Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Selma og Þórunn segja ýmis-legt breytast eftir árstíðum í verslununum Pennans.
Haustin séu alltaf viðburðarík og
fjörug en þá fyllast verslanirnar
gjarnan af nýjum vörum, leitandi
foreldrum og eftirvæntingar-
fullum námsmönnum. „Haustið
er skemmtilegur tími, ungmenni
undirbúa sig fyrir komandi skóla-
ár, hitta vini aftur eftir sumarfrí og
takast á við ýmis verkefni,“ segir
Selma.
Vandlegur undirbúningur
Selma og Þórunn segja undirbún-
ing fyrir haustið hefjast mörgum
mánuðum áður og þegar líða fer
á ágúst er eftirvæntingin nánast
áþreifanleg. „Undirbúningur hefur
staðið yfir frá áramótum og því
gaman þegar loksins kemur að
skólasetningum og nemendur og
foreldrar þeirra heimsækja versl-
anir okkar,“ segir Selma. „Okkur
þykir þessi árstími alltaf jafn
skemmtilegur,“ bætir Þórunn við.
Breytt landslag
síðastliðin tvö ár
Selma og Þórunn segja ýmislegt
hafa breyst eftir að sveitarfélögin
og skólarnir fóru að sjá um að
kaupa megnið af ritföngum og
stílabókum fyrir grunnskólanema.
„Auðvitað hefur þetta landslag
breyst mikið síðastliðin tvö ár því
nú kaupa sveitarfélögin og skólar
öll helstu ritföng og stílabækur
fyrir nemendur grunnskóla,“
segir Þórunn. Ljóst er að þetta
nýja landslag, sem þær nefna, er
bæði víðtækt og umfangsmikið,
en þetta árið hefur Penninn átt í
samstarfi við fjölda sveitarfélaga
og nær það til meira en 20.000
grunnskólanemenda í rúmlega
60 skólum. „Í ár unnum við með
sextán sveitarfélögum sem keyptu
námsgögn fyrir grunnskólanem-
endur sína fyrir skólaárið 2019-20.
Það eru yfir 20.000 nemendur í 63
skólum,“ segir Selma.
Mikilvægt að vanda
val á skólatöskum
Skólatöskurnar eru þó ekki hluti af
þessu nýja landslagi og þurfa for-
eldrar því að gefa sér góðan tíma
til þess að skoða hvað er í boði og
velja vandaðar töskur sem henta
barninu og auðvelda því að komast
í gegnum erilsama skóladaga með
óskaddað stoðkerfi. Þegar Selma
og Þórunn eru spurðar að því hvað
þurfi að hafa í huga við val á skóla-
töskum segja þær nokkur atriði
skipta máli.
Taskan þurfi að styðja vel við
barnið og hægt þarf að vera að
stilla hana eftir þörfum hvers og
eins barns. „Taskan þarf að vera
með góðum stuðningi við bak, ólar
þurfa að vera bólstraðar og auð-
velt að stilla að þörfum og stærð
barnsins,“ segir Selma. Þá segir
hún sérlega gott ef að taskan hafi
þveról yfir bringuna en það veitir
aukinn stuðning. „Það tryggir að
taskan sitji rétt á barninu,“ segir
hún. Selma segir líka mikilvægt
að velja rétta stærð fyrir barnið
en það getur verið óþægilegt fyrir
börn ef taskan er til dæmis of stór.
„Of stór skólataska getur hamlað
hreyfingum barnsins,“ segir
Selma. Hún segir foreldra geta
leitað eftir ráðgjöf í verslunum
Pennans Eymundsson. „Starfs-
menn okkar eru alltaf tilbúnir til
að aðstoða og leiðbeina við valið,“
bætir Þórunn við.
Töskur frá Jeva og
Beckmann vinsælastar
Selma og Þórunn segja Pennann
Eymundsson leggja ríka áherslu á
að bjóða upp á fjölbreytt úrval af
vönduðum skólatöskum. „Penn-
inn Eymundsson hefur alltaf
lagt áherslu á að bjóða vandaðar
skólatöskur í úrvali,“ segir Þórunn.
Þá njóti danska vörumerkið Jeva
og norska vörumerkið Beckmann
mestra vinsælda meðal viðskipta-
vina. „Þessi tvö fyrirtæki eiga það Penninn er með mikið úrval vara sem eru sérhannaðar fyrir örvhenta.
Selma Rut og
Þórunn Inga eru
spenntar fyrir
haustinu.
Í Pennanum Eymundsson er að
finna allt sem þarf fyrir skólann.
Penninn Eymundsson er með mikið úrval af vönduðum skólatöskum.
Fátt er jafn lýsandi fyrir skólann og
hin sígildu UHU límstifti.
Taskan þarf að
vera með góðum
stuðningi við bak, ólar
þurfa að vera bólstraðar
og auðvelt að stilla að
þörfum og stærð barns-
ins.
Selma Rut Magnúsdóttir
sameiginlegt að bjóða sérlega
vandaðar skólatöskur og hafa þær
verið okkar vinsælustu skóla-
töskur um árabil,“ segir hún.
Mikið úrval aðstoðarefnis
Selma og Þórunn segja að það
verði sífellt vinsælla hjá foreldrum
að fjárfesta í vörum sem eru
sérstaklega hannaðar til þess að
liðka fyrir og dýpka námsgetu
og -færni barna. Mikið úrval sé
af fjölbreyttum vörum sem henti
fyrir f lest fög, enda misjafnt milli
barna hvað þurfi að leggja áherslu
á. Þær nefna sem dæmi Vísinda-
sett en þar takast börnin á við
ýmsar tilraunir sem allar eiga það
sameiginlegt að fræða þau um
ólík náttúruöfl og -fyrirbæri. „Það
verður alltaf vinsælla og vinsælla
að bæta við vöru sem styður við og
eykur skilning barnanna á hinum
ýmsu þáttum náttúrunnar eins
og til dæmis Vísindasett sem leiða
barnið í gegnum ýmsar tilraunir
sem tengjast geimnum, eldfjöllum
og fleiru,“ segir Selma.
Hún segir enn fremur að efni
sem styðji við lestrarfærni og
-skilning barna sé alltaf vinsælt og
að slík fjárfesting komi sér jafnvel
vel fyrir aðra fjölskyldumeðlimi
grunnskólabarnsins. „Léttlestrar-
bókum og ýmsum þrautabókum
er gjarnan bætt við skólatösku-
kaupin og greinilegt að foreldrum
er annt um að bæta við vöru sem
getur aukið skilning og bætt
lestrarfærni barna. Yngri systkini
njóta oft líka af góðs af og fá bækur
sem hjálpa til við að læra stafina,“
segir Selma.
„Mennt er máttur“
táknrænt í hugum margra
Aðrar vinsælar vörur sem þær
nefna eru til dæmis gulir Pluto blý-
antar, UHU límstiftin og Crayola
vaxlitirnir. Þá segir Selma að bláu,
gamalgrónu stílabækurnar séu
ekki bara vinsælar ár hvert heldur
séu þær farnar að vera hálfgerður
tákngervingur skólagöngu fyrir
mörgum. „Bláu klassísku stíla-
bækurnar „Mennt er máttur“ hafa
verið vinsælustu skólavörurnar
okkar í áraraðir og eru táknrænar
fyrir skóla í hugum margra,“ segir
hún.
Framhaldsskólanemendur
og örvhentir ekki út undan
Selma og Þórunn segja Pennann
Eymundsson að auki bjóða upp
á allt það helsta sem framhalds-
skólanemendur þurfa á að halda
í upphafi anna. Þar sé hægt að
nálgast bæði skiptibækur og nýjar
bækur og mikið er lagt upp úr því
að samræma vöruúrval og bóka-
lista framhaldsskólanna.
„Skiptibækur og nýjar náms-
bækur eru stór hluti af undirbún-
ingi fyrir skólann og hefur Penn-
inn Eymundsson lagt áherslu á að
eiga allar bækur sem eru á listum
framhaldsskólanna,“ segir Þórunn.
Þá séu þau með mikið úrval af
skriffærum og öðru nauðsynlegu
skóladóti sem er sérhannað fyrir
örvhenta. „Það eru kannski ekki
margir sem vita það en við bjóðum
upp á skólavöru sem er sérstaklega
hönnuð fyrir örvhenta. Þar má
nefna, yddara, reglustikur, skæri
og stílabækur,“ segir Selma.
2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
A
-6
D
6
4
2
3
9
A
-6
C
2
8
2
3
9
A
-6
A
E
C
2
3
9
A
-6
9
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K