Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2019næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 44
Frakkar vonast til að bannið komi í veg fyrir hvers kyns of beldi í skólum. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Nemendur sem hafa útskrif-ast frá Söngskólanum í Reykjavík starfa núna um allan heim. Söngskólinn útskrifar nemendur með ýmsar prófgráður en boðið hefur verið upp á söng- nám fyrir stúlkur og drengi, allt frá tíu ára aldri. Að sögn Ásrúnar Davíðsdóttur aðstoðarskólastjóra hefur eftirspurn eftir námi fyrir yngri nemendur aukist mikið og verður því aldurinn lækkaður niður í átta ára. „Stór þáttur í náminu er þjálfun í því að koma fram og tjá sig, í söng, leik og hreyfingum,“ útskýrir Ásrún. „Ungdeildir skólans hafa undanfarin ár tekið þátt í alls konar uppfærslum. Þau hafa flutt ýmiss konar tónlist sem vinsæl er hjá þessum aldurshópum, ekki síst þar sem einnig er lagt upp úr leikrænni þjálfun, dansi og hreyfingum. Meðal annars hafa krakkarnir sett upp stytta útgáfu af Ávaxtakörfunni eftir Þorvald Bjarna. Sýningin var sett upp í samvinnu við Barnamenningar- hátíð í Reykjavík,“ segir hún. „Ungdeildin tók einnig þátt í jólatónleikum Eivarar í Hörpu en uppselt var á alla tónleikana. Nem- endur Ungdeilda ljúka yfirleitt grunnprófi áður en þeir f lytjast í almenna deild skólans þegar þau ná 16 ára að aldri. Námið veitir nemendum ómælda gleði og byggir upp sjálfstraust, ungviðið bókstaflega blómstrar og það kemur ljóslega fram á tvennum tónleikum sem deildin heldur árlega, auk uppfærslna sem þau taka þátt í með Nemendaóperu skólans,“ bætir Ásrún við. „Stór þáttur í námi nemenda við Söngskólann er þjálfun í að koma fram á tónleikum en Vetrarstarf Söngskólans að hefjast Söngskólinn í Reykjavík er í fallegu húsi að Laufásvegi 49-51. Soffía H. Bjarn- leifsdóttir, Ásrún Davíðs- dóttir og Viðar Gunnarsson voru að vinna við undirbúning skólaársins þegar ljós- myndarann bar að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Skólayfirvöld í Noregi segja að farsímabannið hafi virkað mjög vel. Nemendur spjalla frekar saman og félagslegt líf er mun betra. Í skólunum hafa verið sett upp svokölluð síma- hótel. Það eru eiginlega skópokar sem geyma símana á meðan á skólatíma stendur. Skópokarnir eru læstir inni í skáp á kennara- stofunni. Nemendur fá símana til baka að loknum skóladegi. Netsíða NRK, norska ríkisút- varpsins, gerði könnun meðal eitt þúsund skólastjóra í Noregi og spurði um notkun farsíma á skólatíma. Í ljós kom að fjórir af hverjum fimm höfðu bannað notkun á þeim í skólanum. Spurt var bæði hjá skólastjórum grunn- og framhaldsskóla. Í nokkrum skólum máttu nemendur nota símana í frímínútum en urðu að skila þeim þegar kennsla hófst að nýju. Um 80% banna alfarið síma- notkun í skólunum. Hjá 74% máttu nemendur koma með símana með sér en urðu að leggja þá inn á símahótelið á skólatíma. Um 70% skólastjóra sögðu að bannið hefði haft jákvæð áhrif á félagslíf innan skólans. 80% sögðu að símaleysið hefði jákvæð áhrif á námið. Ekki voru allir vissir um Skólar víða um heim banna farsíma Fjórir af fimm skólum í Noregi hafa bannað farsímanotkun hjá nemendum. Mikil umræða hefur orðið um notkun á snjallsímum í skólum eftir að frönsk yfirvöld bönnuðu alfarið notkun þeirra. Það eru ekki allir sáttir við að láta farsímann af hendi í skóla- stofunni. Söngskólinn í Reykjavík hefur útskrifað hátt á fimmta þúsund nemendur frá því hann hóf starf- semi árið 1973. Garðar Cortes er stofnandi skólans og skólastjóri frá upphafi. Áheyrn- arprufur í Söng- skólanum fara fram síðar í ágúst. náminu fylgir að sjálfsögðu fræðsla í öllum greinum er snúa að tónlist og f lutningi hennar, eins og tónfræði, tónheyrn, nótnalestri, fræðslu um sögu tón- listar og f lutning í aldanna rás. Allir nemendur þjálfast í að koma fram og syngja fyrir áheyrendur og fá tilsögn þar að lútandi, bæði í einkatímum og fyrir samnem- endur. Nemendur sem komnir eru í framhaldsdeild, taka þátt í upp- færslum Nemendaóperu Söng- skólans, sem hefur verið starfrækt frá árinu 1982. Settar hafa verið upp hátt í 50 uppfærslur, bæði í Reykjavík og á ýmsum stöðum á landsbyggðinni. Sýning síðasta skólaárs var Þinn Falstaff sem byggð var á óperu atriðum eftir Mozart, Beethoven, Verdi og Bizet. Sýningin var sýnd bæði í Iðnó í Reykjavík og Hofi á Akur- eyri en auk þess hefur Nemenda- óperan sýnt í Hörpu, Leikhús- kjallaranum, Salnum Kópavogi og Íslensku óperunni ásamt f leiri stöðum,“ upplýsir Ásrún. „Fyrir utan almennt söngnám býður skólinn upp á ýmis nám- skeið. Má þar nefna söngnámskeið utan venjulegs vinnutíma fyrir söngáhugafólk á öllum aldri, ýmis meistaranámskeið og fyrirlestra fyrir söngnemendur, söngvara og söngkennara. Í vetur mun óperudeild skólans taka upp þá nýbreytni að vera með „galakvöld“ þar sem nemendur koma fram á búningatengdum tónleikum,“ bætir hún við. Söngskólinn í Reykjavík var fyrstu 5 árin staðsettur að Laufásvegi 8, þá flutti hann að Hverfisgötu 45. Þaðan flutti hann á Snorrabraut 54 en síðastliðinn vetur fékk skólinn nýtt aðsetur að Laufásvegi 49-51. „Skólinn er núna staðsettur í yndislegu umhverfi sem varð kveikja að útitónleikum hjá okkur. Nemendur sungu fyrir nágranna og aðra gesti og oft varð úr skemmtilegur fjöldasöngur. Við buðum upp á heitt súkkulaði og stemmingin var frábær,“ segir Ásrún. „Tónleikarnir gengu undir nafninu UNDIR HLYNI þar sem við erum með verðlaunahlyn hér í garðinum,“ segir hún. Ásrún minnir á að seinni partinn í ágúst fari fram áheyrnar- prufur hjá Söngskólanum. „Þá er hlustað eftir því hvort röddin er óskemmd og með góða þroska- möguleika á söngsviðinu. Einnig þarf gott tóneyra. Undirbúnings- menntun hjálpar til þótt hún sé ekki skilyrði fyrir inngöngu. Margir nemendur Söngskólans hafa skapað sér stóran sess í óperuheiminum og má meðal annars nefna Kristin Sigmunds- son, Garðar Thór Cortes og Þóru Einarsdóttur. Einnig hafa margir þekktir söngvarar í rytmísku deildinni stundað nám við Söng- skólann eins og Emilíana Torrini, Eivör Pálsdóttir, Kristjana Stefáns- dóttir, Sigríður Thorlacius og Svavar Knútur. Nánar má fræðast um starf skólans á heimasíðunni www. songskolinn.is. Skrifstofan er opin frá 10-16 og síminn er 552 7366. að setja ætti lög í landinu sem banna farsíma í skólum. Fjórir af fimm skólastjórnendum sögðu að börnin fengju símann í hendur ef erindið væru mjög áríðandi. Nær allir sögðu að foreldrar væru jákvæðir á bannið. Sveitarstjórnarkosningar verða í Noregi í september en bæði Erna Solberg forsætisráðherra og Jan Tore Sanner menntamálaráðherra hafa talað um að farsímabann í skólastofum verði eitt af þeim málum sem munu koma upp í kosningabaráttunni. Ekki eru þó allir sáttir við algjört bann með lögum. Sumir vilja meina að komið geti upp tilvik þar sem síminn gæti verið hjálpartæki við námið. Skólastjórnendur ættu að hafa valdið til að banna símana þótt stjórnmálamenn séu ekki að skipta sér af því, segja aðrir. Í Frakklandi, þar sem nú ríkir algjört bann við farsímanotkun í skólum, er vonast til að það komi í veg fyrir einelti, áreitni, þjófnað og of beldi á skólalóðinni. Að auki er banninu ætlað að koma í veg fyrir sendingar á kynferðislegum myndum. Um 90% franskra barna eiga farsíma. Hér á landi hefur umræða komið upp um farsímanotkun barna á skólatíma. Nokkrir skólar hafa þegar tekið upp algjört far- símabann í skólanum. Búast má við að umræðan verði meiri nú þegar skólarnir taka til starfa á nýjan leik. 12 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -8 F F 4 2 3 9 A -8 E B 8 2 3 9 A -8 D 7 C 2 3 9 A -8 C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 191. tölublað (19.08.2019)
https://timarit.is/issue/403252

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

191. tölublað (19.08.2019)

Aðgerðir: