Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2019, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 19.08.2019, Qupperneq 23
Við setjum nám- skeið í fjarnáms- búning fyrir stofnanir og fyrirtæki. Fyrirtækin geta svo keyrt nám- skeiðin hvar og hvernig sem þau vilja. Stefán Guðnason, verkefna-stjóri símenntunar við Háskólann á Akureyri, segir að verið sé að færa alla símenntun yfir í fjarnám. „Skólinn er þekktur fyrir sveigjanlegt nám þannig að það lá beinast við að símenntunin yrði það líka,“ segir hann. Að sögn Stefáns er hugmynda- fræði símenntunarinnar sú að fólk geti sótt námskeið sama hvar það er statt á landinu. „Það er lykil atriði að námskeiðin séu aðgengileg fyrir alla landsbyggðina og líka fólk í Reykjavík sem vill koma á nám- skeið hjá okkur. Það er alltaf að verða meiri og meiri krafa frá mark- aðnum að bjóða upp á fjölbreyttara fjarnám. Fólk hefur minni tíma en áður fyrir endurmenntun á sama tíma og hennar er krafist í auknum mæli í kjarasamningum.“ Leita eftir samstarfi Símenntun Háskólans á Akureyri vill koma til móts við þessar kröfur og leitar eftir stofnunum og fyrir- tækjum sem vilja setja upp nám- skeið í samstarfi við skólann. „Við setjum námskeið í fjar- námsbúning fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig geta fyrirtæki eða stofnanir sem eru dreifð um allt land til dæmis, sparað sér þann tíma og kostnað sem fylgir því að fljúga fólki milli landshluta. Þau geta samið við okkur og við setjum efnið upp í fjarnámsbúning. Fyrir- tækin geta svo keyrt námskeiðin hvar og hvernig sem þau vilja,“ segir Stefán. Háskólinn á Akureyri hefur mikla reynslu af fjarnámi og segir Stefán að kerfin sem skólinn notar séu það góð og sveigjanleg að þau geti í raun mætt flestöllum kröfum sem fólk hefur varðandi námskeið. „Við tókum stjórnendanám inn í símenntun fyrir tveimur árum. Námið er á vegum Samtaka atvinnulífsins (SA) og Sambands stjórnendafélaga (STF) í sam- starfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Við höfum verið að keyra námið út frá okkur. Það virkar þannig að SA og STF eiga og reka námið en við höldum utan um það og erum með það í fjarnámi,“ segir Stefán. Stjórnendanámið er hagnýtt nám ætlað öllum sem eru með mannaforráð. Mikið er lagt upp úr því í náminu að nemendur geti nýtt það sem þeir læra jafnóðum. Lært á eigin hraða „Þetta er tveggja ára nám kennt í sex námslotum, en fólk getur tekið það á lengri tíma ef það vill. Það skráir sig bara í eina lotu í einu,“ segir Stefán. Hann segir marga hafa áhyggjur af að hafa ekki tíma til að sinna náminu, en hann segir að áætla megi að vinnan í hverri lotu sé um það bil 10 klukku- stundir á viku. „En nánast öll verkefnin eru aðlöguð að þinni vinnu þannig að þú gætir verið að vinna með eitt- hvað í náminu sem þú ert að vinna með yfir daginn hvort sem er, þannig að oft finnur fólk varla fyrir aukinni vinnu. Það var til dæmis ein sem var í þessu námi sem vann við gæðaúttektir og ferla. Hún var akkúrat í þeim áföngum hjá okkur á sama tíma þannig að hún vann í raun verkefnin bara í vinnunni.“ Stefán segir námið hafa gefist gríðarlega vel. „Margir nemendur uppgötva eftir að þeir byrja í náminu að þeir hafa meiri tíma en áður. Þetta skólar þig alveg til sem stjórnanda. Það er mikið farið í hvernig þú ert sem stjórnandi. Þetta einfaldar alla verkferla og einfaldar lífið fyrir þér sem stjórn- anda að fara í gegnum þetta hjá okkur.“ Stefán bætir við að nem- endurnir hafi verið mjög ánægðir með námið. „Maður verður hálf feiminn þegar maður les umsagnir nemenda. Ég sendi póst á þá og spurði hvort einhver væri til í að koma fram opinberlega og mæla með náminu. Ég fékk svo mörg svör að ég þurfti að velja úr. Ég var með 17 nemendur í þeirri lotu og 15 buðust til þess.“ Á vefsíðu símenntunar Háskól- ans á Akureyri, simenntunha. is, má finna upplýsingar um þau námskeið sem eru í boðið í fjar- námi á næstunni. Úrvalið er mjög fjölbreytt og ný námskeið bætast reglulega við listann. Þau sem hafa áhuga á að vita meira um Stjórn- endanámið geta farið inn á stjorn- endanam.is. Skólinn er þekktur fyrir sveigjanlegt nám Háskólinn á Akureyri býður upp á fjölbreytt námskeið í Símenntun. Nám- skeiðin eru öllum opin en oft er lögð áhersla á sérstaka markhópa. Stjórn- endanám var tekið inn í símenntun nýlega og hefur það gefið góða raun. Stefán Guðnason segir lykilatriði að námskeiðin séu aðgengileg fyrir alla landsbyggðina og því er áhersla á fjarnám. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Verið er að færa alla símenntun Háskólans á Akureyri yfir í fjarnám. KYNNINGARBLAÐ 7 M Á N U DAG U R 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -A 3 B 4 2 3 9 A -A 2 7 8 2 3 9 A -A 1 3 C 2 3 9 A -A 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.