Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 22

Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 22
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Viltu víkka sjóndeildarhringinn, auka færni þína og reynslu? Kynntu þér allt það sem Erasmus+ og Nordplus styrktaráætlanirnar hafa upp á að bjóða. Nánari upplýsingar má finna á: www.erasmusplus.is og www.nordplusonline.org Menntavegurinn er hvorki einsleitur né línulaga og er skólaganga Tryggva Þórs Júlíussonar skýrt dæmi um það. Tryggvi, sem starfar sem vakt- hafandi verslunarstjóri í Hagkaup, segir lykilatriði að hafa raunveru- legan áhuga á því sem maður er að læra. Tími á menntaveginn Tryggvi segir atvinnumissi á sínum tíma hafa verið hvatann sem ýtti honum aftur á skólabekk. „Ég ákvað að fara í nám þegar ég missti vinnuna á sínum tíma. Það var kominn tími á að maður færi að gera eitthvað á menntaveg- inum,“ segir Tryggvi. Hann segir að það sem hafi gert útslagið hafi einfaldlega verið sú staðreynd að hann hafði loksins raunverulegan áhuga á því að læra. „Það sem fékk mig til að slá til og fara í skóla var að loksins fékk ég áhuga á því að læra eitthvað. Ég hafði ekki verið í skóla síðan ég var 19 ára og var kominn tími á mig að ná mér í ein- hverja menntun,“ segir Tryggvi. Félagsfræðin skemmtileg Tryggvi segir að hann hafi hætt í skóla um aldamótin og hafi því ekki verið í skóla í 12 ár áður en hann lét slag standa og hóf nám við frumgreinadeild í Háskól- anum í Reykjavík og lauk hann því námi 2015. Hann byrjaði í tölvunarfræði en hætti f ljótlega og ákvað að skipta yfir í félags- fræðina sem hann segir frekar hafa hæft sínu áhugasviði. Tryggvi segir tölvunarfræðina ekki hafa verið skemmtilega og að hún hafi krafist mikillar skuldbindingar. „Tölvunarfræðin var bara leiðinleg og er mjög krefjandi, mun meira krefjandi heldur en allt nám sem ég hef verið í,“ segir hann. Nem- endurnir hafi þurft að vera meiri- hluta sólarhringsins í skólanum og að líf hans utan skólans hafi skipt hann meira máli þegar upp var staðið. „Krakkarnir sem voru að læra þetta voru oft 17 tíma plús í skólanum að læra, eitthvað sem ég hafði ekki í mér að gera, þar sem ég á mér líf utan skóla,“ segir Tryggvi. Þá segir hann að félagsfræðin hafi hentað honum betur. „Félags- fræðin lá mun betur fyrir mér en tölvunarfræðin, sem var örugg- lega bara út af því að ég tengi mun betur við félagsfræðina heldur en tölvunarfræði,“ segir hann. Aldurinn kostur Tryggvi segir að það hafi verið fínasta upplifun að vera full- orðinn, en að hann hafi sannarlega Aldrei of seint að setjast á skólabekk Tryggvi Þór Júlíusson hafði prófað ýmislegt á menntaveginum en þó að hlutirnir hafi ekki alltaf gengið sem skyldi þá hvarflaði aldrei að honum að leggja árar í bát. Nú í vor útskrifað- ist Tryggvi, þá 37 ára gamall, með BA- gráðu í félagsfræði frá HÍ. Tryggvi segir að enginn sjái eftir því að mennta sig og aðalatriðið sé að hafa áhuga á náminu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ekki verið sá elsti. „Það var ágætis upplifun að setjast á skólabekk með yngri nemendum en auðvitað er fólk á öllum aldri í háskóla, þannig að ég var ekki alltaf aldurs- forsetinn í tímum,“ segir hann. En reynslan var jákvæð að mati Tryggva og kom honum vel saman við samnemendur sína. „Heilt yfir var það mjög gaman að vera með yngri nemendum og ég náði góðu sambandi við marga af þeim,“ segir Tryggvi. Hann telur að þekk- ingin sem komi með aldrinum hafi frekar gagnast honum en ekki. „Ég held að þetta hafi verið meiri kostur en galli að vera með þeim elstu þar sem ég var oft með meiri vitneskju en þau um sögulega hluti eins og efnahagskreppuna hér um árið,“ segir Tryggvi. Eini hugsan- legi gallinn sem hann nefnir hafi verið sá að hann hafi ekki lagt jafn mikla áherslu á þátttöku í félagslífi skólans, en að það sé vitaskuld einstaklingsbundið hvort það hafi áhrif. „Eini gallinn er kannski sá að þegar þú ert orðinn eldri þá ertu ekki að taka jafn mikinn þátt í félagslífi skólans, þannig að þetta gæti verið erfitt fyrir suma,“ segir hann. Háskólinn auðveldari Undanfarin ár hefur starf fram- haldsskólanna tekið stöðugum og víðtækum breytingum. nám til stúdentsprófs er orðið styttra og mætti því segja að framhalds- skólanemendur dagsins í dag séu staddir í hringiðu ákveðins sögu- legs þróunarferlis. Tryggvi segir að sér hafi þótt háskólanám auð- veldara en framhaldsskólanám en í háskólanum var ekki jafn ströng áhersla próf. „Mér persónulega fannst háskóli mun auðveldari heldur en framhaldsskóli, þar sem ekki var jafn mikið lagt upp úr prófum í félagsfræðideild Háskóla Íslands,“ segir Tryggvi. Engin eftirsjá að menntun Tryggvi segir að þeir sem séu að velta fyrir sér námi á fullorðins- aldri eigi ekki að láta aldurinn stoppa sig og einfaldlega kýla á það. „Þau ráð sem ég myndi gefa þeim sem væru komnir á aldur við mig og langaði í skóla væri bara „go for it“,“ segir hann. Hann segir engan sjá eftir því að mennta sig í því sem viðkomandi hefur áhuga á. „Ef þig langar og þú finnur hvata til að læra eitthvað sem þú hefur áhuga á skelltu þér í nám því það sér enginn eftir því að mennta sig.“ Það sem fékk mig til að slá til og fara í skóla var að loksins fékk ég áhuga á því að læra eitthvað. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -9 4 E 4 2 3 9 A -9 3 A 8 2 3 9 A -9 2 6 C 2 3 9 A -9 1 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.