Fréttablaðið - 19.08.2019, Síða 42
Ég tek með mér kanarískan mat á námskeiðið og fer með fólk til Kanaríeyja í huganum,
enda felst stærstur hluti ferðalags
í því að spá og spekúlera og láta
sig hlakka til. Það er ekki minna
virði en ferðalagið sjálft og sjálf
eyði ég miklum tíma í að lesa mér
til um staði og kynna mér landið
því það eykur enn á upplifunina
að vita hverju maður á von á,“ segir
Snæfríður sem gefur nemendum
sínum hugmyndir um ævintýra
lega bíltúra og gullfallegar göngu
leiðir á vinsælustu sólarströndum
Íslendinga á Kanaríeyjum.
Snæfríður féll fyrir töfrum
Tenerife þegar hún fór þangað
fyrst í sólarlandaferð og síðastlið
inn vetur hafði hún þar vetursetu
með eiginmanni sínum og þremur
dætrum.
„Tenerife er heillandi áfanga
staður sem hefur upp á svo miklu
meira að bjóða en bara sólskin,
strendur og sundlaugarbakka.
Því er synd hversu margir ferða
menn missa af ævintýralegri hlið
eyjunnar með sínu fjölbreytta
landslagi, frábæru gönguleiðum og
möguleikum til útivistar, náttúru
skoðunar og afþreyingar fyrir alla
fjölskylduna,“ upplýsir Snæfríður
um eyjuna sem er aðeins 2.034 fer
kílómetrar, eða fimmtíu sinnum
minni en Ísland og aðeins 100 kíló
metra löng og 50 kílómetrar þar
sem hún er breiðust.
„Tenerife er bæði lítil og greiðfær
og á einum og sama deginum er
hægt að liggja í sólbaði, ganga í
gegnum rakan regnskóg eða þurr
an furuskóg, skoða pýramída,
draugaþorp og höfrunga, ganga
á hrauni eða í gegnum ávaxta
akra og snerta snjó. Malbikuð
hraðbraut liggur utan um alla
eyjuna og meira að segja fjall
vegir eru malbikaðir þótt sumir
séu seinfarnir og kræklóttir þar
sem er brattast, en hæsta fjall
Spánar, Pico del Teide, er einmitt á
Tenerife,“ segir Snæfríður.
Persónulegra ferðalag
Námskeið Snæfríðar sækja jafnt
ferðalangar sem hafa sótt Kanarí
eyjaklasann heim og þeir sem
hyggja á ferðalög þangað, en líka
þeir sem vilja sækja sér þekkingu
og fróðleik.
„Fyrra námskeið haustsins er
innblástur fyrir hinn almenna
ferðalang sem langar að kynnast
Tenerife betur. Flestir verða hissa
á því hvað eyjan hefur upp á margt
að bjóða og þótt ég hafi farið
árvisst til Tenerife á undanförnum
árum er ég alltaf að sjá og upp
götva eitthvað nýtt. Heimamenn
eru þægilegir við að eiga, glaðlynt
fólk sem býr til góðan mat og gott
vín og verðlagið er allt annað þegar
farið er út fyrir aðalferðamanna
svæðin. Því er gaman að færa sig
um, upp í fjöllin og yfir á norður
hluta eyjunnar þar sem heima
menn búa og sjá hvað þeir fást við.
Þar opnast nýtt landslag, arki
tektúr, saga og matarmenning,“
útskýrir Snæfríður sem gefið hefur
út ferðahandbækurnar Tenerife
ævintýraeyjan og Tenerife krakka
bókin með áherslu á afþreyingu
fyrir fjölskyldufólk.
Í október heldur hún nám
skeið um eyjuna Gran Canaria hjá
Endurmenntun.
„Gran Canaria hefur lengi verið
vinsæl meðal Íslendinga og þótt sú
eyja eigi margt sameiginlegt með
Tenerife, eins og margar göngu
leiðir og fagra náttúru, hefur hvor
eyja sín sérkenni og sjarma. Margir
standa í þeirri trú að Kanarí sé
staður eldri borgara en þar er ekki
síður að finna alls konar afþrey
ingu fyrir fjölskyldufólk, marga
dýragarða, skemmtigarða og
vatnsrennibrautagarða, sem eru
ekki síðri en á Tenerife.“
Á nýárinu heldur Snæfríður svo
námskeið um íbúðaskipti.
„Íbúðaskipti er ótrúlega
skemmtilegur og öðruvísi ferða
máti. Maður öðlast allt aðra sýn á
landið sem maður heimsækir og
myndar persónulegri tengsl við
heimamenn. Íbúðaskipti eru auk
þess betri nýting á því sem er til í
heiminum og sannarlega vist
vænna að nota tómt hús ferðalangs
þegar hann fer að heiman en að
láta það standa autt. Á tímum
flugviskubits og umræðu um
mikla mengun flugvéla getum
við kannski breytt ferðavenjum
okkar með að nota hús hvert
annars í heiminum, dvelja lengur
á hverjum stað og reynt að skilja
eitthvað eftir hjá heimamönnum,“
segir Snæfríður sem hlakkar mjög
til námskeiðanna fram undan.
„Það er gaman og gefandi að
veita fólki innblástur og sjálf hef
ég fengið góðar hugmyndir frá
nemendum mínum sem farið hafa
til Kanaríeyja og upplifað hluti
sem ég vissi ekki um. Þeir sem
koma eru áhugasamir og líf leg
umræða skapast á skemmtilegri
kvöldstund.“
Bækurnar Tenerife ævintýraeyjan
og Tenerife krakkabókin fást í
Eymundsson og á síðunni lifider-
ferdalag.is
Til Tenerife
í huganum
Ferðabókahöfundurinn Snæfríður
Ingadóttir stendur fyrir þremur ör-
námskeiðum hjá Endurmenntun í
haust og vetur; um leyndardóma
Tenerife, Kanaríeyjar og íbúðaskipti.
Hér stendur Snæfríður á einni af fögrum gönguleiðum á náttúruverndarsvæðinu Anaga á nyrsta odda Tenerife.
Snæfríður dvaldi vetrarlangt með fjölskyldu sinni á Tenerife þar sem
dæturnar gengu í skóla og lærðu að tala reiprennandi spænsku.
Snæfríður segir alla sem heimsækja
Tenerife verða að smakka geitaost.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Þetta þykir Snæfríði
nauðsynlegt að gera á
Tenerife:
1. Smakka geitaost.
2. Ganga frá Santiago del Teide
niður í þorpið Masca. Það
er ein fallegasta gönguleið
eyjunnar.
3. Heimsækja miðbæ San
Cristóbal de La Laguna sem er
á heimsminjaskrá Unesco.
4. Panta Barraquito-kaffi á
næsta kaffihúsi.
5. Fara út að borða á Guach-
inches sem eru óhefðbundin
veitingahús rekin af vínrækt-
endum.
10 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
1
9
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
9
A
-A
3
B
4
2
3
9
A
-A
2
7
8
2
3
9
A
-A
1
3
C
2
3
9
A
-A
0
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
8
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K