrja fuglarnir að koma
en fyrstu fuglarnir byrja að verpa í lok apríl.
Það er æðarfuglinn sem er með þeim fyrstu
sem verpa hjá okkur hér í landi Norðurkots
Fuglabændur
í Norðurkoti
Æðarfugl er algeng andartegund á Norðurslóðum og með stærstu
andartegundunum. Karlfuglinn sem nefnist bliki er hvítur að ofan
og svartur að neðan, með svarta hettu, roðalitaða bringu og græna
flekki á hnakka en vængirnir eru svartir með hvítum fjöðrum.
Kvenfuglinn sem nefnist kolla er brún á lit. Það er einmitt dúnninn
frá þessari andartegund sem gefur mikið í aðra hönd en verð á dúni
er það hátt að það er yfirleitt aðeins á færi kóngafólks og vellauðugs
fólks að eignast sæng í rúmið sitt úr andardúni,
munaðarvara ríka fólksins.
Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTAL
Kollan bíður átekta á meðan dúnninn er tekinn burt.
Hjónin Páll Þórðarson og Sigríður Hanna Sigurðardóttir.
8 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM