Fréttablaðið - 19.08.2019, Side 16

Fréttablaðið - 19.08.2019, Side 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Vala Kristín Eiríksdóttir hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir fremur stuttan feril. Hún er á fullu í alls kyns verk- efnum um þessar mundir, fyrst og fremst í Borgarleikhúsinu, en hún var líka ráðin sem einn af höf- undum Áramótaskaupsins í ár. Vala vissi mjög snemma að hún ætlaði að feta leiklistarbrautina. „Mér fannst það mjög spennandi alveg frá því ég var peð,“ segir hún. „Krakkar eru náttúrulega oft að setja upp sýningar og svona og þannig kviknaði áhuginn hjá mér mjög snemma. Ég vissi í rauninni ekki að þetta væri eitthvað sem fólk gerði, að það væri bara leið í gegnum menntakerfið inn í leiklistina,“ segir Vala. „Mér fannst leikarar svo ótrúlega merkilegir, næstum eins og þau væru útvalin af guði. En svo var bara hægt að læra þetta. Þannig að ég fór í leiklistarnám í Listaháskólanum.“ Ætluðu ekki að gera grín Á meðan Vala var í námi stofnuðu þær Júlíana Sara Gunnarsdóttir gríntvíeyki og gerðu tvær þátta- raðir af grínþáttunum Þær tvær. „Það var alltaf svo gaman hjá okkur og við áttum svo auðvelt með að fá hvor aðra til að hlæja,“ segir Vala. „Þetta byrjaði með svona „við verðum að gera eitthvað saman“ spjalli sem maður á við svo marga, en svo bara gerðum við það.“ Hún segir að þær hafi ekki farið af stað með þá áætlun að gera eitt- hvað fyndið. „Grín verður bara til sem afleiðing af því að reyna að gera eitthvað. Það verður kannski fyndið, eða ekki,“ segir hún. „Þetta var bara aðgengilegt því við vorum alltaf að láta hvor aðra hlæja og þar af leiðandi vildum við gera meira af því. En það er ekki auðvelt og ég held að það sé eitt æðsta listformið að fá fólk til að hlæja.“ Vala og Júlíana starfa enn saman í þáttunum Venjulegt fólk, en þær eru höfundar og leika aðalhlut- verkin. „Það má segja að það sé svona næsta skref hjá okkur. Það eru ekki sketsar heldur er saga, höfundum fjölgaði og búbblan okkar stækkaði,“ segir Vala. „Þetta er svona kómísk dramasaga og í annarri þáttaröð, sem kemur inn á Sjónvarp Símans núna í október, verður farið meira inn á persónu- legt líf þeirra vinkvenna, en fyrsta serían var meira um starfsferil- inn.“ Gaman að sleppa sér Vala er að hefja fimmta leikárið hjá Borgarleikhúsinu, en hana dreymdi lengi um að starfa þar. „Já, heldur betur, það er aðalstaður- inn,“ segir hún. „Raunveruleikinn er samt kannski ekki alveg eins og draumurinn. Auðvitað er þetta mjög skemmtilegt og fjölbreytt en þetta er náttúrulega líka hörkupúl. Þetta er jafn mikið púl og þetta er gaman.“ Erfiðisvinnan hefur greinilega skilað sér, því Vala hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn og fékk Grímuverðlaunin í sumar fyrir leik sinn í Matthildi, sem kom henni á óvart. „Mér fannst bara ótrú- lega gaman að vera tilnefnd með þessum sturlað góðu leikkonum sem ég hef alltaf litið upp til,“ segir hún. „Að fá þessi verðlaun var ógeðslega skemmtilegt og brjálaður heiður. Litla 13 ára Valan inni í mér sem var alltaf að setja upp sýningar heima trúði þessu ekki og var að springa úr gleði. Mér þykir líka vænt um hlutverkið, svo það var gaman að fá hrós fyrir að leika mömmu Matthildar. Þessi sýning er ótrúlega falleg og það er einstakur hópur sem vinnur að henni.“ Vala leikur vanhæfa og freka mömmu og segir að það hafi verið gaman að geta sleppt sér í hlut- verkinu. „Það er gaman að vera frekja og fullkomlega dýrka sjálfan sig þó að það sé engin inneign fyrir því,“ segir hún. „Sjálfur er maður oft með minna sjálfstraust en maður hefur kannski efni á, þann- ig að það er geðveikt að fá að vera þessi týpa.“ Allir hafa skoðun á Skaupinu Vala er líka að fara að kenna spuna í LHÍ í haust, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kennir. „Það er mjög spennandi. Mér finnst of boðs- lega gaman að kenna og fara inn í gamla skólann og sjá hvort maður geti miðlað einhverju til fyrsta árs nema í leiklist,“ segir hún. „Mér þykir ótrúlega vænt um að hafa verið beðin um þetta en þetta er smá skrítið, því manni finnst svo stutt síðan maður var á fyrsta ári, þó að það séu komin 6-7 ár síðan.“ Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, fékk Völu líka til að vera einn af handritshöfund- um Skaupsins í ár. Hún segir það spennandi en um leið kvíðavald- andi verkefni. „Það er ekkert sem jafn margir horfa á og það er ótrú- lega skrítið að ætla að reyna að höfða til eins margra og þú getur á sama tíma og þú ert að reyna að ögra og gera grín að því sem gerðist og pota í samfélagsmein,“ segir hún. „Allir hafa skoðun og maður veit að einhverjir munu ekki fíla það sem maður gerir.“ Plöntur, bækur, hundur og saltfiskur Vala býr með Birki Blæ Ingólfssyni, sem starfar sem rit- og handrits- höfundur, en þau hafa bráðum verið saman í tvö ár. Vala segir að Birkir sé geðgóður, skemmtilegur og frábær félagsskapur og henni finnst gott hversu auðvelt er að ræða það sem henni liggur á hjarta varðandi vinnuna, þar sem þau vinna í mjög svipuðu umhverfi. „Við búum líka með hundinum Óliver, sem er fimm mánaða gamall smáhundur. Pínulítill og ýkt krúttlegur,“ segir Vala. „Okkur líður rosalega vel. Við erum mikið í að rækta plöntur og það er allt fullt af plöntum heima hjá okkur. Birkir er með plöntuæði, sem ég átti erfitt með fyrst, því ég var að reyna að hafa svona Pinterest-heimili. En það gekk illa og svo enn verr þegar hann fyllti allt með plöntum og bókum. Svo erum við líka að gera salt- fisk úr fiski sem við veiddum á Vestfjörðum,“ segir Vala. „Þetta er nokkurra vikna ferli og Birkir hefur staðið í að salta og umstafla þessu.“ Hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd Vala segir að þetta sé vinnufíkla- heimili og að hún eigi ekki mikið af áhugamálum. „Ég fer í sund og ræktina, horfi á þætti, fer í matar- boð og ferðast,“ segir hún. „Leiklist var alltaf aðaláhugamálið mitt og ég fæ rosalega mikið út úr því að vinna við hana, þannig að mér líður ekki eins og ég þurfi að finna mér eitthvað skemmtilegt til að gera eftir vinnu. Ég er bara í róleg- heitum að dúlla mér. Vala hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd og ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkur- maraþoninu til að styrkja Vot- lendissjóð. Hægt er að heita á hana inni á vefnum hlaupastyrkur. is. „Þetta er ekki mjög Instagram- vænn sjóður, en hann sinnir rosalega mikilvægi hlutverki, því hann er að fylla upp í framræsta skurði sem eru ábyrgir fyrir 60% af kolefnislosun á Íslandi og endur- heimta votlendi,“ segir Vala. „Að fylla upp í þessa skurði er ódýr- asta, skilvirkasta og fljótlegasta leiðin til að draga úr kolefnislosun á Íslandi. Ég vil endilega benda fólki á að fara inn á votlendi.is og skoða myndbandið þar, sem útskýrir þetta vel.“ Það verður nóg að gera hjá Völu í haust. Hún verður á fullu í Borgarleikhús- inu, kennir í LHÍ, skrifar Skaupið og önnur þáttaröð af Venjulegt Fólk verður frumsýnd. Svo ætlar hún að hlaupa í maraþoninu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hundurinn Óliver er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ ÚTSALA Á HJÓLUM OG HJÓLAVÖRUM 25–45% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS EKKI MISSA AF ÞESSU! 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U R 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -5 E 9 4 2 3 9 A -5 D 5 8 2 3 9 A -5 C 1 C 2 3 9 A -5 A E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.