Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.08.2019, Qupperneq 8
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar. Ashraf Ghani, forseti Afganistan Alvöru dælur sem vinna verkið á methraða. Þú færð Nilfisk hjá Rekstrarlandi í Vatnagörðum og í útibúum Olís um land allt. REKSTRARLAND verslun | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–17 NILFISK HÁÞRÝSTIDÆLUR Passaðu þrýstinginn – hann þarf nefnilega að vera nægur P ip a r\TB W A 25-40% AFSLÁTTU R AF HÁÞRÝSTI DÆLUM KÍNA Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kín- verska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmæl- endum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. Þetta sagði Chen Wen, erindreki Kínverja í Lundúnum, við breska ríkisútvarpið í gær. Undanfarna daga hafa verið fluttar af því fréttir að þúsundir kín- verskra herlögregluþjóna hafi verið f luttar til Shenzen, steinsnar frá Hong Kong, og í gær gengu á annað hundrað þúsunda mótmælenda um götur Hong Kong. Krafan var skýr og hefur ekki breyst. Mótmælendur vilja að frum- varp borgaryfirvalda um að heimila framsal til Kína verði drepið alfar- ið, en það hefur nú verið dregið til baka. Þá vilja þeir að borgaryfirvöld lýsi því yfir að mótmælin séu ekki óeirðir, að handteknir og ákærðir mótmælendur verði leystir úr haldi og að Carrie Lam, æðsti embættis- maður borgarinnar, segi af sér. Þá er farið fram á óháða rannsókn á valdbeitingu lögreglu og vilja mót- mælendur meina að lögreglulið borgarinnar hafi beitt táragasi og gúmmíkúlubyssum að óþörfu. Af þessu hefur ekki orðið. Deginum ljósara er að kínverski Kommúnistaflokkurinn á megin- landinu er afar ósáttur við það að mótmælunum linni ekki. Hafa talsmenn flokksins á undanförnum dögum og vikum meðal annars sagt mótmælunum svipa til hryðjuverka en mótmælendum hefur ítrekað lent saman við lögreglu. – þea Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong MALTA Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán f lóttamanna til að sigla yfir Mið- jarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að f leiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönn- unum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott. „Þau komu mjög, mjög nálægt okkur. Sáu okkur í gegnum gluggana. En svo sigldu þau á brott,“ sagði Oga sem nú liggur á sjúkrahúsi í Tal-Qroqq á Möltu. Fyrir sléttri viku kom áhöfn malt- verskrar herþyrlu auga á Oga þar sem hann lá á grúfu yfir líki sam- ferðamanns síns, þess síðasta til að láta lífið. Samkvæmt Oga sjálfum létust hinir flóttamennirnir fjórtán hver af öðrum þegar matar-, vatns- og eldsneytisbirgðirnar kláruðust. Líkin voru sett út á þilfarið þar sem þau rotnuðu í steikjandi Miðjarðar- hafssólinni. „Eldsneytið kláraðist og raf- hlaðan í GPS-tækinu sömuleiðis. Við vorum úti á hafi í ellefu daga og maturinn kláraðist allur,“ sagði Oga. – þea Sáu flóttamenn en sigldu á brott AFGANISTAN „Ég vildi að ég gæti fundið líkamsleifar sonar míns og sett þær saman í heilu lagi í gröfina,“ sagði Amanullah, íbúi í afgönsku höfuðborginni í Kabúl, við frétta- stofu AP í gær. Fjórtán ára sonur hans var á meðal þeirra 63 sem voru myrt í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaupsgesti í borginni á laugardag. Afganski armur hryðju- verkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýsti yfir ábyrgð á árásinni í gær. Mohammad Aslim, sem lifði árásina af, var enn klæddur í blóðug veislufötin þegar blaðamaður fyrr- nefnds miðils hitti hann í gær. Hann sagðist þá vera búinn að grafa sex- tán fórnarlömb og þrátt fyrir að vera orðinn úrvinda ætlaði hann að aðstoða við greftrun enn f leiri fórnarlamba. Hann hafði grafið nokkra nákomna ættingja og vini, meðal annars sjö ára gamlan dreng. Ashraf Ghani, forseti ríkisins, for- dæmdi árásina í nokkrum færslum á Twitter. „Það er fremst í forgangs- röðinni hjá mér nú að ná sambandi við fjölskyldur fórnarlamba þessar- ar villimannslegu árásar. Fyrir hönd þjóðarinnar votta ég samúð mína. Ég bið fyrir skjótum bata hinna særðu,“ sagði Ghani og bætti við: „Ég hef skipað yfirvöldum að aðstoða hin særðu af bestu getu. Vegna árásarinnar hef ég boðað til öryggisráðsfundar til þess að fara yfir og koma í veg fyrir öryggis- bresti.“ Þótt talibanar og Bandaríkja- menn eigi nú í viðræðum um frið á milli talibana og afganskra stjórn- valda, sem og brotthvarf Banda- ríkjahers, og þótt talibanar hafi ekki verið á bak við árásina á laug- ardaginn, sagði Ghani að þeir væru ekki alsaklausir. Þeir byðu nefnilega upp á vettvang fyrir hryðjuverka- menn í landinu. Talibanar fordæmdu árásina harðlega. Zabiullah Mujaheed, annar tveggja opinberra talsmanna þeirra, sagði í orðsendingu til fjöl- miðla að það væri ómögulegt að réttlæta svo grimmilegt morð á konum og börnum. Ekki er víst hvaða áhrif árásin hefur á friðarviðræður við talibana, en talið er að þær séu langt komnar og senn verði komist að samkomu- lagi. Undanfarnar vikur hafa, þrátt fyrir viðræðurnar, einkennst af tog- streitu og átökum. Tíu dagar eru frá því talibanar gerðu sprengjuárás fyrir utan lögreglustöð og myrtu fjórtán og á föstudag var bróðir Hibatullah Akhundzada, leiðtoga talibana, myrtur nærri pakistönsku borginni Quetta. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Svo virðist hins vegar sem afgönskum almenningi muni áfram stafa hætta af ISIS, enda standa hryðjuverkasamtökin utan við viðræðurnar við talibana. Þessi svo- kallaði Khorasan-armur ISIS taldi samkvæmt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að minnsta kosti 3.500 meðlimi á síðasta ári. Hafa liðs- menn annaðhvort lýst yfir ábyrgð á eða verið sakaðir um rúmlega 60 hryðjuverkaárásir frá ársbyrjun 2018. thorgnyr@frettabladid.is Mikil sorg ríkir í Afganistan Gríðarleg sorg ríkir í Kabúl eftir að 63 voru myrt í sprengjuárás á brúðkaup í afgönsku höfuðborginni. Forsetinn segir árásina skepnuskap og þótt ISIS beri ábyrgð geti talibanar ekki sagst alsaklausir. Oga var bjargað á Miðjarðarhafi þann 12. ágúst. NORDICPHOTOS/AFP Eitt fórnarlamba árásar laugardagsins, slasað á sjúkrahúsi í afgönsku höfuðborginni Kabúl. NORDICPHOTOS/AFP Frá mótmælunum í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong. NORDICPHOTOS/AFP 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -9 E C 4 2 3 9 A -9 D 8 8 2 3 9 A -9 C 4 C 2 3 9 A -9 B 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.