Fréttablaðið - 19.08.2019, Síða 20
Námsgögn eru
smám saman að
breytast með tilkomu
snjalltækja, en enn sem
komið er er bókin samt
sem áður sá miðill sem
flestir kjósa.
Menntamálastofnun er með opið hús nokkrum sinnum á ári. Opið hús
í byrjun skólaárs er nýjung, en
markmiðið er að ná til kennara
og annarra áhugasamra og kynna
námsefni sem komið hefur út á
síðastliðnu ári.
„Aðsókn að viðburðum hjá
okkur er oftast nær góð, undanfar-
in ár höfum við haldið „útgáfudag“
tvisvar ári þar sem allra nýjasta
efnið er kynnt. Þeir viðburðir hafa
mælst vel fyrir og aðsókn verið
góð. Þá er starfsfólk Menntamála-
stofnunar til skrafs og ráðagerða
og kennarar geta fengið góð
ráð um notkun nýs náms-
efnis,“ segir Erling Ragnar
Erlingsson sviðsstjóri.
„Á sýningunni munum
við leggja áherslu á efni
sem komið hefur út síðast-
liðið ár og þá munu ritstjórar
stofnunarinnar verða með
örnámskeið um nýtt efni og
hvaða hugmyndafræði liggur
að baki. Af mörgu er að taka
hvað nýtt efni varðar. Má þar t.d.
nefna námsefni í íslensku,
stærðfræði, dönsku,
samfélagsfræði, mynd-
list, náttúrufræði, ritun
og síðast en síst þá
erum við stolt af
samstarfi okkar við
Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og
heyrnarskertra um útgáfu á efni á
táknmáli, sem er nýmæli og í raun
einsdæmi í heiminum eftir því
sem við komumst næst. Megnið
af efni okkar er gefið út á prenti
en auk þess er nær allt okkar efni
aðgengilegt á rafrænu formi á vef
stofnunarinnar mms.is,“ segir
Erling enn fremur.
„Námsgögn eru smám saman
að breytast með tilkomu snjall-
tækja, en enn sem komið er er
bókin samt sem áður sá miðill
sem flestir kjósa. Við fylgjumst vel
með þróuninni en sökum smæðar
landsins
getum
við ekki
verið í
farar-
broddi heldur verðum við að
fylgjast með og taka upp það sem
best virkar. Þá verðum við hafa í
huga að þróun námsefnis sérstak-
lega fyrir snjalltæki er afar dýr
og fjármagn er af skornum
skammti.
Á opnu húsi sem stendur
yfir frá klukkan 10-16 í dag
verða örkynningar
á nýju námsefni
og notkunar-
möguleikum
þess. Um er að
ræða um það
bil 30 mínútna
fyrirlestra þar sem
ritstjórar og höf-
undar fara í gegnum
nýtt námsefni og
segja frá efninu
og hvaða hug-
myndafræði
býr að baki.
Kennarar
geta þá spurt
spurninga og
fengið með sér
sýnis-
eintök ef
áhugi er
fyrir því,“ greinir hann frá.
„Kynningarstarf Menntamála-
stofnunar er margþætt. Við notum
samfélagsmiðla, sendum tölvu-
pósta, kynningareintök eru send í
skólana, við tökum þátt í kenn-
araráðstefnum, höldum opin hús,
heimsækjum skóla og gerum í raun
allt sem í okkar valdi stendur til að
koma námsefninu okkar á fram-
færi, því útgáfuferlinu er í raun
ekki lokið fyrr en efnið er komið í
notkun.
Starfsemi Menntamálastofn-
unar er miklu víðfeðmari en
starfsemi Námsgagnastofnunar.
Menntamálastofnun varð til við
sameiningu Námsmatsstofnunar
og Námsgagnastofnunar og því
eru verkefni afar fjölbreytt, má þar
nefna auk námsgagnaútgáfunnar,
Þjóðarsáttmála um læsi, samræmd
próf, innritun í framhaldsskóla,
greiningar á menntakerfi þjóðar-
innar og ýmsa þjónustu við skóla-
samfélagið, nemendur kennara,
skóla og foreldra.
Menntamálastofnun er til húsa
í Víkurhvarfi 3 og er húsnæðið
vel til þess fallið að taka á móti
gestum, við erum vel búin fundar-
herbergjum og einnig eigum við
góða nágranna sem kippa sér ekki
upp við fjölda gesta á göngum
hússins,“ segir Erling Ragnar.
Kynna nýtt námsefni
í opnu húsi hjá
Menntamálastofnun
Menntamálastofnun tók til starfa árið 2015. Stofnunin
annast verkefni sem áður voru á hendi Námsgagnastofn-
unar, Námsmatsstofnunar og mennta- og menningar-
málaráðuneytis. Opið hús verður í dag að Víkurhvarfi 3.
Erling Ragnar Erlingsson, sviðsstjóri hjá Menntamálastofnun.
Fjölbreytt úrval af skólavörum í fallegri verslun okkar í Mosfellsbæ og í
vefverslun Múlalundar – www.mulalundur.is. Þú pantar – við sendum til þín Múlalundur | Vinnustofa SÍBS
Reykjalundur | 270 Mosfellsbær
Sími 562 8500
www.mulalundur.is
Þú kaupir skólavörurnar hjá Múlalundi
og skapar um leið störf fyrir fólk með skerta starfsorku
4 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
9
A
-8
1
2
4
2
3
9
A
-7
F
E
8
2
3
9
A
-7
E
A
C
2
3
9
A
-7
D
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K